Open Gunnar Dan Wiium skrifar 11. júlí 2020 17:00 Í kvöld horfði ég á ástralska þáttaröð á Netflix sem fjallaði um líf ýmissa flóttamanna sem náðu með illum leik að komast til Ástralíu þar sem þau enduðu í flóttamannabúðum víðsvegar um landið. Átakanlegt áhorf satt að segja. Hvernig við mannskepnan getum hreinlega lýst yfir eignarhald á landi og skipt okkur upp í ólíkar þjóðerniseiningar þegar í raun við erum einn og sami maðurinn, aðeins aðgreind á yfirborði í formi litar húðar, tungumáli og guðstrúarbrögðum. Átakanlegt að sjá hvernig formið eða hugmyndafræðin um þjóðernisflokkað mannkyn rýrir okkur manngæsku sem er í raun kjarni mennskunnar í formi samkenndar.Flóttafólk sem í dag telur í um 100 milljónum flýja stríðsátök að ýmsu tagi í von um það sama sem við öllum óttumst að hafa ekki sem og að missa þegar við teljum okkur hafa það - öryggi. Það er í raun það eina sem við þráum, öryggi, algjörlega óháð hvernig við erum á litin, óháð trúarbrögðum, hefðum og menningararfleifð. Það er sem innprentað í gen allra lífvera að vernda afkvæmi sín gegn hvaða gjaldi sem er. Ég sem skrifa myndi til dæmis gefa líf mitt án þess að hika fyrir öryggi dóttir minnar ef þess þyrfti. Svo spurningin er, hvað er til ráða? Ég spurði konuna mína í kvöld hvort hún tryði á hugmyndina um opin landamæri. Hún svaraði því játandi mér til furðu því bara hugmyndin um opin landamæri hljómaði svo brjálaðsleg. Sama gildir um garðinn minn sem er á ógirtri hornlóð í smáíbúðarhverfinu. Er ég reiðubúin að deila með meðbræðrum og systrum af þeim auðæfum sem ég bý við, garðinum mínum inniföldum? Risastórar spurningar sem í raun brjóta niður allan þann efnisveruleika sem ég lifi í sem miðaldra hvítur millistéttar dúsbak. Er ég tilbúin að hleypa ókunnugum inn á heimili mitt. Gefa fólki að borða. Hjálpa fólki að standa upp í samfélagi sem er nýtt fyrir þeim. Er ég tilbúin að þjónusta eða vill ég lifa í afneitun á þann harmleik og þær þjáningar sem við girðum af utan sjónlínu. Girðum af í afkimum því samviska okkar þolir ekki að sjá því gjörðir okkar eru raun ef rýnt er gegn betri vitund. Innst inni vitum við að reglurnar eru fáránlegar. Innst inni vitum við að landið tilheyrir engum og öllum á sama tíma. Flóttamaðurinn á landið alveg eins og sá sem fæddist þar. Við forðumst augnsamband við þann sem dregur á eftir sér stútfullt barnavagnarstell af dósum á leið sinni í endurvinnsluna. Hann er í augum formsins stéttar og landlaus en augun ljúga ekki. Hann er bróðir minn. Hann er sonur minn og faðir. Er kannski þetta ekki bara kannski orðið gott spyr ég? Er ekki bara komin tími á breytingar sem kalla á skref inní óvissuna? Skref sem þarfnast ekki nefnda og rýnihópa, heldur bara skref út frá ákvörðun byggða á ljósi. Við vitum ekkert hvort eð er, við erum svo algjörlega vanmáttug fyrir og við finnum það ef við bara stoppum í augnablik og drögum andan. Hvernig væri bara að opna fyrir allt og sjá hvað gerist. Það verður allavega ekki verra, við erum hvort eð er algjörlega alveg lost í eins og staðan er í dag. Lost og skíthrædd við framtíðina því núvitundin er rofin og ómöguleg. Ástæðan fyrir því er ótti sem orsakast af óuppgerðri fortíð og ranghugmyndinni um ég á kostnað við. Ég sem yfirleitt skilgreini mig sem afstöðuleysingja í málum lýsi því hér með yfir að ég tek afstöðu með opnu ógirtu landsvæði sem tilheyrir öllum og öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Í kvöld horfði ég á ástralska þáttaröð á Netflix sem fjallaði um líf ýmissa flóttamanna sem náðu með illum leik að komast til Ástralíu þar sem þau enduðu í flóttamannabúðum víðsvegar um landið. Átakanlegt áhorf satt að segja. Hvernig við mannskepnan getum hreinlega lýst yfir eignarhald á landi og skipt okkur upp í ólíkar þjóðerniseiningar þegar í raun við erum einn og sami maðurinn, aðeins aðgreind á yfirborði í formi litar húðar, tungumáli og guðstrúarbrögðum. Átakanlegt að sjá hvernig formið eða hugmyndafræðin um þjóðernisflokkað mannkyn rýrir okkur manngæsku sem er í raun kjarni mennskunnar í formi samkenndar.Flóttafólk sem í dag telur í um 100 milljónum flýja stríðsátök að ýmsu tagi í von um það sama sem við öllum óttumst að hafa ekki sem og að missa þegar við teljum okkur hafa það - öryggi. Það er í raun það eina sem við þráum, öryggi, algjörlega óháð hvernig við erum á litin, óháð trúarbrögðum, hefðum og menningararfleifð. Það er sem innprentað í gen allra lífvera að vernda afkvæmi sín gegn hvaða gjaldi sem er. Ég sem skrifa myndi til dæmis gefa líf mitt án þess að hika fyrir öryggi dóttir minnar ef þess þyrfti. Svo spurningin er, hvað er til ráða? Ég spurði konuna mína í kvöld hvort hún tryði á hugmyndina um opin landamæri. Hún svaraði því játandi mér til furðu því bara hugmyndin um opin landamæri hljómaði svo brjálaðsleg. Sama gildir um garðinn minn sem er á ógirtri hornlóð í smáíbúðarhverfinu. Er ég reiðubúin að deila með meðbræðrum og systrum af þeim auðæfum sem ég bý við, garðinum mínum inniföldum? Risastórar spurningar sem í raun brjóta niður allan þann efnisveruleika sem ég lifi í sem miðaldra hvítur millistéttar dúsbak. Er ég tilbúin að hleypa ókunnugum inn á heimili mitt. Gefa fólki að borða. Hjálpa fólki að standa upp í samfélagi sem er nýtt fyrir þeim. Er ég tilbúin að þjónusta eða vill ég lifa í afneitun á þann harmleik og þær þjáningar sem við girðum af utan sjónlínu. Girðum af í afkimum því samviska okkar þolir ekki að sjá því gjörðir okkar eru raun ef rýnt er gegn betri vitund. Innst inni vitum við að reglurnar eru fáránlegar. Innst inni vitum við að landið tilheyrir engum og öllum á sama tíma. Flóttamaðurinn á landið alveg eins og sá sem fæddist þar. Við forðumst augnsamband við þann sem dregur á eftir sér stútfullt barnavagnarstell af dósum á leið sinni í endurvinnsluna. Hann er í augum formsins stéttar og landlaus en augun ljúga ekki. Hann er bróðir minn. Hann er sonur minn og faðir. Er kannski þetta ekki bara kannski orðið gott spyr ég? Er ekki bara komin tími á breytingar sem kalla á skref inní óvissuna? Skref sem þarfnast ekki nefnda og rýnihópa, heldur bara skref út frá ákvörðun byggða á ljósi. Við vitum ekkert hvort eð er, við erum svo algjörlega vanmáttug fyrir og við finnum það ef við bara stoppum í augnablik og drögum andan. Hvernig væri bara að opna fyrir allt og sjá hvað gerist. Það verður allavega ekki verra, við erum hvort eð er algjörlega alveg lost í eins og staðan er í dag. Lost og skíthrædd við framtíðina því núvitundin er rofin og ómöguleg. Ástæðan fyrir því er ótti sem orsakast af óuppgerðri fortíð og ranghugmyndinni um ég á kostnað við. Ég sem yfirleitt skilgreini mig sem afstöðuleysingja í málum lýsi því hér með yfir að ég tek afstöðu með opnu ógirtu landsvæði sem tilheyrir öllum og öllu.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun