Manchester United setti met með sigrinum í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 14:30 Pogba skoraði þriðja mark Man Utd í gær sem sá til þess að þeir settu metið. Shaun Botterill/Getty Images Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær heimsóttu Villa Park í gær og mættu þar heimamönnum í Aston Villa í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United vann leikinn þægilega 3-0 og setti met í leiðinni. Mörkin skoruðu þeir Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Paul Pogba. Var þetta fjórði leikurinn í röð þar sem Man Utd vinnur með þremur mörkum eða meira. Ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hefur leikið það eftir frá því deildin var sett á laggirnar. Man Utd become the first team in #PL history to win 4 consecutive matches by 3+ goals#AVLMUN pic.twitter.com/wmnKSsRfQg— Premier League (@premierleague) July 9, 2020 Solskjær virðist loks hafa fundið réttu blönduna. Þeir félagar Bruno Fernandes og Paul Pogba smella eins og flís við rass á miðju liðsins. Þá virðist Mason Greenwood ekki geta reimað á sig takkaskó án þess að lúðra inn allavega einu. Á meðan mörg lið hafa átt erfitt uppdráttar eftir að enska deildin fór aftur af stað eftir Covid-pásuna þá hafa leikmenn United farið mikinn. Eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham Hotspur á útivelli í fyrsta leik eftir fríið – ef frí skyldi kalla – þá hafa flóðgáttirnar opnast hjá leikmönnum liðsins. Sheffield United mætti á Old Trafford og mátti þola 3-0 tap þökk sé þrennu Anthony Martial. Lærisveinar Ole heimsóttu svo Brighton & Hove Albion og aftur unnu þeir 3-0. Greenwood kom United yfir eftir rúmar fimmtán mínútur og Bruno bætti við tveimur áður en leiknum var lokið. Eddie Howe og hans menn í Bournemouth heimsóttu síðan Old Trafford. Gestirnir komust óvænt yfir en United svaraði með fimm mörkum áður en klukkutími var liðinn af leiknum. Greenwood skoraði tvívegis og þeir Marcus Rashford, Martial og Bruno skoruðu eitt hver. Bournemouth skoraði þar á milli svo United vann 5-2 sigur. Í gær var Aston Villa lagt af velli og metið því komið í hús. Ef horft er í þá leiki sem Manchester United á eftir í deildinni þá kæmi lítið á óvart ef liðið myndi halda áfram að raða inn mörkum. Man Utd mætir Southampton þann 13. júlí, Crystal Palace þann 16. júlí, West Ham United þann 22. júlí og svo Leicester City þann 26. júlí. Gæti farið svo að lokaleikurinn verði einfaldlega upp á 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær heimsóttu Villa Park í gær og mættu þar heimamönnum í Aston Villa í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United vann leikinn þægilega 3-0 og setti met í leiðinni. Mörkin skoruðu þeir Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Paul Pogba. Var þetta fjórði leikurinn í röð þar sem Man Utd vinnur með þremur mörkum eða meira. Ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hefur leikið það eftir frá því deildin var sett á laggirnar. Man Utd become the first team in #PL history to win 4 consecutive matches by 3+ goals#AVLMUN pic.twitter.com/wmnKSsRfQg— Premier League (@premierleague) July 9, 2020 Solskjær virðist loks hafa fundið réttu blönduna. Þeir félagar Bruno Fernandes og Paul Pogba smella eins og flís við rass á miðju liðsins. Þá virðist Mason Greenwood ekki geta reimað á sig takkaskó án þess að lúðra inn allavega einu. Á meðan mörg lið hafa átt erfitt uppdráttar eftir að enska deildin fór aftur af stað eftir Covid-pásuna þá hafa leikmenn United farið mikinn. Eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham Hotspur á útivelli í fyrsta leik eftir fríið – ef frí skyldi kalla – þá hafa flóðgáttirnar opnast hjá leikmönnum liðsins. Sheffield United mætti á Old Trafford og mátti þola 3-0 tap þökk sé þrennu Anthony Martial. Lærisveinar Ole heimsóttu svo Brighton & Hove Albion og aftur unnu þeir 3-0. Greenwood kom United yfir eftir rúmar fimmtán mínútur og Bruno bætti við tveimur áður en leiknum var lokið. Eddie Howe og hans menn í Bournemouth heimsóttu síðan Old Trafford. Gestirnir komust óvænt yfir en United svaraði með fimm mörkum áður en klukkutími var liðinn af leiknum. Greenwood skoraði tvívegis og þeir Marcus Rashford, Martial og Bruno skoruðu eitt hver. Bournemouth skoraði þar á milli svo United vann 5-2 sigur. Í gær var Aston Villa lagt af velli og metið því komið í hús. Ef horft er í þá leiki sem Manchester United á eftir í deildinni þá kæmi lítið á óvart ef liðið myndi halda áfram að raða inn mörkum. Man Utd mætir Southampton þann 13. júlí, Crystal Palace þann 16. júlí, West Ham United þann 22. júlí og svo Leicester City þann 26. júlí. Gæti farið svo að lokaleikurinn verði einfaldlega upp á 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira