Manchester United setti met með sigrinum í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 14:30 Pogba skoraði þriðja mark Man Utd í gær sem sá til þess að þeir settu metið. Shaun Botterill/Getty Images Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær heimsóttu Villa Park í gær og mættu þar heimamönnum í Aston Villa í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United vann leikinn þægilega 3-0 og setti met í leiðinni. Mörkin skoruðu þeir Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Paul Pogba. Var þetta fjórði leikurinn í röð þar sem Man Utd vinnur með þremur mörkum eða meira. Ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hefur leikið það eftir frá því deildin var sett á laggirnar. Man Utd become the first team in #PL history to win 4 consecutive matches by 3+ goals#AVLMUN pic.twitter.com/wmnKSsRfQg— Premier League (@premierleague) July 9, 2020 Solskjær virðist loks hafa fundið réttu blönduna. Þeir félagar Bruno Fernandes og Paul Pogba smella eins og flís við rass á miðju liðsins. Þá virðist Mason Greenwood ekki geta reimað á sig takkaskó án þess að lúðra inn allavega einu. Á meðan mörg lið hafa átt erfitt uppdráttar eftir að enska deildin fór aftur af stað eftir Covid-pásuna þá hafa leikmenn United farið mikinn. Eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham Hotspur á útivelli í fyrsta leik eftir fríið – ef frí skyldi kalla – þá hafa flóðgáttirnar opnast hjá leikmönnum liðsins. Sheffield United mætti á Old Trafford og mátti þola 3-0 tap þökk sé þrennu Anthony Martial. Lærisveinar Ole heimsóttu svo Brighton & Hove Albion og aftur unnu þeir 3-0. Greenwood kom United yfir eftir rúmar fimmtán mínútur og Bruno bætti við tveimur áður en leiknum var lokið. Eddie Howe og hans menn í Bournemouth heimsóttu síðan Old Trafford. Gestirnir komust óvænt yfir en United svaraði með fimm mörkum áður en klukkutími var liðinn af leiknum. Greenwood skoraði tvívegis og þeir Marcus Rashford, Martial og Bruno skoruðu eitt hver. Bournemouth skoraði þar á milli svo United vann 5-2 sigur. Í gær var Aston Villa lagt af velli og metið því komið í hús. Ef horft er í þá leiki sem Manchester United á eftir í deildinni þá kæmi lítið á óvart ef liðið myndi halda áfram að raða inn mörkum. Man Utd mætir Southampton þann 13. júlí, Crystal Palace þann 16. júlí, West Ham United þann 22. júlí og svo Leicester City þann 26. júlí. Gæti farið svo að lokaleikurinn verði einfaldlega upp á 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær heimsóttu Villa Park í gær og mættu þar heimamönnum í Aston Villa í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United vann leikinn þægilega 3-0 og setti met í leiðinni. Mörkin skoruðu þeir Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Paul Pogba. Var þetta fjórði leikurinn í röð þar sem Man Utd vinnur með þremur mörkum eða meira. Ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hefur leikið það eftir frá því deildin var sett á laggirnar. Man Utd become the first team in #PL history to win 4 consecutive matches by 3+ goals#AVLMUN pic.twitter.com/wmnKSsRfQg— Premier League (@premierleague) July 9, 2020 Solskjær virðist loks hafa fundið réttu blönduna. Þeir félagar Bruno Fernandes og Paul Pogba smella eins og flís við rass á miðju liðsins. Þá virðist Mason Greenwood ekki geta reimað á sig takkaskó án þess að lúðra inn allavega einu. Á meðan mörg lið hafa átt erfitt uppdráttar eftir að enska deildin fór aftur af stað eftir Covid-pásuna þá hafa leikmenn United farið mikinn. Eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham Hotspur á útivelli í fyrsta leik eftir fríið – ef frí skyldi kalla – þá hafa flóðgáttirnar opnast hjá leikmönnum liðsins. Sheffield United mætti á Old Trafford og mátti þola 3-0 tap þökk sé þrennu Anthony Martial. Lærisveinar Ole heimsóttu svo Brighton & Hove Albion og aftur unnu þeir 3-0. Greenwood kom United yfir eftir rúmar fimmtán mínútur og Bruno bætti við tveimur áður en leiknum var lokið. Eddie Howe og hans menn í Bournemouth heimsóttu síðan Old Trafford. Gestirnir komust óvænt yfir en United svaraði með fimm mörkum áður en klukkutími var liðinn af leiknum. Greenwood skoraði tvívegis og þeir Marcus Rashford, Martial og Bruno skoruðu eitt hver. Bournemouth skoraði þar á milli svo United vann 5-2 sigur. Í gær var Aston Villa lagt af velli og metið því komið í hús. Ef horft er í þá leiki sem Manchester United á eftir í deildinni þá kæmi lítið á óvart ef liðið myndi halda áfram að raða inn mörkum. Man Utd mætir Southampton þann 13. júlí, Crystal Palace þann 16. júlí, West Ham United þann 22. júlí og svo Leicester City þann 26. júlí. Gæti farið svo að lokaleikurinn verði einfaldlega upp á 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira