Enski boltinn

Viðsnúningur hjá Leeds sem fer á­fram

Valur Páll Eiríksson skrifar
Leedsarar gátu fagnað í dag.
Leedsarar gátu fagnað í dag. Marc Atkins/Getty Images

Leeds United komst í dag áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 3-1 sigur á Derby County á Pride Park.

Leikurinn fór fram í hádeginu og Derby, sem leikur í B-deildinni, kom nokkuð frískt til leiks. Liðið komst yfir eftir 36 mínútna leik þegar Ben Brereton-Díaz, Bretinn sem leikur fyrir síleska landsliðið, kom boltanum í netið.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Derby en Daniel Farke fór vel yfir málin með sínum mönnum í Leeds í hléinu. Liðið mætti öflugt til leiks og Ítalinn Wilfried Gnonto þrykkti boltanum í markið eftir laglegt spil til að jafna leikinn á 55. mínútu.

Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Japaninn Ao Tanaka annað mark Leeds og undir lok leiks innsiglaði James Justin 3-1 sigur Leeds eftir stórkostlega utanfótarsendingu Lukas Nmecha.

Leeds er því komið í fjórðu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×