Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2020 19:20 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna á þessu ári vegna þess að farþegaskip eru nánast alveg hætt að koma til Íslands. Bókanir fyrir næsta ár líta vel út en það er þó sýnd veiði en ekki gefin. Ævintýraleg fjölgun hefur verið á komum farþegaskipa til Faxaflóahafna á undanförnum árum. En nú er sagan önnur. Það er nánast ekkert um að vera í þeim efnum við Sunahöfn. Aðeins eitt farþegaskip hefur komið til Faxaflóahafna í sumar og von er á öðru á laugardag. Gunnar Tryggvason aðstoðar hafnarstjóri Faxaflóahafna segir aðí fyrra hafi 190 farþegaskip komið til Faxaflóahafna meðvel rúmlega tvö hundruðþúsund farþega. Frá síðasta vori og fram á næsta haust hafi verið búist viðtæplega tvö hundruð skipum. Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir tekjur hafnanna af farþegaskipum verða um 15 prósent af heildartekjum þeirra.Vísir/Frikki „Það er bara eitt af þeim komið og núna eigum við von á næsta á laugardaginn," segir Gunnar. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað mörg skip eiga eftir að koma það sem eftir lifir sumars og fram á haust? "Nei. Við gerum ráðfyrir að þaðverði bara örfáskip í viðbót. Það eru þessi leiðangursskip svo kölluð. Litlu skipin sem koma þá með farþegana í gegnum Keflavíkurflugvöll og fara um borð hér,“ segir Gunnar. Erfitt sé að spá fyrir um fjölda skipa framundan því þau afbóki yfirleitt komu sína með skömmum fyrirvara. Heildartekjur Faxaflóahafna eru um 4,2 milljarðar króna og þar af voru tekjurnar af farþegaskipunum tæp fimmtán prósent. Rúmlega tvöhundruð þúsund farþegar komu með 190 farþegaskipum til Faxaflóahafna í fyrra. Á þessu ári hefur aðeins eitt skip komið.Vísir/Vilhelm „Það eru um sexhundruð milljónir sem við verðum af. Við spörum auðvitað einhvern kostnað á móti. En þetta er framlegðarhár bransi og þar af leiðandi erum við að tapa stórum hluta af þessum peningum,“ segir Gunnar. Svipaða sögu er að segja frá höfnum á Akureyri og Ísafirði. Farþegaflutningar með Norrænu til Seyðisfjarðar eru hins vegar að taka við sér og komu 750 manns með ferjunni þangað í dag. Þrátt fyrir þetta bakslag verður ekki horfið frá fjárfrekum áætlunum um rafvæðingu Faxaflóahafna til aðdraga úr mengun. „Annars vegar er fyrsti fasinn í tengingu gámaskipa. Hann er á fullu og vonandi verður hann tilbúinn fyrir vorið. En varðandi fyrsta skemmtiferðaskipið erum viðað tala um 2022 eða 2023,“segir Gunnar Tryggvason. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna á þessu ári vegna þess að farþegaskip eru nánast alveg hætt að koma til Íslands. Bókanir fyrir næsta ár líta vel út en það er þó sýnd veiði en ekki gefin. Ævintýraleg fjölgun hefur verið á komum farþegaskipa til Faxaflóahafna á undanförnum árum. En nú er sagan önnur. Það er nánast ekkert um að vera í þeim efnum við Sunahöfn. Aðeins eitt farþegaskip hefur komið til Faxaflóahafna í sumar og von er á öðru á laugardag. Gunnar Tryggvason aðstoðar hafnarstjóri Faxaflóahafna segir aðí fyrra hafi 190 farþegaskip komið til Faxaflóahafna meðvel rúmlega tvö hundruðþúsund farþega. Frá síðasta vori og fram á næsta haust hafi verið búist viðtæplega tvö hundruð skipum. Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir tekjur hafnanna af farþegaskipum verða um 15 prósent af heildartekjum þeirra.Vísir/Frikki „Það er bara eitt af þeim komið og núna eigum við von á næsta á laugardaginn," segir Gunnar. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað mörg skip eiga eftir að koma það sem eftir lifir sumars og fram á haust? "Nei. Við gerum ráðfyrir að þaðverði bara örfáskip í viðbót. Það eru þessi leiðangursskip svo kölluð. Litlu skipin sem koma þá með farþegana í gegnum Keflavíkurflugvöll og fara um borð hér,“ segir Gunnar. Erfitt sé að spá fyrir um fjölda skipa framundan því þau afbóki yfirleitt komu sína með skömmum fyrirvara. Heildartekjur Faxaflóahafna eru um 4,2 milljarðar króna og þar af voru tekjurnar af farþegaskipunum tæp fimmtán prósent. Rúmlega tvöhundruð þúsund farþegar komu með 190 farþegaskipum til Faxaflóahafna í fyrra. Á þessu ári hefur aðeins eitt skip komið.Vísir/Vilhelm „Það eru um sexhundruð milljónir sem við verðum af. Við spörum auðvitað einhvern kostnað á móti. En þetta er framlegðarhár bransi og þar af leiðandi erum við að tapa stórum hluta af þessum peningum,“ segir Gunnar. Svipaða sögu er að segja frá höfnum á Akureyri og Ísafirði. Farþegaflutningar með Norrænu til Seyðisfjarðar eru hins vegar að taka við sér og komu 750 manns með ferjunni þangað í dag. Þrátt fyrir þetta bakslag verður ekki horfið frá fjárfrekum áætlunum um rafvæðingu Faxaflóahafna til aðdraga úr mengun. „Annars vegar er fyrsti fasinn í tengingu gámaskipa. Hann er á fullu og vonandi verður hann tilbúinn fyrir vorið. En varðandi fyrsta skemmtiferðaskipið erum viðað tala um 2022 eða 2023,“segir Gunnar Tryggvason.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira