Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 21:39 Óbreyttir borgarar liðu þjáningar þegar stjórnarher Sýrlands sótti fram gegn síðasta vígi íslamskra uppreisnarmanna í Idlib í fyrra. Stjórnarherinn var studdur rússneskum herflugvélum. Vísir/EPA Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda. Hundruð óbreyttra borgara féllu í bardaganum í Idlib áður en vopnahléi var komið á í mars. Um ein milljón manna hraktist á flótta og þurftu margir að hafast við í yfirfullum tjaldbúðum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að almennir borgarar hafi mátt lýða „óskiljanlegar þjáningar“ þegar stjórnarherinn lét til skarar skríða gegn íslamistum síðla árs í fyrra. Í skýrslu þeirra er greint frá 52 árásum sem leiddu til mannfalls óbreyttra borgara og borgaralegra bygginga, þar á meðal 47 á vegum stjórnarhersins. Sýrlenski herinn og rússneskir bandamenn þeirra hafi staðið fyrir loftárásum sem gereyddu byggingum hröktu fólk á flótta frá bæjum og þorpum og drápu hundruð sýrlenskra kvenna, karla og barna. Sjúkrahús, skólar, markaðir og íbúðarhús voru gerð að rústum í loft-og sprengjukúluárásum sem SÞ lýsir sem stríðsglæpum. Slíkar árásir á bæina Maarat al-Numan, Ariha, Atareb og Darat Izza hafi fyrirsjáanlega leitt til þess að fjöldi fólks neyddist til að flýja. Það telja skýrsluhöfundar hafa verið nauðgunarflutninga og morð sem teljist glæpir gegn mannkyninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök íslamista sem stjórnarherinn barðist við eru einnig sökuð um að handtaka fólk, pynta það og taka af lífi fyrir að andæfa þeim. Þá eru liðsmenn samtakanna sagðir hafa farið ránshendi um heimili óbreyttra borgara og að láta sprengjum rigna á íbúðarhverfi á yfirráðasvæði stjórnvalda án annars hernaðarlegs markmiðs en að vekja ótta á meðal óbreyttra borgara. Alls hafa nú fleiri en 380.000 manns fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi sem hófst árið 2011. Stríðið hefur ennfremur hrakið 13,2 milljónum manna á flótta, um helmingi þjóðarinnar fyrir stríðið. Sýrland Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15 Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda. Hundruð óbreyttra borgara féllu í bardaganum í Idlib áður en vopnahléi var komið á í mars. Um ein milljón manna hraktist á flótta og þurftu margir að hafast við í yfirfullum tjaldbúðum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að almennir borgarar hafi mátt lýða „óskiljanlegar þjáningar“ þegar stjórnarherinn lét til skarar skríða gegn íslamistum síðla árs í fyrra. Í skýrslu þeirra er greint frá 52 árásum sem leiddu til mannfalls óbreyttra borgara og borgaralegra bygginga, þar á meðal 47 á vegum stjórnarhersins. Sýrlenski herinn og rússneskir bandamenn þeirra hafi staðið fyrir loftárásum sem gereyddu byggingum hröktu fólk á flótta frá bæjum og þorpum og drápu hundruð sýrlenskra kvenna, karla og barna. Sjúkrahús, skólar, markaðir og íbúðarhús voru gerð að rústum í loft-og sprengjukúluárásum sem SÞ lýsir sem stríðsglæpum. Slíkar árásir á bæina Maarat al-Numan, Ariha, Atareb og Darat Izza hafi fyrirsjáanlega leitt til þess að fjöldi fólks neyddist til að flýja. Það telja skýrsluhöfundar hafa verið nauðgunarflutninga og morð sem teljist glæpir gegn mannkyninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök íslamista sem stjórnarherinn barðist við eru einnig sökuð um að handtaka fólk, pynta það og taka af lífi fyrir að andæfa þeim. Þá eru liðsmenn samtakanna sagðir hafa farið ránshendi um heimili óbreyttra borgara og að láta sprengjum rigna á íbúðarhverfi á yfirráðasvæði stjórnvalda án annars hernaðarlegs markmiðs en að vekja ótta á meðal óbreyttra borgara. Alls hafa nú fleiri en 380.000 manns fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi sem hófst árið 2011. Stríðið hefur ennfremur hrakið 13,2 milljónum manna á flótta, um helmingi þjóðarinnar fyrir stríðið.
Sýrland Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15 Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum. Ástandið í norðvesturhluta landsins hefur aldrei verið verra en einmitt nú samkvæmt skýrslu Save the Children. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum. 6. mars 2020 13:15
Vopnahlé tekið gildi í Idlib Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. 6. mars 2020 07:08