Telja rauðu spjöldin ekki hafa átt rétt á sér | Sölvi Geir biðst afsökunar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 14:50 Sölvi Geir hefur beðist afsökunar á framferði sínu eftir að hann fékk rautt spjald gegn KR um helgina. Vísir/Bára Knattspyrnudeild Víkings gaf frá sér yfirlýsingu varðandi rauðu spjöldin sem liðið fékk í 2-0 tapi gegn KR í Pepsi Max deildinni um helgina. Þar furðar félagið sig á framgöngu dómara leiksins og telur það að öll rauðu spjöldin sem fóru á loft hafi ekki átt rétt á sér. Einnig kemur fram að félagið harmi framgöngu Sölva Geirs Ottesen, fyrirliða liðsins, eftir að hann fékk að lýta rauða spjaldið. Sölvi sjálfur tekur undir það og hefur beðist afsökunar. Báðar yfirlýsingar má finna hér að neðan í fréttinni. Í leiknum mættust ríkjandi Íslandsmeistarar KR og bikarmeistarar Víkings. Fyrir leikinn höfðu KR unnið þrjá leiki í röð gegn Víkingum, alla 1-0. Eina breytingin um helgina var sú að KR vann 2-0 og markaþurrð Víkinga gegn Íslandsmeisturunum heldur áfram. Víkingar fengu hins vegar þrjú rauð spjöld í leiknum sem segja má að hafa breytt gangi leiksins. Á 27. mínútu leiksins fékk Kári Árnason rautt spjald fyrir - að því virtist - að toga í Kristján Flóka Finnbogason, framherja KR, sem var við það að sleppa í gegn. Kristján Flóki hefur viðurkennt að hann fór full auðveldlega niður í atvikinu. Sjá einnig: Ósáttur Kári: Dómararnir eyðilögðu leikinn Það var svo á 77. mínútu sem Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald fyrir að slá Stefán Árna Geirsson í andlitið, að mati dómara leiksins allavega. Sölva Geir var augljóslega ýtt af Pablo Punyed sem leiddi til þess að Sölvi fór með hendina í andlitið á Stefáni. Eftir atvikið átti Sölvi svo í orðaskaki við fjórða dómara leiksins áður en hann gekk til búningsklefa. Hefur Sölvi nú beðist afsökunar á þeim orðum sem hann lét falla. Þá fékk Halldór Smári Sigurðsson rautt spjald fyrir harða tæklingu á Kennie Chopart en Halldór Smári fór fyrst í boltann áður en hann lenti á bakverðinum sem þurfti að yfirgefa völlinn eftir tæklinguna. Yfirlýsing knattspyrnudeildar Víkings Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir furðu sinni með framgöngu dómara í leik KR og Víkings á laugardag og skorar á dómaranefnd KSÍ að fara rækilega yfir málin. Að sama skapi teljum við framkomu Sölva Geirs Ottesen í kjölfar rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum óásættanlega. Það er ljóst að félagið verður án þriggja sterkra leikmanna á miðvikudag í leiknum gegn Val þar sem allir leikmennirnir eru á leið í leikbann. Það er skoðun okkar að dómarinn hafi gert mistök þegar hann lyfti rauða spjaldinu í öllum tilfellum. Mistök sem geta reynst félaginu ákaflega dýr. Yfirlýsing Sölva Geirs “Ég harma framgöngu mína eftir að hafa fengið brottvísun í leik KR og Víkings sl. laugardagskvöld. Í hita leiksins snarreiddist ég þar sem ég taldi mig órétti beittan eftir að leikmaður KR ýtti mér svo ég féll á annan leikmann liðsins. Dómari leiksins mat það sem viljaverk að vinstri handleggur minn hafi lent í anditi leikmanns KR sem lá á vellinum. Ég átti hins vegar ekkert sökótt við leikmanninn, ásetningurinn var enginn og ég var aðeins að reyna að verjast falli. Þrátt fyrir öll málsatvik á leikmaður með mína reynslu, og fyrirliði Víkings, hins vegar að vita betur og viðbrögð mín í hita leiksins voru mér, liðsfélögum og Knattspyrnufélagi Víking ekki til sóma”. Víkingar verða þar með án sinna reynslumestu manna er liðið mætir Val á miðvikudaginn en sá leikur er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Þá er óvíst hver verður í miðverði liðsins en Tómas Guðmundsson er eini miðvörðurinn sem er ekki í leikbanni gegn Val. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eftirminnilegur tímamótaleikur hjá Kára Leikur KR og Víkings í Pepsi Max deildinni um helgina var merkilegur fyrir margar sakir. Leikurinn markaði tímamót á ferli Kára Árnasonar. 6. júlí 2020 13:30 Máni um Kristján Flóka: „Hægt að hrósa honum og skamma hann“ Þorkell Máni Pétursson, sparkspekingur, var ósáttur með Kristján Flóka Finnbogason, framherja KR, í rauða spjaldinu sem Kári Árnason fékk í leik KR og Víkinga í gær. 5. júlí 2020 09:15 Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12 Ósáttur Kári: Dómararnir eyðilögðu leikinn Kári Árnason, varnarmaður Víkings, er harðorður í samtali við Fótbolti.net um rauðu spjöldin sem bikarmeistararnir fengu í meistaraslagnum gegn KR um helgina. 6. júlí 2020 14:11 Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Knattspyrnudeild Víkings gaf frá sér yfirlýsingu varðandi rauðu spjöldin sem liðið fékk í 2-0 tapi gegn KR í Pepsi Max deildinni um helgina. Þar furðar félagið sig á framgöngu dómara leiksins og telur það að öll rauðu spjöldin sem fóru á loft hafi ekki átt rétt á sér. Einnig kemur fram að félagið harmi framgöngu Sölva Geirs Ottesen, fyrirliða liðsins, eftir að hann fékk að lýta rauða spjaldið. Sölvi sjálfur tekur undir það og hefur beðist afsökunar. Báðar yfirlýsingar má finna hér að neðan í fréttinni. Í leiknum mættust ríkjandi Íslandsmeistarar KR og bikarmeistarar Víkings. Fyrir leikinn höfðu KR unnið þrjá leiki í röð gegn Víkingum, alla 1-0. Eina breytingin um helgina var sú að KR vann 2-0 og markaþurrð Víkinga gegn Íslandsmeisturunum heldur áfram. Víkingar fengu hins vegar þrjú rauð spjöld í leiknum sem segja má að hafa breytt gangi leiksins. Á 27. mínútu leiksins fékk Kári Árnason rautt spjald fyrir - að því virtist - að toga í Kristján Flóka Finnbogason, framherja KR, sem var við það að sleppa í gegn. Kristján Flóki hefur viðurkennt að hann fór full auðveldlega niður í atvikinu. Sjá einnig: Ósáttur Kári: Dómararnir eyðilögðu leikinn Það var svo á 77. mínútu sem Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald fyrir að slá Stefán Árna Geirsson í andlitið, að mati dómara leiksins allavega. Sölva Geir var augljóslega ýtt af Pablo Punyed sem leiddi til þess að Sölvi fór með hendina í andlitið á Stefáni. Eftir atvikið átti Sölvi svo í orðaskaki við fjórða dómara leiksins áður en hann gekk til búningsklefa. Hefur Sölvi nú beðist afsökunar á þeim orðum sem hann lét falla. Þá fékk Halldór Smári Sigurðsson rautt spjald fyrir harða tæklingu á Kennie Chopart en Halldór Smári fór fyrst í boltann áður en hann lenti á bakverðinum sem þurfti að yfirgefa völlinn eftir tæklinguna. Yfirlýsing knattspyrnudeildar Víkings Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir furðu sinni með framgöngu dómara í leik KR og Víkings á laugardag og skorar á dómaranefnd KSÍ að fara rækilega yfir málin. Að sama skapi teljum við framkomu Sölva Geirs Ottesen í kjölfar rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum óásættanlega. Það er ljóst að félagið verður án þriggja sterkra leikmanna á miðvikudag í leiknum gegn Val þar sem allir leikmennirnir eru á leið í leikbann. Það er skoðun okkar að dómarinn hafi gert mistök þegar hann lyfti rauða spjaldinu í öllum tilfellum. Mistök sem geta reynst félaginu ákaflega dýr. Yfirlýsing Sölva Geirs “Ég harma framgöngu mína eftir að hafa fengið brottvísun í leik KR og Víkings sl. laugardagskvöld. Í hita leiksins snarreiddist ég þar sem ég taldi mig órétti beittan eftir að leikmaður KR ýtti mér svo ég féll á annan leikmann liðsins. Dómari leiksins mat það sem viljaverk að vinstri handleggur minn hafi lent í anditi leikmanns KR sem lá á vellinum. Ég átti hins vegar ekkert sökótt við leikmanninn, ásetningurinn var enginn og ég var aðeins að reyna að verjast falli. Þrátt fyrir öll málsatvik á leikmaður með mína reynslu, og fyrirliði Víkings, hins vegar að vita betur og viðbrögð mín í hita leiksins voru mér, liðsfélögum og Knattspyrnufélagi Víking ekki til sóma”. Víkingar verða þar með án sinna reynslumestu manna er liðið mætir Val á miðvikudaginn en sá leikur er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Þá er óvíst hver verður í miðverði liðsins en Tómas Guðmundsson er eini miðvörðurinn sem er ekki í leikbanni gegn Val.
Yfirlýsing knattspyrnudeildar Víkings Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir furðu sinni með framgöngu dómara í leik KR og Víkings á laugardag og skorar á dómaranefnd KSÍ að fara rækilega yfir málin. Að sama skapi teljum við framkomu Sölva Geirs Ottesen í kjölfar rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum óásættanlega. Það er ljóst að félagið verður án þriggja sterkra leikmanna á miðvikudag í leiknum gegn Val þar sem allir leikmennirnir eru á leið í leikbann. Það er skoðun okkar að dómarinn hafi gert mistök þegar hann lyfti rauða spjaldinu í öllum tilfellum. Mistök sem geta reynst félaginu ákaflega dýr.
Yfirlýsing Sölva Geirs “Ég harma framgöngu mína eftir að hafa fengið brottvísun í leik KR og Víkings sl. laugardagskvöld. Í hita leiksins snarreiddist ég þar sem ég taldi mig órétti beittan eftir að leikmaður KR ýtti mér svo ég féll á annan leikmann liðsins. Dómari leiksins mat það sem viljaverk að vinstri handleggur minn hafi lent í anditi leikmanns KR sem lá á vellinum. Ég átti hins vegar ekkert sökótt við leikmanninn, ásetningurinn var enginn og ég var aðeins að reyna að verjast falli. Þrátt fyrir öll málsatvik á leikmaður með mína reynslu, og fyrirliði Víkings, hins vegar að vita betur og viðbrögð mín í hita leiksins voru mér, liðsfélögum og Knattspyrnufélagi Víking ekki til sóma”.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eftirminnilegur tímamótaleikur hjá Kára Leikur KR og Víkings í Pepsi Max deildinni um helgina var merkilegur fyrir margar sakir. Leikurinn markaði tímamót á ferli Kára Árnasonar. 6. júlí 2020 13:30 Máni um Kristján Flóka: „Hægt að hrósa honum og skamma hann“ Þorkell Máni Pétursson, sparkspekingur, var ósáttur með Kristján Flóka Finnbogason, framherja KR, í rauða spjaldinu sem Kári Árnason fékk í leik KR og Víkinga í gær. 5. júlí 2020 09:15 Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12 Ósáttur Kári: Dómararnir eyðilögðu leikinn Kári Árnason, varnarmaður Víkings, er harðorður í samtali við Fótbolti.net um rauðu spjöldin sem bikarmeistararnir fengu í meistaraslagnum gegn KR um helgina. 6. júlí 2020 14:11 Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Eftirminnilegur tímamótaleikur hjá Kára Leikur KR og Víkings í Pepsi Max deildinni um helgina var merkilegur fyrir margar sakir. Leikurinn markaði tímamót á ferli Kára Árnasonar. 6. júlí 2020 13:30
Máni um Kristján Flóka: „Hægt að hrósa honum og skamma hann“ Þorkell Máni Pétursson, sparkspekingur, var ósáttur með Kristján Flóka Finnbogason, framherja KR, í rauða spjaldinu sem Kári Árnason fékk í leik KR og Víkinga í gær. 5. júlí 2020 09:15
Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12
Ósáttur Kári: Dómararnir eyðilögðu leikinn Kári Árnason, varnarmaður Víkings, er harðorður í samtali við Fótbolti.net um rauðu spjöldin sem bikarmeistararnir fengu í meistaraslagnum gegn KR um helgina. 6. júlí 2020 14:11
Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54