Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 13:48 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingum Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum. Vísir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar lýsti yfir mikilli tortryggni vegna ferlisins í kring um söluna í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag. „Hér [er] um að ræða opið söluferli þar sem auglýst var eftir tilboðum í hlutinn í dagblöðum. Ákvörðun um að fara þessa vegferð og kanna möguleika á sölu var tekin af bæjarráði í apríl og ljóst að afstaða til tilboða verður tekin á sama vettvangi þegar þau liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Rósu. Meirihluti bæjarstjórnar hafði hafið undirbúning á sölu hlutar Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferli á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en bæjarráð samþykkti sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. „Þegar samþykkt bæjarráðs lá fyrir um að fara í söluferli var gengið frá ráðningu ráðgjafa vegna sölunnar. Ráðningar ráðgjafa hafa almennt ekki verið á dagskrá bæjarráðs Hafnarfjarðar, jafnvel í margfalt umfangsmeiri viðskiptum en hér um ræðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ sagði Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Engin leynd hefur verið um að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka var ráðin til verkefnisins enda vandséð hvers vegna það ætti að fara leynt,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni frá Rósu. Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar lýsti yfir mikilli tortryggni vegna ferlisins í kring um söluna í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag. „Hér [er] um að ræða opið söluferli þar sem auglýst var eftir tilboðum í hlutinn í dagblöðum. Ákvörðun um að fara þessa vegferð og kanna möguleika á sölu var tekin af bæjarráði í apríl og ljóst að afstaða til tilboða verður tekin á sama vettvangi þegar þau liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Rósu. Meirihluti bæjarstjórnar hafði hafið undirbúning á sölu hlutar Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferli á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en bæjarráð samþykkti sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. „Þegar samþykkt bæjarráðs lá fyrir um að fara í söluferli var gengið frá ráðningu ráðgjafa vegna sölunnar. Ráðningar ráðgjafa hafa almennt ekki verið á dagskrá bæjarráðs Hafnarfjarðar, jafnvel í margfalt umfangsmeiri viðskiptum en hér um ræðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ sagði Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Engin leynd hefur verið um að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka var ráðin til verkefnisins enda vandséð hvers vegna það ætti að fara leynt,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni frá Rósu.
Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04
Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28