Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 10:43 Frá Þórshöfn í Færeyjum Vísir/EPA Bjarni á Steig, yfirlæknir og ráðgjafi hjá heilbrigðisráðuneyti Færeyja, hefur engar áhyggjur af stöðunni þar í landi eftir að fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist við sýnatöku á landamærunum um helgina. Landlæknirinn Lars Fodgaard Møller segist einnig vera rólegur en minnir þó á að stríðið gegn veirunni sé ekki búið. Þetta kemur fram í viðtali Kringvarpsins við Bjarna og Lars um smitið sem greindist um helgina. Um var að ræða fyrsta jákvæða sýnið í Færeyjum frá 22. apríl en viðkomandi fékk jákvæða niðurstöðu eftir skimun á flugvellinum í Vágum. Líkt og greint var frá í færeyskum miðlum í gær er gengið út frá því að um gamalt smit sé að ræða. Niðurstöður úr mótefnamælingu ættu að liggja fyrir í dag en þangað til það er ljóst verður ekki ráðist í frekari smitrakningu. Bjarni á Steig segir ólíklegt að smitið sé nýtt, og þó að svo væri sé ólíklegt að ferðalangurinn hafi smitað aðra um borð í flugvélinni eða á flugvellinum. Alls hafa 188 greinst með kórónuveiruna í Færeyjum frá því að faraldurinn hófst en greint var frá fyrsta smitinu þann 4. mars. Um var að ræða Þórshafnarbúa sem smitaðist að öllum líkindum í Frakklandi, en sá ákvað að fara í sýnatöku eftir að einstaklingar sem hann fundaði með í París greindust með veiruna. Nokkuð vel hefur gengið að ná tökum á útbreiðslunni á eyjunum og er til að mynda enginn í sóttkví eins og er. Enginn liggur á sjúkrahúsi og aðeins einn er í einangrun. 16.336 sýni hafa verið tekin í Færeyjum hafa því 31,1 prósent íbúa farið í sýnatöku. Þá hafa allir náð bata sem hafa greinst með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03 Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04 Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Bjarni á Steig, yfirlæknir og ráðgjafi hjá heilbrigðisráðuneyti Færeyja, hefur engar áhyggjur af stöðunni þar í landi eftir að fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist við sýnatöku á landamærunum um helgina. Landlæknirinn Lars Fodgaard Møller segist einnig vera rólegur en minnir þó á að stríðið gegn veirunni sé ekki búið. Þetta kemur fram í viðtali Kringvarpsins við Bjarna og Lars um smitið sem greindist um helgina. Um var að ræða fyrsta jákvæða sýnið í Færeyjum frá 22. apríl en viðkomandi fékk jákvæða niðurstöðu eftir skimun á flugvellinum í Vágum. Líkt og greint var frá í færeyskum miðlum í gær er gengið út frá því að um gamalt smit sé að ræða. Niðurstöður úr mótefnamælingu ættu að liggja fyrir í dag en þangað til það er ljóst verður ekki ráðist í frekari smitrakningu. Bjarni á Steig segir ólíklegt að smitið sé nýtt, og þó að svo væri sé ólíklegt að ferðalangurinn hafi smitað aðra um borð í flugvélinni eða á flugvellinum. Alls hafa 188 greinst með kórónuveiruna í Færeyjum frá því að faraldurinn hófst en greint var frá fyrsta smitinu þann 4. mars. Um var að ræða Þórshafnarbúa sem smitaðist að öllum líkindum í Frakklandi, en sá ákvað að fara í sýnatöku eftir að einstaklingar sem hann fundaði með í París greindust með veiruna. Nokkuð vel hefur gengið að ná tökum á útbreiðslunni á eyjunum og er til að mynda enginn í sóttkví eins og er. Enginn liggur á sjúkrahúsi og aðeins einn er í einangrun. 16.336 sýni hafa verið tekin í Færeyjum hafa því 31,1 prósent íbúa farið í sýnatöku. Þá hafa allir náð bata sem hafa greinst með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03 Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04 Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03
Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04
Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00