Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 19:43 Viðbragðsaðilar huga að slösuðum mótmælenda eftir að ökumaður ók inn í hóp þeirra á hraðbraut við Seattle á aðfaranótt laugardags. AP/James Anderson Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. Atvikið átti sér stað á I-5 hraðbrautinni við Seattle á aðfaranótt laugardags. Þar hafði hópur safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og var hluta hraðbrautarinnar lokað vegna þess. Ökumaður hvítrar Jagúarbifreiðar ók bíl sínum fram hjá bifreiðum ríkislögreglunnar sem lokuðu veginum og keyrði inn í hóp mótmælendanna. Summer Taylor, 24 ára gömul, lést af sárum sem hún hlaut þegar bílnum var ekið á hana í gærkvöldi. Diaz Love, 32 ára, slasaðist einnig alvarlega og er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Ökuamður bifreiðarinnar, Dawit Kelete, flúði vettvangi en einn mótmælendanna elti hann á bíl og náði að stöðva för hans áður en lögreglumenn bar að sem handtóku Kelete. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi sakaður um líkamsárás með ökutæki. Samkvæmt dómskjölum var þungt yfir honum þegar hann var handtekinn og er hann sagður hafa spurt um líðan mótmælendanna. Hvorki liggur fyrir hvað Kelete gekk til né hvernig hann komst á hraðbrautina sem ríkislögreglan hafði lokað meira en klukkustund áður en hann ók inn í hópinn. Lögregluna grunar að Kelete hafi ekið gegn akstursstefnu upp frárein áður en hann ók fram hjá vegartálmum sem lokuðu hraðbrautinni. Umfangsmikil mótmæli hafa geisað í Seattle eftir dráp lögreglumanna á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í Minneapolis í maí. Mótmælendur hafa meðal annars lokað hraðbrautinni nítján daga í röð. Ríkislögreglan í Washington segir að mótmæli þar verði nú bönnuð og að mótmælendur sem safnast þar saman verði handteknir. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. Atvikið átti sér stað á I-5 hraðbrautinni við Seattle á aðfaranótt laugardags. Þar hafði hópur safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og var hluta hraðbrautarinnar lokað vegna þess. Ökumaður hvítrar Jagúarbifreiðar ók bíl sínum fram hjá bifreiðum ríkislögreglunnar sem lokuðu veginum og keyrði inn í hóp mótmælendanna. Summer Taylor, 24 ára gömul, lést af sárum sem hún hlaut þegar bílnum var ekið á hana í gærkvöldi. Diaz Love, 32 ára, slasaðist einnig alvarlega og er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Ökuamður bifreiðarinnar, Dawit Kelete, flúði vettvangi en einn mótmælendanna elti hann á bíl og náði að stöðva för hans áður en lögreglumenn bar að sem handtóku Kelete. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi sakaður um líkamsárás með ökutæki. Samkvæmt dómskjölum var þungt yfir honum þegar hann var handtekinn og er hann sagður hafa spurt um líðan mótmælendanna. Hvorki liggur fyrir hvað Kelete gekk til né hvernig hann komst á hraðbrautina sem ríkislögreglan hafði lokað meira en klukkustund áður en hann ók inn í hópinn. Lögregluna grunar að Kelete hafi ekið gegn akstursstefnu upp frárein áður en hann ók fram hjá vegartálmum sem lokuðu hraðbrautinni. Umfangsmikil mótmæli hafa geisað í Seattle eftir dráp lögreglumanna á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í Minneapolis í maí. Mótmælendur hafa meðal annars lokað hraðbrautinni nítján daga í röð. Ríkislögreglan í Washington segir að mótmæli þar verði nú bönnuð og að mótmælendur sem safnast þar saman verði handteknir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira