„Ekki einungis fíklar sem neyta fíkniefna“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 14:30 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. VÍSIR/VILHELM Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir afglæpavæðingu fíkniefna en Helgi segir að sú staðreynd að ekki einungis fíklar neyti fíkniefna sé mögulega ákveðin fyrirstaða fyrir því að ganga alla leið í afglæpavæðingunni. „Það sem ég held að gæti verið ákveðin fyrirstaða fyrir því að menn gangi alla leið er að við virðumst núna vera sammála því að gera eitthvað fyrir fíkla. Það eru eiginlega allir sammála því að það eigi ekki að refsa fíklum fyrir sjúkdóm sinn en það eru ekki bara fíklar sem nota fíkniefni. Það er mikil afþreyingarneysla á fíkniefnum í okkar samfélagi og ég hef það á tilfinningunni að það séu margir á Alþingi, pólitísku baklandi og jafnvel út um allt land sem vilja ekki að einhverju leyti gera það refsilaust fyrir unga fólkið okkar að neyta fíkniefna. Að menn eigi erfitt með að kyngja því að fara að líta framhjá því. Ég veit það frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að þetta er ákveðin fyrirstaða þar fyrir því að ganga skrefið alla leið, að þá sé bara í lagi að neyta fíkniefna eins og hvert annað vímuefni,“ sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Helgi vísar í viðhorfsmælingar og segir að samkvæmt þeim hafi Íslendingar töluverðar áhyggjur af fíkniefnavandanum. „Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi þessari löggjöf eins og hún er hjá okkur í dag, en það sem ég hef séð á síðustu árum er að það er vaxandi stuðningur við nýjar leiðir eins og t.d. varðandi það að afnema refsingar fyrir vörslu og nýjasta mælingin, sem er frá því í fyrra, sýnir að það er þriðjungur þjóðarinnar sem vill sjá þessar breytingar. Ef við skoðum hverjir það eru þá eru það fyrst og fremst unga fólkið, meirihluti ungs fólks undir þrítugu vill ganga þetta skref sem þetta frumvarp gengur út á. Þannig að það er gerjun í þessum málaflokki og það er umræða og vaxandi stuðningur við að leita nýrra leiða,“ sagði Helgi. Sprengisandur Fíkn Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir afglæpavæðingu fíkniefna en Helgi segir að sú staðreynd að ekki einungis fíklar neyti fíkniefna sé mögulega ákveðin fyrirstaða fyrir því að ganga alla leið í afglæpavæðingunni. „Það sem ég held að gæti verið ákveðin fyrirstaða fyrir því að menn gangi alla leið er að við virðumst núna vera sammála því að gera eitthvað fyrir fíkla. Það eru eiginlega allir sammála því að það eigi ekki að refsa fíklum fyrir sjúkdóm sinn en það eru ekki bara fíklar sem nota fíkniefni. Það er mikil afþreyingarneysla á fíkniefnum í okkar samfélagi og ég hef það á tilfinningunni að það séu margir á Alþingi, pólitísku baklandi og jafnvel út um allt land sem vilja ekki að einhverju leyti gera það refsilaust fyrir unga fólkið okkar að neyta fíkniefna. Að menn eigi erfitt með að kyngja því að fara að líta framhjá því. Ég veit það frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að þetta er ákveðin fyrirstaða þar fyrir því að ganga skrefið alla leið, að þá sé bara í lagi að neyta fíkniefna eins og hvert annað vímuefni,“ sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Helgi vísar í viðhorfsmælingar og segir að samkvæmt þeim hafi Íslendingar töluverðar áhyggjur af fíkniefnavandanum. „Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi þessari löggjöf eins og hún er hjá okkur í dag, en það sem ég hef séð á síðustu árum er að það er vaxandi stuðningur við nýjar leiðir eins og t.d. varðandi það að afnema refsingar fyrir vörslu og nýjasta mælingin, sem er frá því í fyrra, sýnir að það er þriðjungur þjóðarinnar sem vill sjá þessar breytingar. Ef við skoðum hverjir það eru þá eru það fyrst og fremst unga fólkið, meirihluti ungs fólks undir þrítugu vill ganga þetta skref sem þetta frumvarp gengur út á. Þannig að það er gerjun í þessum málaflokki og það er umræða og vaxandi stuðningur við að leita nýrra leiða,“ sagði Helgi.
Sprengisandur Fíkn Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent