Innlent

Kviknaði í gróðri á Akureyri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Töluverður reykur myndaðist.
Töluverður reykur myndaðist. Mynd/Aðsend

Slökkvilið á Akureyri var kallað út rétt fyrir klukkan tvö í dag til þess að glíma við smávegis gróðureld sem kviknað hafði við fjölfarinn göngustíg í bænum.

Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd er svæðið umlukið gróðri og því brást slökkvilið fljótt við. Ekki var um mikinn eld að ræða en þó nokkur reykur myndaðist. Slökkviliðsmenn voru ekki lengi að kæfa eldinn.

Aðspurður um upptök eldsins sagði varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri að líklega hafi einhver verið að fikta með eld. Mikil veðurblíða hefur verið á Akureyri undanfarna daga og gróður því þurr.

Klippa: Gróðureldur á Akureyri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×