Vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum á stórum mannamótum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2020 12:30 Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Goslokahátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum og hefur hátíðin farið vel fram að sögn aðalvarðstjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. „Við höfum ekki heyrt af neinu sem hefur komið inn á okkar borð þaðan. Hátíðin var náttúrulega sniðin eftir vexti miðað við það sem er í gangi og við höfðum til fólks að það reyni að halda þesari smitgát og fylgja þeim leiðbeiningum sem skipuleggjendur hafa gefið varðandi fjölda á svæðinu og annað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Skipuleggjendur knattspyrnumóts N1 sem fram fer á Akureyri um helgina þurftu að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Skipuleggjendur höfðu samband við lögregluna því þeir voru varir við það að aðallega foreldrar voru ekki að fylgja leiðbeiningum og merkingum þessara hólfaskiptinga sem settar voru upp. Fólk var að fara á milli og fór ekki eftir skipulaginu. Lögreglan brást við með því að vera sýnilegri á svæðinu en auðvitað ætti þess ekki að þurfa. Það vita allir afhverju þessar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Rögnvaldur. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir vonbrigði að fólk fylgi ekki fyrirmælum. „Síðan eru það líka vonbrigði að þegar það er verið að leggja mikið á sig til að geta haldið svona mót og ráðstafanir gerðar - að fólk fari síðan ekki eftir leiðbeiningum vitandi hvaða hagsmunir eru í húfi. Vitandi líka að þetta getur orðið til þess að það sé ekki hægt að halda svona viðburði,“ sagði Rögnvaldur. Hann tekur undir með forstöðumanni á Landspítalanum sem kom fram í kvöldfréttum í gær og sagði fólk orðið of værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. „Ég tek heilshugar undir það. Við upplifum þetta núna eins og margir haldi að nú sé þetta bara búið en það er það náttúrulega ekki það eru margar vikur eða mánuðir eftir og við þurfum að halda vöku okkar og vera eins dugleg og við vorum í vetur,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Akureyri Fótbolti Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Goslokahátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum og hefur hátíðin farið vel fram að sögn aðalvarðstjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. „Við höfum ekki heyrt af neinu sem hefur komið inn á okkar borð þaðan. Hátíðin var náttúrulega sniðin eftir vexti miðað við það sem er í gangi og við höfðum til fólks að það reyni að halda þesari smitgát og fylgja þeim leiðbeiningum sem skipuleggjendur hafa gefið varðandi fjölda á svæðinu og annað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Skipuleggjendur knattspyrnumóts N1 sem fram fer á Akureyri um helgina þurftu að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Skipuleggjendur höfðu samband við lögregluna því þeir voru varir við það að aðallega foreldrar voru ekki að fylgja leiðbeiningum og merkingum þessara hólfaskiptinga sem settar voru upp. Fólk var að fara á milli og fór ekki eftir skipulaginu. Lögreglan brást við með því að vera sýnilegri á svæðinu en auðvitað ætti þess ekki að þurfa. Það vita allir afhverju þessar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Rögnvaldur. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir vonbrigði að fólk fylgi ekki fyrirmælum. „Síðan eru það líka vonbrigði að þegar það er verið að leggja mikið á sig til að geta haldið svona mót og ráðstafanir gerðar - að fólk fari síðan ekki eftir leiðbeiningum vitandi hvaða hagsmunir eru í húfi. Vitandi líka að þetta getur orðið til þess að það sé ekki hægt að halda svona viðburði,“ sagði Rögnvaldur. Hann tekur undir með forstöðumanni á Landspítalanum sem kom fram í kvöldfréttum í gær og sagði fólk orðið of værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. „Ég tek heilshugar undir það. Við upplifum þetta núna eins og margir haldi að nú sé þetta bara búið en það er það náttúrulega ekki það eru margar vikur eða mánuðir eftir og við þurfum að halda vöku okkar og vera eins dugleg og við vorum í vetur,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Akureyri Fótbolti Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira