Virðast hafa náð að fylla skarð Margrétar Láru Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 16:15 Margrét Lára í faðmi samherja sinna á síðustu leiktíð. Vísir/Daniel Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, lagði skóna á hilluna frægu í vetur eftir magnaðan feril. Sóknarleikur Vals hefur þó ekki borið skaða af ef marka má Íslandsmótið til þessa. Í 180 leikjum hér á landi skoraði Margrét Lára 255 mörk. Þá skoraði hún 79 mörk í 124 leikjum fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnumaður til fjölda ára. Sumarið 2007 skoraði Margrét 38 mörk í aðeins 16 leikjum. Hún var vissulega ekki nálægt því á síðustu leiktíð en að því sögðu var hún aðeins einu marki frá markahæstu leikmönnum deildarinnar. Skoraði Margrét 15 mörk ásamt því að reynsla hennar hjálpaði Val að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan árið 2010. Það var því eðlilegt að halda að sóknarleikur Vals myndi aðeins hiksta í upphafi móts þar sem liðið væri enn að jafna sig á brotthvarfi Margrétar. Þó svo að Valur – og raunar deildin sjálf – sakni að sjálfsögðu leikmanns og persónu á borð við Margréti Láru þá hefur liðið hafið Íslandsmótið af gífurlegum krafti. Raunar svo miklum að Margrét – sem er einn af sérfræðingum Pepsi Max Markanna – velti því fyrir sér hvort Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, væri farinn að byrsta sig í búningsklefanum. Margrét Lára fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta sumar með systur sinni Elísu.Vísir/Daniel Svo virðist ekki vera en eins og áður sagði hefur liðið byrjað tímabilið af krafti og er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki – líkt og á síðustu leiktíð. Íslandsmeistararnir hófu titilvörn sína á heimavelli gegn erkifjendum sínum úr KR og unnu þær þægilegan 3-0 sigur. Ef til vill of þægilegan en í næsta leik þurftu þær að fara fyrir hlutunum gegn nýliðum Þróttar. Lokatölur í Laugardalnum 2-1 og í kjölfarið var valtað yfir Þór/KA á Hlíðarenda. Gestirnir sáu aldrei til sólar en leiknum lauk með 6-0 sigri Vals. Í kjölfarið vannst góður 3-1 sigur í Vestmannaeyjum. Eftir fjóra leiki er liðið því með fullt hús stiga og markatöluna 14-2. Á sama tíma í fyrra var liðið einnig með fullt hús stiga en einu marki lakari markatölu, 13-2. Elín Metta Jensen hefur byrjað tímabilið einstaklega vel en hún hefur skorað helming marka Vals til þessa, sjö mörk í heildina. Ef við yfirfærum þá tölfræði á tímabilið í heild er ljóst að Elín Metta mun bæta sitt besta tímabil varðandi markaskorun. Landsliðsframherjinn skoraði 18 mörk sumarið 2012. Vissulega er þetta stórt ef en Íslandsmeistararnir eiga enn eftir að mæta helstu keppinautum sínum; Breiðablik, Fylki og Selfoss. Þá er hin tvítuga Hlín Eiríksdóttir að verða ein af bestu leikmönnum deildarinnar. Hún gerði 16 mörk síðasta sumar og er nú þegar komin fjögur mörk. Þá á landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir enn eftir að komast á blað sem og hin efnilega Ásdís Karen Halldórsdóttir. Margrét Lára fagnar með Fanndísi, Hallberu og Dóru Maríu gegn Þór/KA síðasta sumar.Vísir/Bára Vopnabúr Íslandsmeistaranna er því vel í stakk búið til að verja Íslandsmeistaratitilinn þó svo að liðið muni alltaf sakna Margrétar Láru að einhverju leyti. Stærsta spurningin er því hvað Breiðablik, Fylki og Selfoss hafa að segja um titilvörn Vals. Valur Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Markahæsti leikmaður deildarinnar sinnir varnarvinnunni vel til að vinna sig inn í leikinn Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mætti í Pepsi Max Mörkin í gær til að ræða gengi Vals og eigin frammistöðu. 3. júlí 2020 13:15 „Ef þetta verður svona í allt sumar gjaldfellir það mótið“ Frestanir á leikjum vegna kórónuveirufaraldursins setur stórt strik í reikning liðanna í Pepsi Max-deild kvenna. 2. júlí 2020 14:30 Sjáðu mörkin úr sigri meistaranna í Eyjum Sigurganga Vals í Pepsi Max-deild kvenna hélt áfram þegar liðið lagði ÍBV að velli í Vestmannaeyjum í gær. 1. júlí 2020 14:03 Tveir leikmenn Íslandmeistara Vals í sóttkví Tveir leikmenn kvennaliðs Vals eru í sóttkví og léku ekki með liðinu í kvöld. 30. júní 2020 20:20 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 1-3 | Valskonur með fullt hús stiga eftir hörkuskemmtun á Hásteinsvelli Valur er áfram með fullt hús stiga í Pepsi Max deild kvenna eftir 3-1 sigur á ÍBV í eina leik dagsins. 30. júní 2020 20:55 Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Þó nær allir spekingar landsins hafi spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta yrði jafnari en oft áður þá virðist sem Valur og Breiðablik séu í sérflokki líkt og á síðasta tímabili. 25. júní 2020 14:00 Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, lagði skóna á hilluna frægu í vetur eftir magnaðan feril. Sóknarleikur Vals hefur þó ekki borið skaða af ef marka má Íslandsmótið til þessa. Í 180 leikjum hér á landi skoraði Margrét Lára 255 mörk. Þá skoraði hún 79 mörk í 124 leikjum fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnumaður til fjölda ára. Sumarið 2007 skoraði Margrét 38 mörk í aðeins 16 leikjum. Hún var vissulega ekki nálægt því á síðustu leiktíð en að því sögðu var hún aðeins einu marki frá markahæstu leikmönnum deildarinnar. Skoraði Margrét 15 mörk ásamt því að reynsla hennar hjálpaði Val að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan árið 2010. Það var því eðlilegt að halda að sóknarleikur Vals myndi aðeins hiksta í upphafi móts þar sem liðið væri enn að jafna sig á brotthvarfi Margrétar. Þó svo að Valur – og raunar deildin sjálf – sakni að sjálfsögðu leikmanns og persónu á borð við Margréti Láru þá hefur liðið hafið Íslandsmótið af gífurlegum krafti. Raunar svo miklum að Margrét – sem er einn af sérfræðingum Pepsi Max Markanna – velti því fyrir sér hvort Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, væri farinn að byrsta sig í búningsklefanum. Margrét Lára fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta sumar með systur sinni Elísu.Vísir/Daniel Svo virðist ekki vera en eins og áður sagði hefur liðið byrjað tímabilið af krafti og er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki – líkt og á síðustu leiktíð. Íslandsmeistararnir hófu titilvörn sína á heimavelli gegn erkifjendum sínum úr KR og unnu þær þægilegan 3-0 sigur. Ef til vill of þægilegan en í næsta leik þurftu þær að fara fyrir hlutunum gegn nýliðum Þróttar. Lokatölur í Laugardalnum 2-1 og í kjölfarið var valtað yfir Þór/KA á Hlíðarenda. Gestirnir sáu aldrei til sólar en leiknum lauk með 6-0 sigri Vals. Í kjölfarið vannst góður 3-1 sigur í Vestmannaeyjum. Eftir fjóra leiki er liðið því með fullt hús stiga og markatöluna 14-2. Á sama tíma í fyrra var liðið einnig með fullt hús stiga en einu marki lakari markatölu, 13-2. Elín Metta Jensen hefur byrjað tímabilið einstaklega vel en hún hefur skorað helming marka Vals til þessa, sjö mörk í heildina. Ef við yfirfærum þá tölfræði á tímabilið í heild er ljóst að Elín Metta mun bæta sitt besta tímabil varðandi markaskorun. Landsliðsframherjinn skoraði 18 mörk sumarið 2012. Vissulega er þetta stórt ef en Íslandsmeistararnir eiga enn eftir að mæta helstu keppinautum sínum; Breiðablik, Fylki og Selfoss. Þá er hin tvítuga Hlín Eiríksdóttir að verða ein af bestu leikmönnum deildarinnar. Hún gerði 16 mörk síðasta sumar og er nú þegar komin fjögur mörk. Þá á landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir enn eftir að komast á blað sem og hin efnilega Ásdís Karen Halldórsdóttir. Margrét Lára fagnar með Fanndísi, Hallberu og Dóru Maríu gegn Þór/KA síðasta sumar.Vísir/Bára Vopnabúr Íslandsmeistaranna er því vel í stakk búið til að verja Íslandsmeistaratitilinn þó svo að liðið muni alltaf sakna Margrétar Láru að einhverju leyti. Stærsta spurningin er því hvað Breiðablik, Fylki og Selfoss hafa að segja um titilvörn Vals.
Valur Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Markahæsti leikmaður deildarinnar sinnir varnarvinnunni vel til að vinna sig inn í leikinn Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mætti í Pepsi Max Mörkin í gær til að ræða gengi Vals og eigin frammistöðu. 3. júlí 2020 13:15 „Ef þetta verður svona í allt sumar gjaldfellir það mótið“ Frestanir á leikjum vegna kórónuveirufaraldursins setur stórt strik í reikning liðanna í Pepsi Max-deild kvenna. 2. júlí 2020 14:30 Sjáðu mörkin úr sigri meistaranna í Eyjum Sigurganga Vals í Pepsi Max-deild kvenna hélt áfram þegar liðið lagði ÍBV að velli í Vestmannaeyjum í gær. 1. júlí 2020 14:03 Tveir leikmenn Íslandmeistara Vals í sóttkví Tveir leikmenn kvennaliðs Vals eru í sóttkví og léku ekki með liðinu í kvöld. 30. júní 2020 20:20 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 1-3 | Valskonur með fullt hús stiga eftir hörkuskemmtun á Hásteinsvelli Valur er áfram með fullt hús stiga í Pepsi Max deild kvenna eftir 3-1 sigur á ÍBV í eina leik dagsins. 30. júní 2020 20:55 Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Þó nær allir spekingar landsins hafi spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta yrði jafnari en oft áður þá virðist sem Valur og Breiðablik séu í sérflokki líkt og á síðasta tímabili. 25. júní 2020 14:00 Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Markahæsti leikmaður deildarinnar sinnir varnarvinnunni vel til að vinna sig inn í leikinn Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mætti í Pepsi Max Mörkin í gær til að ræða gengi Vals og eigin frammistöðu. 3. júlí 2020 13:15
„Ef þetta verður svona í allt sumar gjaldfellir það mótið“ Frestanir á leikjum vegna kórónuveirufaraldursins setur stórt strik í reikning liðanna í Pepsi Max-deild kvenna. 2. júlí 2020 14:30
Sjáðu mörkin úr sigri meistaranna í Eyjum Sigurganga Vals í Pepsi Max-deild kvenna hélt áfram þegar liðið lagði ÍBV að velli í Vestmannaeyjum í gær. 1. júlí 2020 14:03
Tveir leikmenn Íslandmeistara Vals í sóttkví Tveir leikmenn kvennaliðs Vals eru í sóttkví og léku ekki með liðinu í kvöld. 30. júní 2020 20:20
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 1-3 | Valskonur með fullt hús stiga eftir hörkuskemmtun á Hásteinsvelli Valur er áfram með fullt hús stiga í Pepsi Max deild kvenna eftir 3-1 sigur á ÍBV í eina leik dagsins. 30. júní 2020 20:55
Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Þó nær allir spekingar landsins hafi spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta yrði jafnari en oft áður þá virðist sem Valur og Breiðablik séu í sérflokki líkt og á síðasta tímabili. 25. júní 2020 14:00
Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22