„Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2020 11:35 Hér má sjá Sindra (í gulu) fagna Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu 2019 með KR, þáverandi félagsliði sínu. Hann leikur nú fyrir KV. Vísir/Daniel Thor Sindri Snær Jensson, knattspyrnumaður og eigandi Húrra Reykjavíkur, segist gríðarlega ánægður með kynningu Knattspyrnusambands Íslands á nýjum búningum landsliða Íslands, sem og búninginn sjálfan. Hann gefur lítið fyrir háværa gagnrýni á framsetningu KSÍ á kynningarefni í kringum nýtt útlit landsliðanna. Þetta kom fram í viðtali við Sindra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kynning KSÍ á nýju merki sambandsins hefur verið fremur umdeild, en margir hafa sett fram sjónarmið um að bragur myndbandsins sé heldur þjóðrembingslegur, og jafnvel fasískur. Sjálfur gefur Sindri Snær lítið fyrir tengingar við fasisma og annað. Honum finnist myndbandið frábært, og kallar það „gæsahúðarmyndband.“ „Auðvitað er verið að færa í stílinn. Það er aðeins verið að gera eitthvað extra og dramatík. Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband. Þannig að ég held að þetta sé bara frábært myndband,“ segir Sindri. Gæti selt búninginn í Húrra Sindri er sem fyrr segir eigandi Húrra Reykjavíkur, og rekur tvær verslanir undir því nafni í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir margt af því nýja sem KSÍ var að kynna, aukahluti og varning vera það flott, að það væri hægt að selja í verslununum, sem selja þann tískufatnað sem þykir móðins hverju sinni. Það hafi ekki áður átt við um varning undir merkjum KSÍ. „Við hefðum getað selt frönsku treyjuna sem var svört með hvítu, og Nígeríutreyjuna sem var græn og öll í munstri. En þetta gætum við alveg selt í Húrra, ekki spurning.“ Sjálfur gefur Sindri heildarpakkanum, búningnum, varningnum og kynningarefni KSÍ, níu í einkunn. „Ég er virkilega ánægður að sjá þetta hjá KSÍ.“ Fótbolti KSÍ Tíska og hönnun Íslenski boltinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Sindri Snær Jensson, knattspyrnumaður og eigandi Húrra Reykjavíkur, segist gríðarlega ánægður með kynningu Knattspyrnusambands Íslands á nýjum búningum landsliða Íslands, sem og búninginn sjálfan. Hann gefur lítið fyrir háværa gagnrýni á framsetningu KSÍ á kynningarefni í kringum nýtt útlit landsliðanna. Þetta kom fram í viðtali við Sindra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kynning KSÍ á nýju merki sambandsins hefur verið fremur umdeild, en margir hafa sett fram sjónarmið um að bragur myndbandsins sé heldur þjóðrembingslegur, og jafnvel fasískur. Sjálfur gefur Sindri Snær lítið fyrir tengingar við fasisma og annað. Honum finnist myndbandið frábært, og kallar það „gæsahúðarmyndband.“ „Auðvitað er verið að færa í stílinn. Það er aðeins verið að gera eitthvað extra og dramatík. Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband. Þannig að ég held að þetta sé bara frábært myndband,“ segir Sindri. Gæti selt búninginn í Húrra Sindri er sem fyrr segir eigandi Húrra Reykjavíkur, og rekur tvær verslanir undir því nafni í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir margt af því nýja sem KSÍ var að kynna, aukahluti og varning vera það flott, að það væri hægt að selja í verslununum, sem selja þann tískufatnað sem þykir móðins hverju sinni. Það hafi ekki áður átt við um varning undir merkjum KSÍ. „Við hefðum getað selt frönsku treyjuna sem var svört með hvítu, og Nígeríutreyjuna sem var græn og öll í munstri. En þetta gætum við alveg selt í Húrra, ekki spurning.“ Sjálfur gefur Sindri heildarpakkanum, búningnum, varningnum og kynningarefni KSÍ, níu í einkunn. „Ég er virkilega ánægður að sjá þetta hjá KSÍ.“
Fótbolti KSÍ Tíska og hönnun Íslenski boltinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira