Ótti Gunnar Dan Wiium skrifar 3. júlí 2020 10:00 Er ótti rauði þráðurinn í lífi mínu? Getur verið að samband mitt við ótta sé orðið að svo miklu langtíma sambandi að ég í raun hafi engan samanburð og upplifi fyrir vikið ógn í öllu og öllum sem ég mæti? Það krefst einmitt trausts að mæta aðstæðum með útrétta arma og brosandi andlit, trausts sem óttinn rænir. Ég ýmist sæki eða ver. Skiptir engu máli hvar um ræðir, það er sótt eða varið. Innan stjórnmála, viðskipta, milli þjóða og ættbálka, kynstofna og trúarbragða. Hugmyndir og skoðanir eru varðar gegn sókn annarra ýmist í ótta við að missa eða ótta við að ekki eignast. Í raun allt saman sami ótti, óttinn við að ekki hafa. Ég óttast að ekki fá það sem mig girnist og svo loks þegar ég tel mig hafa fengið það eftir örvæntingafulla sókn tekur óttinn við að missa það. Ég held fast og framkalla ástand stöðnunar með tilheyrandi hleðslu efnis og þyngdar aukningar sem elur af sér en meiri ótta. Þetta virðist vera eitthvað innprentað í ekki einu bara manninn heldur í rándýr almennt, því í raun erum við bara rándýr með bindi og armbandsúr. Hugmyndin um mitt er ávalt á kostnað samkenndar og einingar. Hugmyndin um mitt settur allt í annað samhengi. Þegar til dæmis hvíti maður kom til norður Ameríku skildu frumbyggjarnir ekki hugtakið í fyrstu að maðurinn gæti eignast sér land. Mitt land, á það. Þeir skildu einfaldlega ekki hugtakið því vera þeirra var af allt öðrum toga. Þeir voru eitt með náttúru og í ástandi samkenndar sem gaf þeim þá upplifun að þeir tilheyrðu móðir jörð, að þeir sem menn væru afkomendur jarðar og fyrri vikið hefðu engan eignarrétt. Óttinn elur af sér hegðun sem alltaf eykur á aðgreiningu. Hroki og kaldhæðni, gremju og biturleika, afbrigðasemi og öfund. Allt sem ekki nærir, bara hirðir. Nærist af allri orku sem við höfum til umráða og í raun veikir okkur bæði í huga og líkama. Óttinn er ekki hugsaður til annars en að koma okkur úr lífshættulegum aðstæðum. Aðstæðum sem aðeins standa yfir í eins skamman tíma og mögulegt er. Ekki viðvarandi ástand í hvaða formi sem er. Það telst til dæmis ekki eðlilegt að óttast álit annarra nema þá sem beinn afleiðing skerts sjálfsmats og virðingar og þá sem bein afleiðing óuppgerðrar fortíðar þar sem afleiðingar brota sitja föst í klettasillum hugans. Afleiðingar brota gegn okkur sjálfum sem og afleiðingar þeirra óuppgerðra brota okkar gagnvart öðrum. Þessi efnisaukning skilur okkur eftir þjökuð af skömm og sekt innan undirvitundar sem svo framkallar ótta við að álit og dóm. Ótta við að vera séð fyrir það sem við höldum að við raunverulega erum. Í raun má segja að allt sem ekki göfgar heildina er keyrt af ótta. Ástæðan fyrir því að ég rýni í óttann er sú að aðeins get ég séð ytri sannleika útfrá eigin reynslu. Ég sé hver ég er ekki í leit minni að sjálfi. Einmitt þannig haga ég leitinni að sjálfi eða sannleika, með því að leita að lyginni innra með mér. Leita allra þeirra viðhorfa og hugmynda sem ég ber sem afleiðing óuppgerðar fortíðar. Tilgangur leitarinnar er að sjá, stíga til hliðar og sjá. Fyrir vikið missir lygin eldsneytið sem er samsömun sjálfsins með lyginni. Eftir situr rými sem gerir meltingu færa, meltingu og afgreiðslu þeirra einda sem birtast á leið okkar innan mennskunnar. Einnig situr eftir reynsla sem gerir mér kleift að rýna í samfélag í sama tilgangi. Koma auga á lygina sem felst í samsömum falskra hugmynda sem svo knýr mig í óttablandna tilraun til ýmist varnar eða sóknar. Ég öðlast fyrir vikið getu til afstöðuleysis sem er eitt af einkennum óttaleysis. Ég er ekki af neinum öðrum kynstofni en maður. Ég er ekki kristinn eða múslim. Ég er ekki trúleysingi né trúaður. Ég er ekki faðir né eiginmaður þó ég gegni hverfulum skyldum. Ég kýs ekki með né á móti. Ég mótmæli ekki nema með meðmælum. Ég efast um allt þar til annað kemur í ljós. Ég er ekki óttaslegin þótt ég beri ótta. Fyrir níu mínútum varð ég fjörtíu og fjögurra en samt er ég Í raun nýfæddur sem og nýlátin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Er ótti rauði þráðurinn í lífi mínu? Getur verið að samband mitt við ótta sé orðið að svo miklu langtíma sambandi að ég í raun hafi engan samanburð og upplifi fyrir vikið ógn í öllu og öllum sem ég mæti? Það krefst einmitt trausts að mæta aðstæðum með útrétta arma og brosandi andlit, trausts sem óttinn rænir. Ég ýmist sæki eða ver. Skiptir engu máli hvar um ræðir, það er sótt eða varið. Innan stjórnmála, viðskipta, milli þjóða og ættbálka, kynstofna og trúarbragða. Hugmyndir og skoðanir eru varðar gegn sókn annarra ýmist í ótta við að missa eða ótta við að ekki eignast. Í raun allt saman sami ótti, óttinn við að ekki hafa. Ég óttast að ekki fá það sem mig girnist og svo loks þegar ég tel mig hafa fengið það eftir örvæntingafulla sókn tekur óttinn við að missa það. Ég held fast og framkalla ástand stöðnunar með tilheyrandi hleðslu efnis og þyngdar aukningar sem elur af sér en meiri ótta. Þetta virðist vera eitthvað innprentað í ekki einu bara manninn heldur í rándýr almennt, því í raun erum við bara rándýr með bindi og armbandsúr. Hugmyndin um mitt er ávalt á kostnað samkenndar og einingar. Hugmyndin um mitt settur allt í annað samhengi. Þegar til dæmis hvíti maður kom til norður Ameríku skildu frumbyggjarnir ekki hugtakið í fyrstu að maðurinn gæti eignast sér land. Mitt land, á það. Þeir skildu einfaldlega ekki hugtakið því vera þeirra var af allt öðrum toga. Þeir voru eitt með náttúru og í ástandi samkenndar sem gaf þeim þá upplifun að þeir tilheyrðu móðir jörð, að þeir sem menn væru afkomendur jarðar og fyrri vikið hefðu engan eignarrétt. Óttinn elur af sér hegðun sem alltaf eykur á aðgreiningu. Hroki og kaldhæðni, gremju og biturleika, afbrigðasemi og öfund. Allt sem ekki nærir, bara hirðir. Nærist af allri orku sem við höfum til umráða og í raun veikir okkur bæði í huga og líkama. Óttinn er ekki hugsaður til annars en að koma okkur úr lífshættulegum aðstæðum. Aðstæðum sem aðeins standa yfir í eins skamman tíma og mögulegt er. Ekki viðvarandi ástand í hvaða formi sem er. Það telst til dæmis ekki eðlilegt að óttast álit annarra nema þá sem beinn afleiðing skerts sjálfsmats og virðingar og þá sem bein afleiðing óuppgerðrar fortíðar þar sem afleiðingar brota sitja föst í klettasillum hugans. Afleiðingar brota gegn okkur sjálfum sem og afleiðingar þeirra óuppgerðra brota okkar gagnvart öðrum. Þessi efnisaukning skilur okkur eftir þjökuð af skömm og sekt innan undirvitundar sem svo framkallar ótta við að álit og dóm. Ótta við að vera séð fyrir það sem við höldum að við raunverulega erum. Í raun má segja að allt sem ekki göfgar heildina er keyrt af ótta. Ástæðan fyrir því að ég rýni í óttann er sú að aðeins get ég séð ytri sannleika útfrá eigin reynslu. Ég sé hver ég er ekki í leit minni að sjálfi. Einmitt þannig haga ég leitinni að sjálfi eða sannleika, með því að leita að lyginni innra með mér. Leita allra þeirra viðhorfa og hugmynda sem ég ber sem afleiðing óuppgerðar fortíðar. Tilgangur leitarinnar er að sjá, stíga til hliðar og sjá. Fyrir vikið missir lygin eldsneytið sem er samsömun sjálfsins með lyginni. Eftir situr rými sem gerir meltingu færa, meltingu og afgreiðslu þeirra einda sem birtast á leið okkar innan mennskunnar. Einnig situr eftir reynsla sem gerir mér kleift að rýna í samfélag í sama tilgangi. Koma auga á lygina sem felst í samsömum falskra hugmynda sem svo knýr mig í óttablandna tilraun til ýmist varnar eða sóknar. Ég öðlast fyrir vikið getu til afstöðuleysis sem er eitt af einkennum óttaleysis. Ég er ekki af neinum öðrum kynstofni en maður. Ég er ekki kristinn eða múslim. Ég er ekki trúleysingi né trúaður. Ég er ekki faðir né eiginmaður þó ég gegni hverfulum skyldum. Ég kýs ekki með né á móti. Ég mótmæli ekki nema með meðmælum. Ég efast um allt þar til annað kemur í ljós. Ég er ekki óttaslegin þótt ég beri ótta. Fyrir níu mínútum varð ég fjörtíu og fjögurra en samt er ég Í raun nýfæddur sem og nýlátin.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar