Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þór Símon skrifar 29. júní 2020 22:15 Ólafur sendi dómurum deildarinnar tóninn í kvöld en sagði lið sitt samt sem áður ekki hafa átt neitt skilið. Vísir/Bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. Liðin mættust í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar í Víkinni. Lokatölur 4-1 Víkingum í vil og þeirra fyrsti sigur í sumar staðreynd. „Bara verðskuldaður sigur Víkings. Þeir voru góðir – í fyrri hálfleiknum sérstaklega – og löbbuðu yfir okkur. Það er ekki hægt að segja annað. Við vorum á eftir í öll návígi og gekk illa að spila boltanum,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Það var óþarfi að gefa þeim forgjöf, það var erfitt að fara í hálfleikinn 3-0 undir. Það var smá von þegar við skorum snemma í seinni hálfleik en verðskuldaður sigur Víkings. Þetta er flott fótboltalið og þeir sýndu sitt rétta andlit í dag, það gerðum við ekki.“ Þriðja mark Víkings var skrautlegt en Óttar Magnús Karlsson gerði það með marki úr aukaspyrnu nánast við endalínuna. Voru varnarmenn FH sem og Gunnar Nielsen markvörður ekki viðbúnir en svo virðist sem Pétur Guðmundsson – dómari leiksins – hafi gefið Óttari grænt ljós á að taka spyrnuna. „Skrípaleikur bara. Frábær dómgæsla ef það var þannig að boltinn var kyrr og hann vill hafa flot í leiknum. Það er þá í fyrsta skipti í Pepsi Max deildinni sem þeir láta leikinn fljóta. Frá mínum bæjardyrum var hann að tala við mína leikinn og Gunnar var ekki í markinu. Helgi segir við mig sem fjórði dómari að hann hafi talað við hann hérna, af línunni,“ sagði ósáttur Ólafur um þriðja mark Víkinga. „Sami dómari var í bikarúrslitaleik í fyrra þar sem hann naut aðstoðar fjórða dómara en hann kaus að taka ekki mark á honum hér í dag. Við töpum samt ekki út af dómgæslunni, við vorum slakir en þetta var skondið mark,“ sagði Ólafur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10 Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. Liðin mættust í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar í Víkinni. Lokatölur 4-1 Víkingum í vil og þeirra fyrsti sigur í sumar staðreynd. „Bara verðskuldaður sigur Víkings. Þeir voru góðir – í fyrri hálfleiknum sérstaklega – og löbbuðu yfir okkur. Það er ekki hægt að segja annað. Við vorum á eftir í öll návígi og gekk illa að spila boltanum,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Það var óþarfi að gefa þeim forgjöf, það var erfitt að fara í hálfleikinn 3-0 undir. Það var smá von þegar við skorum snemma í seinni hálfleik en verðskuldaður sigur Víkings. Þetta er flott fótboltalið og þeir sýndu sitt rétta andlit í dag, það gerðum við ekki.“ Þriðja mark Víkings var skrautlegt en Óttar Magnús Karlsson gerði það með marki úr aukaspyrnu nánast við endalínuna. Voru varnarmenn FH sem og Gunnar Nielsen markvörður ekki viðbúnir en svo virðist sem Pétur Guðmundsson – dómari leiksins – hafi gefið Óttari grænt ljós á að taka spyrnuna. „Skrípaleikur bara. Frábær dómgæsla ef það var þannig að boltinn var kyrr og hann vill hafa flot í leiknum. Það er þá í fyrsta skipti í Pepsi Max deildinni sem þeir láta leikinn fljóta. Frá mínum bæjardyrum var hann að tala við mína leikinn og Gunnar var ekki í markinu. Helgi segir við mig sem fjórði dómari að hann hafi talað við hann hérna, af línunni,“ sagði ósáttur Ólafur um þriðja mark Víkinga. „Sami dómari var í bikarúrslitaleik í fyrra þar sem hann naut aðstoðar fjórða dómara en hann kaus að taka ekki mark á honum hér í dag. Við töpum samt ekki út af dómgæslunni, við vorum slakir en þetta var skondið mark,“ sagði Ólafur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10 Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10