Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. júní 2020 19:00 Pólverjar á Íslandi kusu sér forseta í sendiráðinu í dag vísir/einar Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. Íslendingar eru ekki einir um forsetakosningar þessa dagana en Pólverjar gengu til kosninga í dag. Þær áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Það bendir allt til þess að það stefni í einvígi milli Duda og borgarstjóra Varsjár, Rafals Trzakowskis. Líkegt þykir að úrslitin ráðist í annarri umferð kosninga sem verða eftir tvær vikur þar sem frambjóðandi verður að hljóta afgerandi meirihluta atkvæða til að vinna forsetakosningarnar. Duda nýtur stuðnings stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis sem fer með völd í Póllandi. Tapi hann kosningunum gæti stjórnarandstaðan komist til aukinni áhrifa í pólskum stjórnmálum. Pólverjar á Íslandi kusu í sendiráðinu í dag og höfðu hátt í fjögur þúsund manns boðað komu sína. Um fjögur hundruð Pólverjar sem búa á landsbyggðinni höfðu áður sent atkvæði sín með pósti. „Við höfum aldrei séð slíkar tölur. Þetta þýðir að Pólverjar eru mjög áhugasamir um þessar kosningar,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. vísir/einar Sendiráðið verður opið til níu í kvöld fyrir fólk til að kjósa. Atkvæðin verða svo send rafrænt til Póllands. „Ísland nýtur sérstöðu því það er síðasti staðurinn á hnettinum þar sem kosið er því á Íslandi kjósum við tveimur klukkustundum lengur en í Póllandi. Kjörfundi lýkur í Póllandi kl. 19 að íslenskum tíma en kosning stendur enn yfir á Íslandi á þeim tíma,“ segir Gerard. Um tuttugu og fimm þúsund pólverjar búa á Íslandi og eru sumir einnig með Íslenskan ríkisborgarrétt. „Og hafa því verið uppteknir við að kjósa forseta í dag og í gær,“ segir Gerard. Pólland Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. Íslendingar eru ekki einir um forsetakosningar þessa dagana en Pólverjar gengu til kosninga í dag. Þær áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Það bendir allt til þess að það stefni í einvígi milli Duda og borgarstjóra Varsjár, Rafals Trzakowskis. Líkegt þykir að úrslitin ráðist í annarri umferð kosninga sem verða eftir tvær vikur þar sem frambjóðandi verður að hljóta afgerandi meirihluta atkvæða til að vinna forsetakosningarnar. Duda nýtur stuðnings stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis sem fer með völd í Póllandi. Tapi hann kosningunum gæti stjórnarandstaðan komist til aukinni áhrifa í pólskum stjórnmálum. Pólverjar á Íslandi kusu í sendiráðinu í dag og höfðu hátt í fjögur þúsund manns boðað komu sína. Um fjögur hundruð Pólverjar sem búa á landsbyggðinni höfðu áður sent atkvæði sín með pósti. „Við höfum aldrei séð slíkar tölur. Þetta þýðir að Pólverjar eru mjög áhugasamir um þessar kosningar,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. vísir/einar Sendiráðið verður opið til níu í kvöld fyrir fólk til að kjósa. Atkvæðin verða svo send rafrænt til Póllands. „Ísland nýtur sérstöðu því það er síðasti staðurinn á hnettinum þar sem kosið er því á Íslandi kjósum við tveimur klukkustundum lengur en í Póllandi. Kjörfundi lýkur í Póllandi kl. 19 að íslenskum tíma en kosning stendur enn yfir á Íslandi á þeim tíma,“ segir Gerard. Um tuttugu og fimm þúsund pólverjar búa á Íslandi og eru sumir einnig með Íslenskan ríkisborgarrétt. „Og hafa því verið uppteknir við að kjósa forseta í dag og í gær,“ segir Gerard.
Pólland Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira