Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. júní 2020 19:00 Pólverjar á Íslandi kusu sér forseta í sendiráðinu í dag vísir/einar Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. Íslendingar eru ekki einir um forsetakosningar þessa dagana en Pólverjar gengu til kosninga í dag. Þær áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Það bendir allt til þess að það stefni í einvígi milli Duda og borgarstjóra Varsjár, Rafals Trzakowskis. Líkegt þykir að úrslitin ráðist í annarri umferð kosninga sem verða eftir tvær vikur þar sem frambjóðandi verður að hljóta afgerandi meirihluta atkvæða til að vinna forsetakosningarnar. Duda nýtur stuðnings stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis sem fer með völd í Póllandi. Tapi hann kosningunum gæti stjórnarandstaðan komist til aukinni áhrifa í pólskum stjórnmálum. Pólverjar á Íslandi kusu í sendiráðinu í dag og höfðu hátt í fjögur þúsund manns boðað komu sína. Um fjögur hundruð Pólverjar sem búa á landsbyggðinni höfðu áður sent atkvæði sín með pósti. „Við höfum aldrei séð slíkar tölur. Þetta þýðir að Pólverjar eru mjög áhugasamir um þessar kosningar,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. vísir/einar Sendiráðið verður opið til níu í kvöld fyrir fólk til að kjósa. Atkvæðin verða svo send rafrænt til Póllands. „Ísland nýtur sérstöðu því það er síðasti staðurinn á hnettinum þar sem kosið er því á Íslandi kjósum við tveimur klukkustundum lengur en í Póllandi. Kjörfundi lýkur í Póllandi kl. 19 að íslenskum tíma en kosning stendur enn yfir á Íslandi á þeim tíma,“ segir Gerard. Um tuttugu og fimm þúsund pólverjar búa á Íslandi og eru sumir einnig með Íslenskan ríkisborgarrétt. „Og hafa því verið uppteknir við að kjósa forseta í dag og í gær,“ segir Gerard. Pólland Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. Íslendingar eru ekki einir um forsetakosningar þessa dagana en Pólverjar gengu til kosninga í dag. Þær áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Það bendir allt til þess að það stefni í einvígi milli Duda og borgarstjóra Varsjár, Rafals Trzakowskis. Líkegt þykir að úrslitin ráðist í annarri umferð kosninga sem verða eftir tvær vikur þar sem frambjóðandi verður að hljóta afgerandi meirihluta atkvæða til að vinna forsetakosningarnar. Duda nýtur stuðnings stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis sem fer með völd í Póllandi. Tapi hann kosningunum gæti stjórnarandstaðan komist til aukinni áhrifa í pólskum stjórnmálum. Pólverjar á Íslandi kusu í sendiráðinu í dag og höfðu hátt í fjögur þúsund manns boðað komu sína. Um fjögur hundruð Pólverjar sem búa á landsbyggðinni höfðu áður sent atkvæði sín með pósti. „Við höfum aldrei séð slíkar tölur. Þetta þýðir að Pólverjar eru mjög áhugasamir um þessar kosningar,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. vísir/einar Sendiráðið verður opið til níu í kvöld fyrir fólk til að kjósa. Atkvæðin verða svo send rafrænt til Póllands. „Ísland nýtur sérstöðu því það er síðasti staðurinn á hnettinum þar sem kosið er því á Íslandi kjósum við tveimur klukkustundum lengur en í Póllandi. Kjörfundi lýkur í Póllandi kl. 19 að íslenskum tíma en kosning stendur enn yfir á Íslandi á þeim tíma,“ segir Gerard. Um tuttugu og fimm þúsund pólverjar búa á Íslandi og eru sumir einnig með Íslenskan ríkisborgarrétt. „Og hafa því verið uppteknir við að kjósa forseta í dag og í gær,“ segir Gerard.
Pólland Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira