Tilraunir á 737 MAX sagðar hefjast á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 14:19 Boeing 737 MAX flugvélar voru kyrrsettar um heim allan í fyrra. EPA/Gary He Starfsmenn Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna, FAA, munu hefja prófanir á 737 MAX farþegaþotum Boeing á morgun. Prófanirnar munu standa yfir í þrjá daga og eru mikilvægur liður í því að flugvélarnar fái vottun á nýjan leik. Markmið forsvarsmanna Boeing er að koma flugvélunum aftur í notkun á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Allar flugvélar af þessari tegund voru kyrrsettar í mars í fyrra eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum á skömmum tíma. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Reuters segir að flugmenn muni einnig gera tilraunir á endurforrituðum öryggisbúnaði sem kallast MCAS. Þeim búnaði hefur verið kennt um slysins tvö og á að hafa valdið ofrisi á flugvélunum báðum. Upptökur úr flugstjórnarklefa Lion Air flugvélarinnar sýndu að flugmennirnir börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar áður en hún brotlenti. Eftir að tilraununum líkur munu sérfræðingar FAA leggjast yfir gögnin sem safnast yfir dagana þrjá og eftir það taka ný ferli við. Fari allt á besta veg gætu flugvélarnar verið komnar á loft í september, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Einn heimildarmaður fréttaveitunnar segir þó nánast ómögulegt að ferlið muni ganga snurðulaust fyrir sig. Flugmálayfirvöld í Evrópu og víðar munu þó krefjast þess að fá að gera eigin prófanir á flugvélunum áður en þeim verður hleypt á loft þar. Hættir að fylgja FAA í blindni Seattle Times sagði frá því á dögunum að eftirlitaðilar í Evrópu og Kanada hafi krafist þess að tilteknar breytingar verði gerðar á flugstjórnarkerfi flugvélanna. Ekki sé eingöngu nóg að endurforrita og laga MCAS. Breytingarnar gætu reynst Boeing kostnaðarsamar og tímafrekar. Samkomulag hefur þó náðst um að Boeing geti gert breytingarnar á flotanum öllum, eftir að flugvélarnar fá vottanir á nýjan leik. Þessar kröfur þykja til marks um að umrædd flugmálayfirvöld séu hætt að fylgja vottunum FAA eftir í blindni, eins og áður hafi verið gert. Vísbendingar hafa verið á kreiki um að Boeing hafi komið sér undan eftirliti FAA með markvissum hætti. Boeing Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Starfsmenn Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna, FAA, munu hefja prófanir á 737 MAX farþegaþotum Boeing á morgun. Prófanirnar munu standa yfir í þrjá daga og eru mikilvægur liður í því að flugvélarnar fái vottun á nýjan leik. Markmið forsvarsmanna Boeing er að koma flugvélunum aftur í notkun á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Allar flugvélar af þessari tegund voru kyrrsettar í mars í fyrra eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum á skömmum tíma. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Reuters segir að flugmenn muni einnig gera tilraunir á endurforrituðum öryggisbúnaði sem kallast MCAS. Þeim búnaði hefur verið kennt um slysins tvö og á að hafa valdið ofrisi á flugvélunum báðum. Upptökur úr flugstjórnarklefa Lion Air flugvélarinnar sýndu að flugmennirnir börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar áður en hún brotlenti. Eftir að tilraununum líkur munu sérfræðingar FAA leggjast yfir gögnin sem safnast yfir dagana þrjá og eftir það taka ný ferli við. Fari allt á besta veg gætu flugvélarnar verið komnar á loft í september, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Einn heimildarmaður fréttaveitunnar segir þó nánast ómögulegt að ferlið muni ganga snurðulaust fyrir sig. Flugmálayfirvöld í Evrópu og víðar munu þó krefjast þess að fá að gera eigin prófanir á flugvélunum áður en þeim verður hleypt á loft þar. Hættir að fylgja FAA í blindni Seattle Times sagði frá því á dögunum að eftirlitaðilar í Evrópu og Kanada hafi krafist þess að tilteknar breytingar verði gerðar á flugstjórnarkerfi flugvélanna. Ekki sé eingöngu nóg að endurforrita og laga MCAS. Breytingarnar gætu reynst Boeing kostnaðarsamar og tímafrekar. Samkomulag hefur þó náðst um að Boeing geti gert breytingarnar á flotanum öllum, eftir að flugvélarnar fá vottanir á nýjan leik. Þessar kröfur þykja til marks um að umrædd flugmálayfirvöld séu hætt að fylgja vottunum FAA eftir í blindni, eins og áður hafi verið gert. Vísbendingar hafa verið á kreiki um að Boeing hafi komið sér undan eftirliti FAA með markvissum hætti.
Boeing Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira