Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hjólaði frá Bessastöðum og á kjörstað í Álftanesskóla í morgun.
Forsetinn segir kosningaréttinn mikilvægan rétt fólks og hvatti Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn. „Mér finnst mjög jákvætt að við Íslendingar getum státað af því að kjörsókn, alla jafna, er meiri en gengur og gerist víða í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ sagði Guðni á kjörstað í morgun.

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, var ekki með í för en hún greiddi atkvæði utankjörfundar í Smáralind síðastliðinn mánudag.