Brentford sigraði WBA í ensku B-deildinni í kvöld og færðist nær toppliðunum að stigum. Lokatölur 1-0 á Griffin Park í eina leik dagsins.
Ollie Watkins skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu.
W.B.A. eru enn á toppi Championship-deildarinnar á markatölu en Leeds United fylgir fast á hæla þeirra og á nú möguleika á að komast eitt á toppinn með sigri á morgun gegn Fulham. Brentford eru komnir upp í 3. sæti og eru aðeins fimm stigum á eftir toppliðunum.