Minn forseti Þorvaldur Daníelsson skrifar 26. júní 2020 17:01 Það eru svo sannarlega forréttindi okkar sem búum við lýðræði að fá að kjósa. Í pólitískum kosningum undanfarinna áratuga hef ég sjálfur kosið, að ég held, alla flokka sem hafa boðið fram á einhverjum tímapunkti. Hef haft það að leiðarljósi að kjósa frekar fólk en flokka, þann sem mér hefur þótt eiga atkvæðið mitt skilið. Nú fáum við tækifæri til þess að kjósa okkur forseta. Í kosningabaráttunni 2016 heillaði Guðni Th. mig upp úr skónum með alþýðlegri og vinalegri framkomu, en ekki síst með kosningabaráttu sem byggði eingöngu á allt öðru en því að ata andstæðinga auri. Það er ekki sjálfgefið á þessum tímum að frambjóðendur hagi sér með þeim hætti. Það var áberandi á þeim tíma að Guðni Th. talaði mikið um æsku landsins, framtíðina, og að hann vildi gera henni hátt undir höfði. Það var mér því, sem forsprakka Hjólakrafts, gríðarlegur heiður að vera boðið að koma með hóp af krökkum í fyrstu opinberu heimsóknina sem boðið var til í forsetatíð Guðna þetta sumar. Í framhaldinu hef ég stundum haft samband við hann og fengið að koma með hópa af krökkum og unglingum og hann hefur komið og heilsað upp á hópana, en það sem stendur þó upp úr er að þegar ég hef leitað til hans vegna þess að ég hef verið á ferðinni kannski með einn einstakling, sem myndi klárlega teljast til okkar allra minnstu bræðra eða systra, hefur Guðni tekið jafn vel í erindið, komið út, spjallað, sýnt áhuga, komið með hvatningu til viðkomandi og hrós, boðið upp á myndatöku og allt það sem skiptir slíka einstaklinga máli. Ég hef fylgst með störfum og lífi Guðna - og Elizu - og ég held að við getum leitað ansi langt í heiminum þangað til við finnum forseta sem ver heilu nóttunum í flatsæng í skólastofum eða íþróttahúsum með krökkum á íþróttamótum. Þetta skiptir alla sem eru nálægir máli - að finna að forsetinn sé einn af okkur öllum. Ekki uppskrúfuð persóna, heldur fyrst og síðast manneskja, rétt eins og við. Guðni Th. Jóhannesson er örugglega ekki fullkomin persóna, ekki frekar en nokkur einstaklingur annar, en með stolti segi ég að hann er #minnforseti og mér er heiður að því að fá að veita honum brautargengi á Bessastaði annað kjörtímabil. Helst vildi ég að hann yrði þar svo lengi sem hann lifir, en það er ekki öruggt. Ég hvet alla til þess að storma á kjörstað og nýta sér kosningaréttinn sinn, því það að fá að kjósa eru forréttindi og ástæðulaust að láta þau kyrr liggja. Höfurndur er framkvæmdastjóri Hjólakrafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Þorvaldur Daníelsson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru svo sannarlega forréttindi okkar sem búum við lýðræði að fá að kjósa. Í pólitískum kosningum undanfarinna áratuga hef ég sjálfur kosið, að ég held, alla flokka sem hafa boðið fram á einhverjum tímapunkti. Hef haft það að leiðarljósi að kjósa frekar fólk en flokka, þann sem mér hefur þótt eiga atkvæðið mitt skilið. Nú fáum við tækifæri til þess að kjósa okkur forseta. Í kosningabaráttunni 2016 heillaði Guðni Th. mig upp úr skónum með alþýðlegri og vinalegri framkomu, en ekki síst með kosningabaráttu sem byggði eingöngu á allt öðru en því að ata andstæðinga auri. Það er ekki sjálfgefið á þessum tímum að frambjóðendur hagi sér með þeim hætti. Það var áberandi á þeim tíma að Guðni Th. talaði mikið um æsku landsins, framtíðina, og að hann vildi gera henni hátt undir höfði. Það var mér því, sem forsprakka Hjólakrafts, gríðarlegur heiður að vera boðið að koma með hóp af krökkum í fyrstu opinberu heimsóknina sem boðið var til í forsetatíð Guðna þetta sumar. Í framhaldinu hef ég stundum haft samband við hann og fengið að koma með hópa af krökkum og unglingum og hann hefur komið og heilsað upp á hópana, en það sem stendur þó upp úr er að þegar ég hef leitað til hans vegna þess að ég hef verið á ferðinni kannski með einn einstakling, sem myndi klárlega teljast til okkar allra minnstu bræðra eða systra, hefur Guðni tekið jafn vel í erindið, komið út, spjallað, sýnt áhuga, komið með hvatningu til viðkomandi og hrós, boðið upp á myndatöku og allt það sem skiptir slíka einstaklinga máli. Ég hef fylgst með störfum og lífi Guðna - og Elizu - og ég held að við getum leitað ansi langt í heiminum þangað til við finnum forseta sem ver heilu nóttunum í flatsæng í skólastofum eða íþróttahúsum með krökkum á íþróttamótum. Þetta skiptir alla sem eru nálægir máli - að finna að forsetinn sé einn af okkur öllum. Ekki uppskrúfuð persóna, heldur fyrst og síðast manneskja, rétt eins og við. Guðni Th. Jóhannesson er örugglega ekki fullkomin persóna, ekki frekar en nokkur einstaklingur annar, en með stolti segi ég að hann er #minnforseti og mér er heiður að því að fá að veita honum brautargengi á Bessastaði annað kjörtímabil. Helst vildi ég að hann yrði þar svo lengi sem hann lifir, en það er ekki öruggt. Ég hvet alla til þess að storma á kjörstað og nýta sér kosningaréttinn sinn, því það að fá að kjósa eru forréttindi og ástæðulaust að láta þau kyrr liggja. Höfurndur er framkvæmdastjóri Hjólakrafts.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun