Af hverju kýs ég Guðmund Franklín? Stefán Páll Páluson skrifar 26. júní 2020 12:00 Undanfarin ár hefur almenningur risið reglulega upp gegn ríkisstjórninni vegna vinnubragða þeirra; öryrkjar, eldri borgarar ofl. Ég er öryrki. Þingmenn, ráðherrar og í raun svo gott sem allir þeir sem koma að okkar málum hafa annaðhvort svikið gefin loforð eða einfaldlega ekki náð neinum árangri. Hver er ástæðan? Það er ekki vilji innan þings né ríkisstjórnar að leiðrétta skerðingar, loforð sem gefið var 2009, leiðrétting átti að fara fram 2011. Það vita það allir að lífeyrisskerðingar eru ólögmætar. Þessa sögu þekkja allir. Í þessarri stöðu er mikilvægt að hafa í huga að við almenningur eigum verkfæri í kistunni sem við getum notað og það verkfæri er Forseti Íslands. Þetta verkfæri hefur nú ekki verið notað í þágu almennings í 4 ár. Guðmundur Franklín er einstaklingur sem ég treysti til að beita bæði beinum og óbeinum áhrifum forsetaembættisins í þágu okkar öryrkja og eldri borgara. En það er ekki bara málefni öryrkja og eldri borgara sem ráða minni för, ég á börn sem munu erfa landið, börn sem ég vill skilja eftir í betra samfélagi með einstaklinga við stjórn sem láta sér öll málefni almennings varða eins og t.d. orku- og sjávarauðlindir. Að gefa einstaka einstaklingum yfirráð yfir þessum auðlindum er án efa stærstu mistök sem við getum gert. Guðmundur Franklín er sá maður sem hefur kjark til að takast á við það verkefni svo ekki verði úr stórslys sem börnin mín og ykkar munu greiða fyrir ef illa fer. Alls 11% treysta ríkisstjórninni fullkomlega, 22,1% treystir henni mjög vel, og 26,6% treysta henni frekar vel.(samkvæmt þjóðarpúls Gallup) Það er því einmitt núna meira en nokkru sinni fyrr sem við þurfum kjarkmikin forseta, forseta sem beitir beinum og óbeinum áhrifum sínum til að vernda rétt okkar almennings. Kjarkmikill, ákveðin og óhræddur við að rísa upp gegn hagsmunaöflum eru bara nokkrir góðir kostir við Guðmund Franklín sem munu gera hann að góðum forseta. Við þurfum forseta sem hefur tekið þátt í lífinu en ekki bara lesið um það. Við þurfum forseta sem veit hvað það er að missa allt. Við þurfum forseta sem þekkir erfiðleikana sem koma upp við það endurreisa sig. Forsetaembættið snýst nefnilega ekki um að sýna vöðvana og vekja upp ótta. Hver sá sem heldur slíku fram veit ekki ekki hvað forsetaembættið er og gengur erinda hagsmunaafla sem við viljum ekki að stjórni þeim forseta sem við kjósum okkur í lýðræðislegum kosningum. Ekki láta neinn blekkja ykkur í að halda það að embættið sé gagnslaust. Ef svo væri þá værum við ekki með forseta enda tilgangslaust að vera með einstakling á launum við að gera ekkert annað en að ganga erinda alþingis. Ég kýs með lýðræði gegn hagsmunaöflum. Ég kýs Guðmund Franklín svo börnin mín búi í betra samfélagi. #minnforseti #Franklín2020 #fyrirbörninmín #klárlega Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur almenningur risið reglulega upp gegn ríkisstjórninni vegna vinnubragða þeirra; öryrkjar, eldri borgarar ofl. Ég er öryrki. Þingmenn, ráðherrar og í raun svo gott sem allir þeir sem koma að okkar málum hafa annaðhvort svikið gefin loforð eða einfaldlega ekki náð neinum árangri. Hver er ástæðan? Það er ekki vilji innan þings né ríkisstjórnar að leiðrétta skerðingar, loforð sem gefið var 2009, leiðrétting átti að fara fram 2011. Það vita það allir að lífeyrisskerðingar eru ólögmætar. Þessa sögu þekkja allir. Í þessarri stöðu er mikilvægt að hafa í huga að við almenningur eigum verkfæri í kistunni sem við getum notað og það verkfæri er Forseti Íslands. Þetta verkfæri hefur nú ekki verið notað í þágu almennings í 4 ár. Guðmundur Franklín er einstaklingur sem ég treysti til að beita bæði beinum og óbeinum áhrifum forsetaembættisins í þágu okkar öryrkja og eldri borgara. En það er ekki bara málefni öryrkja og eldri borgara sem ráða minni för, ég á börn sem munu erfa landið, börn sem ég vill skilja eftir í betra samfélagi með einstaklinga við stjórn sem láta sér öll málefni almennings varða eins og t.d. orku- og sjávarauðlindir. Að gefa einstaka einstaklingum yfirráð yfir þessum auðlindum er án efa stærstu mistök sem við getum gert. Guðmundur Franklín er sá maður sem hefur kjark til að takast á við það verkefni svo ekki verði úr stórslys sem börnin mín og ykkar munu greiða fyrir ef illa fer. Alls 11% treysta ríkisstjórninni fullkomlega, 22,1% treystir henni mjög vel, og 26,6% treysta henni frekar vel.(samkvæmt þjóðarpúls Gallup) Það er því einmitt núna meira en nokkru sinni fyrr sem við þurfum kjarkmikin forseta, forseta sem beitir beinum og óbeinum áhrifum sínum til að vernda rétt okkar almennings. Kjarkmikill, ákveðin og óhræddur við að rísa upp gegn hagsmunaöflum eru bara nokkrir góðir kostir við Guðmund Franklín sem munu gera hann að góðum forseta. Við þurfum forseta sem hefur tekið þátt í lífinu en ekki bara lesið um það. Við þurfum forseta sem veit hvað það er að missa allt. Við þurfum forseta sem þekkir erfiðleikana sem koma upp við það endurreisa sig. Forsetaembættið snýst nefnilega ekki um að sýna vöðvana og vekja upp ótta. Hver sá sem heldur slíku fram veit ekki ekki hvað forsetaembættið er og gengur erinda hagsmunaafla sem við viljum ekki að stjórni þeim forseta sem við kjósum okkur í lýðræðislegum kosningum. Ekki láta neinn blekkja ykkur í að halda það að embættið sé gagnslaust. Ef svo væri þá værum við ekki með forseta enda tilgangslaust að vera með einstakling á launum við að gera ekkert annað en að ganga erinda alþingis. Ég kýs með lýðræði gegn hagsmunaöflum. Ég kýs Guðmund Franklín svo börnin mín búi í betra samfélagi. #minnforseti #Franklín2020 #fyrirbörninmín #klárlega
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar