Kristinn Steindórsson kom Breiðabliki til bjargar með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum í 3-2 sigri á Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld.
Keflavík komst í 2-1 í leiknum og 1. deildarliðið var ansi nálægt því að slá út eitt besta lið landsins. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.