Reginn vísar á bug fullyrðingum um óviðunandi ástand vallarins í Egilshöll Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 20:20 Úr leik í Egilshöll. vísir/andri Fasteignafélagið Reginn hefur vísað á bug fullyrðingum um að gervigrasið í Egilshöll uppfylli ekki kröfur eða að viðhaldi vallarins sé ekki sinnt með fullnægjandi hætti. KR-ingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Emil Ásmundsson hafa báðir slitið krossband í hné í knattspyrnuleikjum í Egilshöll á þessu ári. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að félagið væri með til skoðunar hvort það ætti rétt á bótum frá Regin þar sem að ástand vallarins væri ekki viðunandi. Knatthöllin ehf., dótturfélag Regins, rekur Egilshöllina. Páll sagði að það væri mat KR-inga að Reginn hefði „vanrækt þá skyldu sína að sjá til þess að viðhald sé með þeim hætti að gervigrasið í Egilshöll uppfylli þau skilyrði að völlurinn sé hættulaus leikmönnum.“ Í yfirlýsingu sem Reginn sendi frá sér í dag er þeim fullyrðingum vísað á bug. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug. Hið sama kemur fram í yfirlýsingu sem KSÍ hefur sent frá sér. Þar segir að vallarleyfi Egilshallar gildi út árið 2021. Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn. Íslenski boltinn KR KSÍ Reykjavík Tengdar fréttir Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira
Fasteignafélagið Reginn hefur vísað á bug fullyrðingum um að gervigrasið í Egilshöll uppfylli ekki kröfur eða að viðhaldi vallarins sé ekki sinnt með fullnægjandi hætti. KR-ingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Emil Ásmundsson hafa báðir slitið krossband í hné í knattspyrnuleikjum í Egilshöll á þessu ári. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að félagið væri með til skoðunar hvort það ætti rétt á bótum frá Regin þar sem að ástand vallarins væri ekki viðunandi. Knatthöllin ehf., dótturfélag Regins, rekur Egilshöllina. Páll sagði að það væri mat KR-inga að Reginn hefði „vanrækt þá skyldu sína að sjá til þess að viðhald sé með þeim hætti að gervigrasið í Egilshöll uppfylli þau skilyrði að völlurinn sé hættulaus leikmönnum.“ Í yfirlýsingu sem Reginn sendi frá sér í dag er þeim fullyrðingum vísað á bug. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug. Hið sama kemur fram í yfirlýsingu sem KSÍ hefur sent frá sér. Þar segir að vallarleyfi Egilshallar gildi út árið 2021. Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn.
Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug.
Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn.
Íslenski boltinn KR KSÍ Reykjavík Tengdar fréttir Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira
Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30
Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00