Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 20:22 Hlín Eiríksdóttir á ferðinni gegn Þór/KA í kvöld þar sem hún skoraði þrennu. VÍSIR/VILHELM „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. Hlín hafði skorað fyrstu tvö mörk Vals þegar hálftími var liðinn og bætti svo við þriðja markinu snemma í seinni hálfleik. Þessi tvítugi kantmaður skoraði 16 mörk í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og virðist í frábæru formi nú í upphafi tímabils. „Hún er tilbúin að æfa endalaust,“ segir Eiður. „Hún æfir tvisvar á dag á hverjum degi, mætir fyrst og fer síðust, og dregur mann fram úr rúminu snemma á morgnana til að taka aukaæfingar áður en maður mætir til vinnu. Hún er ótrúleg. Stundum, þegar maður vaknar klukkan sex á morgnana, er maður kannski ekki alveg til í þetta en þegar maður hittir hana með sitt bros á vör er maður alltaf tilbúinn að leggja sig fram fyrir svona leikmenn.“ Þó að Hlín sé rétt orðin tvítug hefur hún þegar spilað 14 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hafi hún áhuga á því er ljóst að hún mun fara út í atvinnumennsku fyrr eða síðar: „Ég vona innilega að Hlín taki næsta skref. Það yrði frábært fyrir Hlín og frábært fyrir íslenska landsliðið. Þetta er leikmaður sem á heima í fremstu röð og ef hún heldur áfram að bæta sig eins og síðustu tvö ár þá er ekkert að fara að stoppa hana,“ segir Eiður. Töluðum ekkert um Þór/KA Valskonur settu upp sýningu í dag eftir að hafa verið nokkuð frá sínu besta í 2-1 sigri á nýliðum Þróttar R. í síðustu umferð. Í dag mátti glögglega sjá að um meistaralið væri að ræða: „Við fórum vel yfir hlutina eftir leikinn við Þrótt og ákváðum að fókusera frekar á okkur en andstæðinginn fyrir þennan leik. Mér fannst það virka vel. Við vorum ferskar í dag og það voru allar tilbúnar að berjast fyrir hvor aðra. Við töluðum ekkert um Þór/KA fyrir þennan leik en vissum að við vorum að mæta liði sem hafði skorað átta mörk í tveimur leikjum, hörkuliði sem er tilbúið að fleygja sér í allar tæklingar, en við vorum betri á öllum sviðum og nýttum þær glufur sem voru opnar. Við fengum fullt af færum. Þær fengu alveg sína sénsa en þá steig Sandra [Sigurðardóttir, markmaður] inn í og til þess er hún þarna.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
„Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. Hlín hafði skorað fyrstu tvö mörk Vals þegar hálftími var liðinn og bætti svo við þriðja markinu snemma í seinni hálfleik. Þessi tvítugi kantmaður skoraði 16 mörk í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og virðist í frábæru formi nú í upphafi tímabils. „Hún er tilbúin að æfa endalaust,“ segir Eiður. „Hún æfir tvisvar á dag á hverjum degi, mætir fyrst og fer síðust, og dregur mann fram úr rúminu snemma á morgnana til að taka aukaæfingar áður en maður mætir til vinnu. Hún er ótrúleg. Stundum, þegar maður vaknar klukkan sex á morgnana, er maður kannski ekki alveg til í þetta en þegar maður hittir hana með sitt bros á vör er maður alltaf tilbúinn að leggja sig fram fyrir svona leikmenn.“ Þó að Hlín sé rétt orðin tvítug hefur hún þegar spilað 14 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hafi hún áhuga á því er ljóst að hún mun fara út í atvinnumennsku fyrr eða síðar: „Ég vona innilega að Hlín taki næsta skref. Það yrði frábært fyrir Hlín og frábært fyrir íslenska landsliðið. Þetta er leikmaður sem á heima í fremstu röð og ef hún heldur áfram að bæta sig eins og síðustu tvö ár þá er ekkert að fara að stoppa hana,“ segir Eiður. Töluðum ekkert um Þór/KA Valskonur settu upp sýningu í dag eftir að hafa verið nokkuð frá sínu besta í 2-1 sigri á nýliðum Þróttar R. í síðustu umferð. Í dag mátti glögglega sjá að um meistaralið væri að ræða: „Við fórum vel yfir hlutina eftir leikinn við Þrótt og ákváðum að fókusera frekar á okkur en andstæðinginn fyrir þennan leik. Mér fannst það virka vel. Við vorum ferskar í dag og það voru allar tilbúnar að berjast fyrir hvor aðra. Við töluðum ekkert um Þór/KA fyrir þennan leik en vissum að við vorum að mæta liði sem hafði skorað átta mörk í tveimur leikjum, hörkuliði sem er tilbúið að fleygja sér í allar tæklingar, en við vorum betri á öllum sviðum og nýttum þær glufur sem voru opnar. Við fengum fullt af færum. Þær fengu alveg sína sénsa en þá steig Sandra [Sigurðardóttir, markmaður] inn í og til þess er hún þarna.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 20:05