Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2020 23:00 Rúnar hefur fengið nóg af gervigrasinu inn í Egilshöll. Mynd/Vísir Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór Gunnarsson meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. „Glaður að við skyldum hafa unnið leikinn en ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs sem virðist hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að vera blóta í sand og ösku lengi. Algjörlega óþolandi að spila hérna inni,“ sagði Rúnar sem var augljóslega mikið niðri fyrir þó svo að leikurinn hafi unnist 8-1. KR missir þarna góðan liðsmann en Gunnar Þór hefur verið hluti af KR liðinu til fjölda ára. „Ekkert sem ég er fúll yfir varðandi Vængi Júpíters. Þeir vildu spila á KR-vellinum og við vildum það. Samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki. Ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar enn fremur. „Bæði lið óskuðu eftir því að spila á KR-vellinum en fengu neitun. Samkvæmt einhverjum reglum er það bannað. Við erum að reyna færa íslenska knattspyrnu á hærri stall og þetta er ekki boðlegt í 32-liða úrslitum að vera inn í höll að spila fótbolta þar sem þú getur ekki bleytt grasið. Þetta er bara slysahætta,“ sagði Rúnar aðspurður hvort bæði lið hefðu óskað eftir því að færa leikinn. „Gunnar Þór, sem hefur verið frábær fyrir KR í mörg ár, er að enda ferilinn sinn hér í stað þess að taka þátt í öllu sumrinu með okkur ef við hefðum spilað við almennilegar aðstæður. Við höfum verið ósáttir með þetta síðan í vetur í Reykjavíkurmótinu og erum það enn, það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði Rúnar áður en hann ræddi leikinn aðeins nánar að lokum. Viðtalið við Rúnar í heild sinni má sjá hér að neðan en Ingvar Örn Ákason sá um spurningarnar að þessu sinni. Klippa: Bálreiður Rúnar vegna meiðsla Gunnars Þórs Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Fleiri fréttir Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Sjá meira
Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór Gunnarsson meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. „Glaður að við skyldum hafa unnið leikinn en ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs sem virðist hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að vera blóta í sand og ösku lengi. Algjörlega óþolandi að spila hérna inni,“ sagði Rúnar sem var augljóslega mikið niðri fyrir þó svo að leikurinn hafi unnist 8-1. KR missir þarna góðan liðsmann en Gunnar Þór hefur verið hluti af KR liðinu til fjölda ára. „Ekkert sem ég er fúll yfir varðandi Vængi Júpíters. Þeir vildu spila á KR-vellinum og við vildum það. Samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki. Ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar enn fremur. „Bæði lið óskuðu eftir því að spila á KR-vellinum en fengu neitun. Samkvæmt einhverjum reglum er það bannað. Við erum að reyna færa íslenska knattspyrnu á hærri stall og þetta er ekki boðlegt í 32-liða úrslitum að vera inn í höll að spila fótbolta þar sem þú getur ekki bleytt grasið. Þetta er bara slysahætta,“ sagði Rúnar aðspurður hvort bæði lið hefðu óskað eftir því að færa leikinn. „Gunnar Þór, sem hefur verið frábær fyrir KR í mörg ár, er að enda ferilinn sinn hér í stað þess að taka þátt í öllu sumrinu með okkur ef við hefðum spilað við almennilegar aðstæður. Við höfum verið ósáttir með þetta síðan í vetur í Reykjavíkurmótinu og erum það enn, það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði Rúnar áður en hann ræddi leikinn aðeins nánar að lokum. Viðtalið við Rúnar í heild sinni má sjá hér að neðan en Ingvar Örn Ákason sá um spurningarnar að þessu sinni. Klippa: Bálreiður Rúnar vegna meiðsla Gunnars Þórs
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Fleiri fréttir Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Sjá meira