„Við megum ekki fagna of snemma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:05 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. Þetta sagði hún í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún fjallaði einna helst um viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum og mikilvægi þess að fagna ekki of snemma. „Það hefur líka skipt máli við þessar aðstæður að hafa við stjórnvölinn flokka sem allir hafa ákveðna kjölfestu og innri styrk og fara ekki á taugum þó að gefi á bátinn,“ sagði Þórdís. Hún fór yfir þann árangur sem náðst hefur undanfarnar vikur, en dró þó ekki úr þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á efnahag landsins. „Áhrifin af því munu vara lengi og eiga líklega enn þá eftir að koma að fullu fram. Á hinn bóginn er bæði atvinnulífið og samfélagið smám saman að komast aftur í eðlilegra horf, skref fyrir skref, með þeirri bjartsýni sem sú þróun hlýtur að vekja með okkur.“ „Nú þurfum við að verja þennan árangur með því að vera áfram ábyrg og skynsöm. Sigur gegn plágunni er ekki í höfn. Við megum ekki fagna of snemma,“ sagði Þórdís. Hún sagði þó jafnframt að samhliða því að bregðast við kórónuveirunni þurfi að beina sjónum að því verkefni að rísa aftur á fætur. Það yrði gert með því að hafa virkjun einstaklingsframtaksins að leiðarljósi til að auka aftur tekjur þjóðarbúsins. „Ekkert er betur til þess fallið að auka tekjur þjóðarbúsins en athafnafrelsi; frjálst einstaklingsframtak. Við tölum stundum um verðmætasköpun í þessu sambandi, og að ríkið búi ekki til verðmæti heldur einstaklingarnir, en það er ekki alveg nákvæmt orðalag, því það er jú fleira verðmæti en tekjur.“ „Öryggi, menntun og heilbrigði eru dæmi um verðmæti sem við erum flest sammála um að ríkið eigi að taka þátt í að tryggja okkur. En þegar kemur að tekjuöflun þá stenst enginn athafnafrelsi og einstaklingsframtaki snúning. Frelsi og framtak eru orkan sem knýr gangverk tekjuöflunar þjóðarbúsins,“ sagði Þórdís. Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. Þetta sagði hún í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún fjallaði einna helst um viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum og mikilvægi þess að fagna ekki of snemma. „Það hefur líka skipt máli við þessar aðstæður að hafa við stjórnvölinn flokka sem allir hafa ákveðna kjölfestu og innri styrk og fara ekki á taugum þó að gefi á bátinn,“ sagði Þórdís. Hún fór yfir þann árangur sem náðst hefur undanfarnar vikur, en dró þó ekki úr þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á efnahag landsins. „Áhrifin af því munu vara lengi og eiga líklega enn þá eftir að koma að fullu fram. Á hinn bóginn er bæði atvinnulífið og samfélagið smám saman að komast aftur í eðlilegra horf, skref fyrir skref, með þeirri bjartsýni sem sú þróun hlýtur að vekja með okkur.“ „Nú þurfum við að verja þennan árangur með því að vera áfram ábyrg og skynsöm. Sigur gegn plágunni er ekki í höfn. Við megum ekki fagna of snemma,“ sagði Þórdís. Hún sagði þó jafnframt að samhliða því að bregðast við kórónuveirunni þurfi að beina sjónum að því verkefni að rísa aftur á fætur. Það yrði gert með því að hafa virkjun einstaklingsframtaksins að leiðarljósi til að auka aftur tekjur þjóðarbúsins. „Ekkert er betur til þess fallið að auka tekjur þjóðarbúsins en athafnafrelsi; frjálst einstaklingsframtak. Við tölum stundum um verðmætasköpun í þessu sambandi, og að ríkið búi ekki til verðmæti heldur einstaklingarnir, en það er ekki alveg nákvæmt orðalag, því það er jú fleira verðmæti en tekjur.“ „Öryggi, menntun og heilbrigði eru dæmi um verðmæti sem við erum flest sammála um að ríkið eigi að taka þátt í að tryggja okkur. En þegar kemur að tekjuöflun þá stenst enginn athafnafrelsi og einstaklingsframtaki snúning. Frelsi og framtak eru orkan sem knýr gangverk tekjuöflunar þjóðarbúsins,“ sagði Þórdís. Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira