„Við megum ekki fagna of snemma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:05 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. Þetta sagði hún í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún fjallaði einna helst um viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum og mikilvægi þess að fagna ekki of snemma. „Það hefur líka skipt máli við þessar aðstæður að hafa við stjórnvölinn flokka sem allir hafa ákveðna kjölfestu og innri styrk og fara ekki á taugum þó að gefi á bátinn,“ sagði Þórdís. Hún fór yfir þann árangur sem náðst hefur undanfarnar vikur, en dró þó ekki úr þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á efnahag landsins. „Áhrifin af því munu vara lengi og eiga líklega enn þá eftir að koma að fullu fram. Á hinn bóginn er bæði atvinnulífið og samfélagið smám saman að komast aftur í eðlilegra horf, skref fyrir skref, með þeirri bjartsýni sem sú þróun hlýtur að vekja með okkur.“ „Nú þurfum við að verja þennan árangur með því að vera áfram ábyrg og skynsöm. Sigur gegn plágunni er ekki í höfn. Við megum ekki fagna of snemma,“ sagði Þórdís. Hún sagði þó jafnframt að samhliða því að bregðast við kórónuveirunni þurfi að beina sjónum að því verkefni að rísa aftur á fætur. Það yrði gert með því að hafa virkjun einstaklingsframtaksins að leiðarljósi til að auka aftur tekjur þjóðarbúsins. „Ekkert er betur til þess fallið að auka tekjur þjóðarbúsins en athafnafrelsi; frjálst einstaklingsframtak. Við tölum stundum um verðmætasköpun í þessu sambandi, og að ríkið búi ekki til verðmæti heldur einstaklingarnir, en það er ekki alveg nákvæmt orðalag, því það er jú fleira verðmæti en tekjur.“ „Öryggi, menntun og heilbrigði eru dæmi um verðmæti sem við erum flest sammála um að ríkið eigi að taka þátt í að tryggja okkur. En þegar kemur að tekjuöflun þá stenst enginn athafnafrelsi og einstaklingsframtaki snúning. Frelsi og framtak eru orkan sem knýr gangverk tekjuöflunar þjóðarbúsins,“ sagði Þórdís. Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. Þetta sagði hún í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún fjallaði einna helst um viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum og mikilvægi þess að fagna ekki of snemma. „Það hefur líka skipt máli við þessar aðstæður að hafa við stjórnvölinn flokka sem allir hafa ákveðna kjölfestu og innri styrk og fara ekki á taugum þó að gefi á bátinn,“ sagði Þórdís. Hún fór yfir þann árangur sem náðst hefur undanfarnar vikur, en dró þó ekki úr þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á efnahag landsins. „Áhrifin af því munu vara lengi og eiga líklega enn þá eftir að koma að fullu fram. Á hinn bóginn er bæði atvinnulífið og samfélagið smám saman að komast aftur í eðlilegra horf, skref fyrir skref, með þeirri bjartsýni sem sú þróun hlýtur að vekja með okkur.“ „Nú þurfum við að verja þennan árangur með því að vera áfram ábyrg og skynsöm. Sigur gegn plágunni er ekki í höfn. Við megum ekki fagna of snemma,“ sagði Þórdís. Hún sagði þó jafnframt að samhliða því að bregðast við kórónuveirunni þurfi að beina sjónum að því verkefni að rísa aftur á fætur. Það yrði gert með því að hafa virkjun einstaklingsframtaksins að leiðarljósi til að auka aftur tekjur þjóðarbúsins. „Ekkert er betur til þess fallið að auka tekjur þjóðarbúsins en athafnafrelsi; frjálst einstaklingsframtak. Við tölum stundum um verðmætasköpun í þessu sambandi, og að ríkið búi ekki til verðmæti heldur einstaklingarnir, en það er ekki alveg nákvæmt orðalag, því það er jú fleira verðmæti en tekjur.“ „Öryggi, menntun og heilbrigði eru dæmi um verðmæti sem við erum flest sammála um að ríkið eigi að taka þátt í að tryggja okkur. En þegar kemur að tekjuöflun þá stenst enginn athafnafrelsi og einstaklingsframtaki snúning. Frelsi og framtak eru orkan sem knýr gangverk tekjuöflunar þjóðarbúsins,“ sagði Þórdís. Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira