Barnaníðingar nýttu sér faraldurinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júní 2020 18:30 Gríðarleg aukning varð í dreifingu stafræns kynferðisofbeldis gegn börnum á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Evrópu. Vísbendingar eru um að sama þróun hafi átt sér stað hér á landi. Europol eða Evrópulögreglan hefur sent frá sér skýrslu um niðurstöður rannsóknar sinnar á stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum í Evrópu þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst og víða gilti útgöngu- eða samkomubann. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi, en Catherine De Bolle forstjóri stofnunarinnar segir í upphafi skýrslunnar að stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafi flætt um netið á tímabilinu mars til maíog hafi þó verið mikið fyrir faraldurinn. Þá kallar hún eftir samfélagslegu átaki gegn kynferðislegri misnotkun barna. Fram kemur að mikil aukning varð á ofbeldinu bæði á netinu og huldunetinu á tímabilinu mars til maí á þessu ári eða þegar útgöngu-eða samkomubann gilti í mörgum löndum Evrópu. Ferðatakmarkanir hafi gert það að verkum að barnaníðingar hafi í meira mæli en áður skipst á efni á netinu sem inniheldur kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá sýni mikil umferð barnaníðinga á huldunetinu meðan faraldurinn stóð sem hæst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða sem börnum stafi mikil ógn af. Varað er við að þessi aukning geti haft þau áhrif að eftirspurn eftir stafrænu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum aukist eftir að útgöngu-eða samkomubanni lýkur. Samfélög og löggæslan hvött til að einbeita sér að því að koma í veg fyrir framleiðslu á slíku efni. Þá þurfi að finna út hver fórnarlömb glæpamannanna eru. Fram kemur að gríðarleg aukning varð orðið á tilkynningum um týnd börn eða misnotuð í Evrópu á tímabilinu. Tölur frá 23 Evrópulöndum sýna að næstum allstaðar varð orðið mikil aukning á málum sem þessum Í skýrslunni er einnig vitnað í athugasemdir barnaníðina á huldunetinu þar sem þeir þakka kórónuveirufaldrinum fyrir hversu auðvelt það sé að nálgast börn sem séu einangruð heima hjá sér. Hér á landi virðist svipuð þróun hafa verið í gangi en samkvæmt tölum frá Barnahúsi var allt árið 2019 tilkynnt um 20 tilfelli þar sem stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafði átt sér stað en tilfellin eru nú þegar orðin 19 á þessu ári. Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. 24. apríl 2020 23:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Gríðarleg aukning varð í dreifingu stafræns kynferðisofbeldis gegn börnum á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Evrópu. Vísbendingar eru um að sama þróun hafi átt sér stað hér á landi. Europol eða Evrópulögreglan hefur sent frá sér skýrslu um niðurstöður rannsóknar sinnar á stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum í Evrópu þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst og víða gilti útgöngu- eða samkomubann. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi, en Catherine De Bolle forstjóri stofnunarinnar segir í upphafi skýrslunnar að stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafi flætt um netið á tímabilinu mars til maíog hafi þó verið mikið fyrir faraldurinn. Þá kallar hún eftir samfélagslegu átaki gegn kynferðislegri misnotkun barna. Fram kemur að mikil aukning varð á ofbeldinu bæði á netinu og huldunetinu á tímabilinu mars til maí á þessu ári eða þegar útgöngu-eða samkomubann gilti í mörgum löndum Evrópu. Ferðatakmarkanir hafi gert það að verkum að barnaníðingar hafi í meira mæli en áður skipst á efni á netinu sem inniheldur kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá sýni mikil umferð barnaníðinga á huldunetinu meðan faraldurinn stóð sem hæst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða sem börnum stafi mikil ógn af. Varað er við að þessi aukning geti haft þau áhrif að eftirspurn eftir stafrænu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum aukist eftir að útgöngu-eða samkomubanni lýkur. Samfélög og löggæslan hvött til að einbeita sér að því að koma í veg fyrir framleiðslu á slíku efni. Þá þurfi að finna út hver fórnarlömb glæpamannanna eru. Fram kemur að gríðarleg aukning varð orðið á tilkynningum um týnd börn eða misnotuð í Evrópu á tímabilinu. Tölur frá 23 Evrópulöndum sýna að næstum allstaðar varð orðið mikil aukning á málum sem þessum Í skýrslunni er einnig vitnað í athugasemdir barnaníðina á huldunetinu þar sem þeir þakka kórónuveirufaldrinum fyrir hversu auðvelt það sé að nálgast börn sem séu einangruð heima hjá sér. Hér á landi virðist svipuð þróun hafa verið í gangi en samkvæmt tölum frá Barnahúsi var allt árið 2019 tilkynnt um 20 tilfelli þar sem stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafði átt sér stað en tilfellin eru nú þegar orðin 19 á þessu ári.
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. 24. apríl 2020 23:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. 24. apríl 2020 23:00