Erlent

Pöbbar, veitinga­staðir og hótel opna í Eng­landi 4. júlí

Atli Ísleifsson skrifar
Á sama tíma verður slakað á tveggja metra reglunni í landinu.
Á sama tíma verður slakað á tveggja metra reglunni í landinu. Getty

Pöbbar, veitingastaðir og hótel í Englandi geta opnað á ný þann 4. júlí næstkomandi og þá verður slakað á tveggja metra reglunni í landinu.

Frá þessu greindi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í morgun, en hann hefur verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum í þjónustugeiranum og þingmönnum Íhaldsflokksins að undanförnu að slaka á reglum vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Johnson sagði að smitum hafi fækkað og að minni líkur séu á seinni bylgju smita. Því sé hægt að slaka á aðgerðum nú og vinna að því að koma efnahagslífinu og samfélaginu í fyrra horf. Sagði forsætisráðherrann að slakað verði á tveggja metra reglunni þannig að nú verði miðað við einn metra.

Hárgreiðslustofum verður sömuleiðis heimilt að opna á ný, líkt og bænastöðum og skemmtigörðum. Næturklúbbar, líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verða þó áfram lokuð.

Alls eru skráð kórónuveirusmit í Bretlandi nú um 305 þúsund og er dauðsföll þar sem rakin eru til covid-19 nú rúmlega 42 þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×