Vill minnisvarða um fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 22. júní 2020 07:54 Vilhjálmur Bjarnason vill sjá minnisvarðann sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem Hans Jónatan starfaði. Alþingi/Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi. Vilhjálmur hefur lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis þar sem ríkisstjórn er falið að setja upp minnismerkið um „þrælinn sem kaus frelsið“, sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem hann starfaði. „Minnismerkið verði fyrst og fremst ákall um það frelsi sem er göfugast allra mannréttinda og má aldrei gleymast þótt móti blási í erfiðum heimi.“ Hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur Í greinargerð með tillögunni segir að víða um lönd séu nú rifjaðar upp afleiðingar þrælasölu og þrælahalds á fyrri öldum. „Mótmæli í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á blökkumanninum George Floyd í Minneapolis 25. maí sl. hafa hrundið af stað alþjóðlegri hreyfingu, sem krefst þess að hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur, örlaga þeirra verði minnst og kjör afkomenda þeirra verði bætt. Í Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar er rætt um á hvern veg á að standa að þessu,“ segir í greinargerðinni. Kaus frelsi og strauk til Íslands Þar er sömuleiðis ævi leysingjans Hans Jónatan rakin í stuttu máli, en hann fæddist á St. Croix í Dönsku Jómfrúaeyjum árið 1784 og er sagður tengja Ísland sterkari böndum við sögu þrældómsins á síðustu öldum en nokkur annar. Frá Djúpavogi.Vísir/Vilhelm „Hann var fæddur í þrældóm því móðir hans var ambátt ættuð frá Afríku, faðirinn var hvítur, líklega danskur. Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigenda sinna, Schimmelmannhjóna, sem þá voru flutt til Danmerkur frá St. Croix. Hann gat sér gott orð í orustunni um Kaupmannahöfn árið 1801. Það dugði honum þó ekki til að losna undan ánauð. Eigandi hans höfðaði sögulegt mál til að staðfesta eign sína á Hans Jónatan og vann það mál. Hans Jónatan sætti sig ekki við niðurstöðuna, hann kaus frelsi og strauk til Íslands árið 1802. Hann settist að á Djúpavogi þar sem hann gegndi verslunarstörfum og gerðist bóndi,“ segir í greinargerðinni. Reyndist góður þegn Ennfremur segir Vilhjálmur að Íslendingar hafi tekið Hans Jónatan vel og hafi hann reynst góður þegn. „Ekkert bendir til að hann hafi þurft að líða fyrir dökkan hörundslit eða uppruna sinn í þrældómi. Afkomendur hans og eiginkonu hans, Katrínar Antoníusdóttur frá Hálsi í Hamarsfirði, eru nú um eitt þúsund. Hér er lagt til að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi.“ Alþingi Styttur og útilistaverk Djúpivogur Dauði George Floyd Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi. Vilhjálmur hefur lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis þar sem ríkisstjórn er falið að setja upp minnismerkið um „þrælinn sem kaus frelsið“, sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem hann starfaði. „Minnismerkið verði fyrst og fremst ákall um það frelsi sem er göfugast allra mannréttinda og má aldrei gleymast þótt móti blási í erfiðum heimi.“ Hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur Í greinargerð með tillögunni segir að víða um lönd séu nú rifjaðar upp afleiðingar þrælasölu og þrælahalds á fyrri öldum. „Mótmæli í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á blökkumanninum George Floyd í Minneapolis 25. maí sl. hafa hrundið af stað alþjóðlegri hreyfingu, sem krefst þess að hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur, örlaga þeirra verði minnst og kjör afkomenda þeirra verði bætt. Í Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar er rætt um á hvern veg á að standa að þessu,“ segir í greinargerðinni. Kaus frelsi og strauk til Íslands Þar er sömuleiðis ævi leysingjans Hans Jónatan rakin í stuttu máli, en hann fæddist á St. Croix í Dönsku Jómfrúaeyjum árið 1784 og er sagður tengja Ísland sterkari böndum við sögu þrældómsins á síðustu öldum en nokkur annar. Frá Djúpavogi.Vísir/Vilhelm „Hann var fæddur í þrældóm því móðir hans var ambátt ættuð frá Afríku, faðirinn var hvítur, líklega danskur. Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigenda sinna, Schimmelmannhjóna, sem þá voru flutt til Danmerkur frá St. Croix. Hann gat sér gott orð í orustunni um Kaupmannahöfn árið 1801. Það dugði honum þó ekki til að losna undan ánauð. Eigandi hans höfðaði sögulegt mál til að staðfesta eign sína á Hans Jónatan og vann það mál. Hans Jónatan sætti sig ekki við niðurstöðuna, hann kaus frelsi og strauk til Íslands árið 1802. Hann settist að á Djúpavogi þar sem hann gegndi verslunarstörfum og gerðist bóndi,“ segir í greinargerðinni. Reyndist góður þegn Ennfremur segir Vilhjálmur að Íslendingar hafi tekið Hans Jónatan vel og hafi hann reynst góður þegn. „Ekkert bendir til að hann hafi þurft að líða fyrir dökkan hörundslit eða uppruna sinn í þrældómi. Afkomendur hans og eiginkonu hans, Katrínar Antoníusdóttur frá Hálsi í Hamarsfirði, eru nú um eitt þúsund. Hér er lagt til að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi.“
Alþingi Styttur og útilistaverk Djúpivogur Dauði George Floyd Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira