Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2020 21:35 Óskar Hrafn hefði viljað sjá lið sitt spila betur en var sáttur með þrjú stig. Vísir/Mynd Breiðablik vann Fylki í hörkuleik í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 1-0 en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann tekur hins vegar þremur stigum fagnandi. „Ég er mjög sáttur. Tek stigin þrjú með glöðu geði,“ sagði Óskar að leik loknum í Árbænum. „Við höfum oft verið betri. Vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en náðum ekki að vera nógu ógnandi á síðasta þriðjung. Svo fannst mér við ekki ná neinum takti í seinni hálfleik og við erum bara þakklátir fyrir markið. Strákarnir sýndu ákveðinn karakter sem var frábært að sjá því stundum þarf að grafa þegar hlutirnir – spilið og ryðminn eru ekki til staðar,“ sagði Óskar Hrafn um það hvernig leikurinn hefði horft við honum. Óskar heyrðist öskra „þolinmæði“ á sína menn í fyrri hálfleik. Hún skilaði sér í dag. „Kannski ekki alveg eins og ég var að meina en þegar þú mætir liði eins og Fylki sem er vel skipulagt, með fljóta menn fram á við og hörkuleikmenn eins og Helga Val (Daníelsson) og (Sam) Hewson þá þarftu að vera þolinmóður og velja augnablikið vel þegar þú ferð af stað fram á við því ef þú tapar honum þá eru þeir mjög hættulegir í transition.“ Óskar var eðlilega spurður út í markið sem Blikar skoruðu en var dæmt af um miðbik síðari hálfleiks. Boltinn fór í hendina á Höskuldi Gunnlaugssyni áður en hann skoraði. Það tók dómara leiksins hins vegar einstaklega langan tíma að flauta markið af. „Hendi á einhvern. Ég sá það ekki sko. Ég ætla bara að segja að þetta sé rétt hjá þeim, þeir hljóta að vita það. Þeir hefðu aldrei tekið svona afdrifaríka ákvörðun nema vera 100 prósent vissir um að hún væri rétt og ég virði það.“ „Svo sannarlega, hlaupandi,“ sagði Óskar að lokum aðspurður hvort hann hefði tekið sex stigum og markatölunni 4-0 úr fyrstu tveimur leikjunum fyrir mót. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Breiðablik vann Fylki í hörkuleik í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 1-0 en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann tekur hins vegar þremur stigum fagnandi. „Ég er mjög sáttur. Tek stigin þrjú með glöðu geði,“ sagði Óskar að leik loknum í Árbænum. „Við höfum oft verið betri. Vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en náðum ekki að vera nógu ógnandi á síðasta þriðjung. Svo fannst mér við ekki ná neinum takti í seinni hálfleik og við erum bara þakklátir fyrir markið. Strákarnir sýndu ákveðinn karakter sem var frábært að sjá því stundum þarf að grafa þegar hlutirnir – spilið og ryðminn eru ekki til staðar,“ sagði Óskar Hrafn um það hvernig leikurinn hefði horft við honum. Óskar heyrðist öskra „þolinmæði“ á sína menn í fyrri hálfleik. Hún skilaði sér í dag. „Kannski ekki alveg eins og ég var að meina en þegar þú mætir liði eins og Fylki sem er vel skipulagt, með fljóta menn fram á við og hörkuleikmenn eins og Helga Val (Daníelsson) og (Sam) Hewson þá þarftu að vera þolinmóður og velja augnablikið vel þegar þú ferð af stað fram á við því ef þú tapar honum þá eru þeir mjög hættulegir í transition.“ Óskar var eðlilega spurður út í markið sem Blikar skoruðu en var dæmt af um miðbik síðari hálfleiks. Boltinn fór í hendina á Höskuldi Gunnlaugssyni áður en hann skoraði. Það tók dómara leiksins hins vegar einstaklega langan tíma að flauta markið af. „Hendi á einhvern. Ég sá það ekki sko. Ég ætla bara að segja að þetta sé rétt hjá þeim, þeir hljóta að vita það. Þeir hefðu aldrei tekið svona afdrifaríka ákvörðun nema vera 100 prósent vissir um að hún væri rétt og ég virði það.“ „Svo sannarlega, hlaupandi,“ sagði Óskar að lokum aðspurður hvort hann hefði tekið sex stigum og markatölunni 4-0 úr fyrstu tveimur leikjunum fyrir mót.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00