Hagsmunir lögreglunnar fólgnir í trausti almennings Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 14:00 Sigríður Bjök Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikilvægt að lögreglan breyti sambandi sínu við almenning til að hægt sé að veita sem besta þjónustu. Viðhorf lögreglunnar til almennings hafi breyst töluvert frá því hún hóf störf sem lögreglustjóri á Ísafirði árið 2002 og þróunin sé stöðugt að breytast í rétta átt. „Við erum stuðningur við lögregluna í landinu, við erum stuðningur við vettvanginn en á sama tíma þurfum við líka að passa að miðla upplýsingum, vera til staðar,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir einnig mikilvægt að samband lögreglunnar við fjölmiðla sé gott til að almenningur fái sem skýrasta mynd af því sem sé í gangi. „Það er mikill áhugi á lögreglunni, þingið er að spyrja og mikill áhugi frá fréttamönnum og svo framvegis. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að við erum að þjóna nákvæmlega sama hópi. Ef við eigum ekki gott samband við fjölmiðla þá eru fjölmiðlar ekki með rétta mynd til að sýna fólkinu og þetta er sama fólkið og við erum að þjóna.“ Sigríður segir mikilvægt að tekið sé mið af tækniþróun og að lögregluembættið nýti sér nýstárlegri leiðir til að miðla upplýsingum til almennings. Upplýsingamiðlun hafi færst mikið til á síðustu árum og gera þurfi meira í því að ná til yngra fólks sem notar breyttar leiðir til samskipta. Sigríður fór í nám fyrir nokkrum árum og segir hún það hafa kennt sér margt. „Það sem ég áttaði mig ekki á þegar ég fór í þetta nám var að þetta var miklu meira, það var þessi breyting á samfélaginu. Að búa til platform fyrir þjónustu lögreglunnar og reyna að horfa á okkar vörur, við erum að veita þjónustu og erum að skila af okkur vörum, greiningar eru vörur, tölfræði er vörur, þetta verður að vera eitthvað sem fólkið vill fá.“ „Svo að þetta sé ekki þetta sem var þegar ég byrjaði, að okkar kúnni var glæpamaður. En það er alls ekki þannig, því hann á fjölskyldu, það eru þolendur, það eru fjárhagslegar afleiðingar og það eru samfélagslegar afleiðingar. Ólíkt fyrirtækjum á markaði þá eru okkar hagsmunir traustið. Ef að traustið er til staðar á milli okkar og borgaranna, þeirra sem við þjónum, þá erum við að fá betri upplýsingar. Fólk þorir að leita til okkar, við erum að fá heilbrigðara samband,“ segir Sigríður. „Það versta sem gerist er þegar fólk kærir ekki og hefur ekki samband við lögreglu þegar það þarf á því að halda því traustið er ekki til staðar. Það er það sem við erum alltaf að vinna með,“ segir Sigríður. „Við eigum ekki að veita þjónustu eins og við teljum að við eigum að veita hana heldur eins og fólk vill að hún sé veitt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Sprengisandur Tengdar fréttir Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37 Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikilvægt að lögreglan breyti sambandi sínu við almenning til að hægt sé að veita sem besta þjónustu. Viðhorf lögreglunnar til almennings hafi breyst töluvert frá því hún hóf störf sem lögreglustjóri á Ísafirði árið 2002 og þróunin sé stöðugt að breytast í rétta átt. „Við erum stuðningur við lögregluna í landinu, við erum stuðningur við vettvanginn en á sama tíma þurfum við líka að passa að miðla upplýsingum, vera til staðar,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir einnig mikilvægt að samband lögreglunnar við fjölmiðla sé gott til að almenningur fái sem skýrasta mynd af því sem sé í gangi. „Það er mikill áhugi á lögreglunni, þingið er að spyrja og mikill áhugi frá fréttamönnum og svo framvegis. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að við erum að þjóna nákvæmlega sama hópi. Ef við eigum ekki gott samband við fjölmiðla þá eru fjölmiðlar ekki með rétta mynd til að sýna fólkinu og þetta er sama fólkið og við erum að þjóna.“ Sigríður segir mikilvægt að tekið sé mið af tækniþróun og að lögregluembættið nýti sér nýstárlegri leiðir til að miðla upplýsingum til almennings. Upplýsingamiðlun hafi færst mikið til á síðustu árum og gera þurfi meira í því að ná til yngra fólks sem notar breyttar leiðir til samskipta. Sigríður fór í nám fyrir nokkrum árum og segir hún það hafa kennt sér margt. „Það sem ég áttaði mig ekki á þegar ég fór í þetta nám var að þetta var miklu meira, það var þessi breyting á samfélaginu. Að búa til platform fyrir þjónustu lögreglunnar og reyna að horfa á okkar vörur, við erum að veita þjónustu og erum að skila af okkur vörum, greiningar eru vörur, tölfræði er vörur, þetta verður að vera eitthvað sem fólkið vill fá.“ „Svo að þetta sé ekki þetta sem var þegar ég byrjaði, að okkar kúnni var glæpamaður. En það er alls ekki þannig, því hann á fjölskyldu, það eru þolendur, það eru fjárhagslegar afleiðingar og það eru samfélagslegar afleiðingar. Ólíkt fyrirtækjum á markaði þá eru okkar hagsmunir traustið. Ef að traustið er til staðar á milli okkar og borgaranna, þeirra sem við þjónum, þá erum við að fá betri upplýsingar. Fólk þorir að leita til okkar, við erum að fá heilbrigðara samband,“ segir Sigríður. „Það versta sem gerist er þegar fólk kærir ekki og hefur ekki samband við lögreglu þegar það þarf á því að halda því traustið er ekki til staðar. Það er það sem við erum alltaf að vinna með,“ segir Sigríður. „Við eigum ekki að veita þjónustu eins og við teljum að við eigum að veita hana heldur eins og fólk vill að hún sé veitt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Sprengisandur Tengdar fréttir Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37 Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37
Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27