Hagsmunir lögreglunnar fólgnir í trausti almennings Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 14:00 Sigríður Bjök Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikilvægt að lögreglan breyti sambandi sínu við almenning til að hægt sé að veita sem besta þjónustu. Viðhorf lögreglunnar til almennings hafi breyst töluvert frá því hún hóf störf sem lögreglustjóri á Ísafirði árið 2002 og þróunin sé stöðugt að breytast í rétta átt. „Við erum stuðningur við lögregluna í landinu, við erum stuðningur við vettvanginn en á sama tíma þurfum við líka að passa að miðla upplýsingum, vera til staðar,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir einnig mikilvægt að samband lögreglunnar við fjölmiðla sé gott til að almenningur fái sem skýrasta mynd af því sem sé í gangi. „Það er mikill áhugi á lögreglunni, þingið er að spyrja og mikill áhugi frá fréttamönnum og svo framvegis. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að við erum að þjóna nákvæmlega sama hópi. Ef við eigum ekki gott samband við fjölmiðla þá eru fjölmiðlar ekki með rétta mynd til að sýna fólkinu og þetta er sama fólkið og við erum að þjóna.“ Sigríður segir mikilvægt að tekið sé mið af tækniþróun og að lögregluembættið nýti sér nýstárlegri leiðir til að miðla upplýsingum til almennings. Upplýsingamiðlun hafi færst mikið til á síðustu árum og gera þurfi meira í því að ná til yngra fólks sem notar breyttar leiðir til samskipta. Sigríður fór í nám fyrir nokkrum árum og segir hún það hafa kennt sér margt. „Það sem ég áttaði mig ekki á þegar ég fór í þetta nám var að þetta var miklu meira, það var þessi breyting á samfélaginu. Að búa til platform fyrir þjónustu lögreglunnar og reyna að horfa á okkar vörur, við erum að veita þjónustu og erum að skila af okkur vörum, greiningar eru vörur, tölfræði er vörur, þetta verður að vera eitthvað sem fólkið vill fá.“ „Svo að þetta sé ekki þetta sem var þegar ég byrjaði, að okkar kúnni var glæpamaður. En það er alls ekki þannig, því hann á fjölskyldu, það eru þolendur, það eru fjárhagslegar afleiðingar og það eru samfélagslegar afleiðingar. Ólíkt fyrirtækjum á markaði þá eru okkar hagsmunir traustið. Ef að traustið er til staðar á milli okkar og borgaranna, þeirra sem við þjónum, þá erum við að fá betri upplýsingar. Fólk þorir að leita til okkar, við erum að fá heilbrigðara samband,“ segir Sigríður. „Það versta sem gerist er þegar fólk kærir ekki og hefur ekki samband við lögreglu þegar það þarf á því að halda því traustið er ekki til staðar. Það er það sem við erum alltaf að vinna með,“ segir Sigríður. „Við eigum ekki að veita þjónustu eins og við teljum að við eigum að veita hana heldur eins og fólk vill að hún sé veitt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Sprengisandur Tengdar fréttir Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37 Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikilvægt að lögreglan breyti sambandi sínu við almenning til að hægt sé að veita sem besta þjónustu. Viðhorf lögreglunnar til almennings hafi breyst töluvert frá því hún hóf störf sem lögreglustjóri á Ísafirði árið 2002 og þróunin sé stöðugt að breytast í rétta átt. „Við erum stuðningur við lögregluna í landinu, við erum stuðningur við vettvanginn en á sama tíma þurfum við líka að passa að miðla upplýsingum, vera til staðar,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir einnig mikilvægt að samband lögreglunnar við fjölmiðla sé gott til að almenningur fái sem skýrasta mynd af því sem sé í gangi. „Það er mikill áhugi á lögreglunni, þingið er að spyrja og mikill áhugi frá fréttamönnum og svo framvegis. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að við erum að þjóna nákvæmlega sama hópi. Ef við eigum ekki gott samband við fjölmiðla þá eru fjölmiðlar ekki með rétta mynd til að sýna fólkinu og þetta er sama fólkið og við erum að þjóna.“ Sigríður segir mikilvægt að tekið sé mið af tækniþróun og að lögregluembættið nýti sér nýstárlegri leiðir til að miðla upplýsingum til almennings. Upplýsingamiðlun hafi færst mikið til á síðustu árum og gera þurfi meira í því að ná til yngra fólks sem notar breyttar leiðir til samskipta. Sigríður fór í nám fyrir nokkrum árum og segir hún það hafa kennt sér margt. „Það sem ég áttaði mig ekki á þegar ég fór í þetta nám var að þetta var miklu meira, það var þessi breyting á samfélaginu. Að búa til platform fyrir þjónustu lögreglunnar og reyna að horfa á okkar vörur, við erum að veita þjónustu og erum að skila af okkur vörum, greiningar eru vörur, tölfræði er vörur, þetta verður að vera eitthvað sem fólkið vill fá.“ „Svo að þetta sé ekki þetta sem var þegar ég byrjaði, að okkar kúnni var glæpamaður. En það er alls ekki þannig, því hann á fjölskyldu, það eru þolendur, það eru fjárhagslegar afleiðingar og það eru samfélagslegar afleiðingar. Ólíkt fyrirtækjum á markaði þá eru okkar hagsmunir traustið. Ef að traustið er til staðar á milli okkar og borgaranna, þeirra sem við þjónum, þá erum við að fá betri upplýsingar. Fólk þorir að leita til okkar, við erum að fá heilbrigðara samband,“ segir Sigríður. „Það versta sem gerist er þegar fólk kærir ekki og hefur ekki samband við lögreglu þegar það þarf á því að halda því traustið er ekki til staðar. Það er það sem við erum alltaf að vinna með,“ segir Sigríður. „Við eigum ekki að veita þjónustu eins og við teljum að við eigum að veita hana heldur eins og fólk vill að hún sé veitt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Sprengisandur Tengdar fréttir Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37 Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37
Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27