Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 07:47 25 ára maður var handtekinn á vettvangi. Vísir/getty 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens í bænum Reading í Englandi. Þrír eru látnir og þrír eru alvarlega slasaðir eftir árásina. Árásin átti sér stað um sjöleytið í gærkvöld að staðartíma. Árásarmaðurinn stakk nokkra sem voru staddir í garðinum og lýsir sjónarvottur því hvernig maðurinn gekk á milli hópa í garðinum og reyndi að stinga fólk. Maðurinn sem var handtekinn á vettvangi en samkvæmt heimildarmönnum BBC er um líbanskan mann að ræða sem hefur áður setið í fangelsi í Englandi fyrir minniháttarbrot. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Frá vettvangi.Vísir/Getty Lögregla segist ekki leita annarra í tengslum við árásina en rannsaka nú hvað lá að baki henni. Þá hefur lögregla hvatt fólk sem kann að eiga myndbandsupptökur af árásinni að setja sig í samband við sig en deila þeim ekki á samfélagsmiðlum í virðingarskyni við fjölskyldur fórnarlambanna. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir árásina hræðilega. Fólk hafi verið að njóta laugardagskvöldsins í garðinum með vinum og ættingjum og árásin sé með öllu óskiljanleg. My full statement on the incident in Reading, following the latest update from @ThamesVP https://t.co/K9xMHnkZSt pic.twitter.com/y4olaEgMfr— Priti Patel (@pritipatel) June 21, 2020 Boris Johnson forsætisráðherra tók í sama streng á Twitter-síðu sinni í gær. Þakkaði hann jafnframt viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir sín störf. My thoughts are with all of those affected by the appalling incident in Reading and my thanks to the emergency services on the scene.— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) June 20, 2020 Bretland Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira
25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens í bænum Reading í Englandi. Þrír eru látnir og þrír eru alvarlega slasaðir eftir árásina. Árásin átti sér stað um sjöleytið í gærkvöld að staðartíma. Árásarmaðurinn stakk nokkra sem voru staddir í garðinum og lýsir sjónarvottur því hvernig maðurinn gekk á milli hópa í garðinum og reyndi að stinga fólk. Maðurinn sem var handtekinn á vettvangi en samkvæmt heimildarmönnum BBC er um líbanskan mann að ræða sem hefur áður setið í fangelsi í Englandi fyrir minniháttarbrot. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Frá vettvangi.Vísir/Getty Lögregla segist ekki leita annarra í tengslum við árásina en rannsaka nú hvað lá að baki henni. Þá hefur lögregla hvatt fólk sem kann að eiga myndbandsupptökur af árásinni að setja sig í samband við sig en deila þeim ekki á samfélagsmiðlum í virðingarskyni við fjölskyldur fórnarlambanna. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir árásina hræðilega. Fólk hafi verið að njóta laugardagskvöldsins í garðinum með vinum og ættingjum og árásin sé með öllu óskiljanleg. My full statement on the incident in Reading, following the latest update from @ThamesVP https://t.co/K9xMHnkZSt pic.twitter.com/y4olaEgMfr— Priti Patel (@pritipatel) June 21, 2020 Boris Johnson forsætisráðherra tók í sama streng á Twitter-síðu sinni í gær. Þakkaði hann jafnframt viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir sín störf. My thoughts are with all of those affected by the appalling incident in Reading and my thanks to the emergency services on the scene.— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) June 20, 2020
Bretland Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira