Bað Miðflokksmenn um að sofa vel á tölfræði um ræðuhöld þeirra Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 23:38 Steingrímur taldi upp tölfræði um ræðuhöld Miðflokksmanna. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var ekki á eitt sáttur með aðfarir þingmanna Miðflokksins við umræður á Alþingi um samgönguáætlanir til fimm ára annars vegar og fimmtán ára hins vegar. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Þá hafði þingmaður Vinstri-Grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé sakað Miðflokksmenn um málþóf á þinginu í dag sem formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í pontu að væri „óneitanlega sérkennilegar“ fullyrðingar þegar þær kæmu frá þingmanni Vinstri grænna. Við lok þinghalds í dag þuldi Forseti Alþingis upp tölfræði frá síðari umræðu um samgönguáætlanir og sagði hann að háttsemi Miðflokksins væri honum vonbrigði. „Forseti vill engu að síður segja að það eru honum vonbrigði að við skulum sitja hér föst á nákvæmlega sama stað og þegar við skildum við dagskrármálin á fjórða tímanum aðfaranótt föstudagsins. Steingrímur minnti á að hann hafði eftir þann þingfund beint þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að með tilliti til aðstæðna, þar sem stutt er í þinglok, skyldu þeir stilla ræðuhöldum sínum í hóf til þess að þingið kæmist yfir mikilvægt mál. „Það má segja að þingmenn Miðflokksins hafi svarað þessu ákalli forseta með því að tala í rétt tæpar átta klukkustundir í dag í viðbót og flytja eitthvað á milli 70 og 80 ræður,“ sagði Steingrímur. „Til upplýsinga má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa nú í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað í rétt tæpar þúsund mínútur á milli 16 og 17 klukkustundir og haldið um 160 ræður“ sagði Forseti Alþingis áður en hann lauk tölu sinni á því að biðja Miðflokkinn um að sofa vel á þessum upplýsingum. „Ég bið háttvirta þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel.“ Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var ekki á eitt sáttur með aðfarir þingmanna Miðflokksins við umræður á Alþingi um samgönguáætlanir til fimm ára annars vegar og fimmtán ára hins vegar. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Þá hafði þingmaður Vinstri-Grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé sakað Miðflokksmenn um málþóf á þinginu í dag sem formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í pontu að væri „óneitanlega sérkennilegar“ fullyrðingar þegar þær kæmu frá þingmanni Vinstri grænna. Við lok þinghalds í dag þuldi Forseti Alþingis upp tölfræði frá síðari umræðu um samgönguáætlanir og sagði hann að háttsemi Miðflokksins væri honum vonbrigði. „Forseti vill engu að síður segja að það eru honum vonbrigði að við skulum sitja hér föst á nákvæmlega sama stað og þegar við skildum við dagskrármálin á fjórða tímanum aðfaranótt föstudagsins. Steingrímur minnti á að hann hafði eftir þann þingfund beint þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að með tilliti til aðstæðna, þar sem stutt er í þinglok, skyldu þeir stilla ræðuhöldum sínum í hóf til þess að þingið kæmist yfir mikilvægt mál. „Það má segja að þingmenn Miðflokksins hafi svarað þessu ákalli forseta með því að tala í rétt tæpar átta klukkustundir í dag í viðbót og flytja eitthvað á milli 70 og 80 ræður,“ sagði Steingrímur. „Til upplýsinga má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa nú í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað í rétt tæpar þúsund mínútur á milli 16 og 17 klukkustundir og haldið um 160 ræður“ sagði Forseti Alþingis áður en hann lauk tölu sinni á því að biðja Miðflokkinn um að sofa vel á þessum upplýsingum. „Ég bið háttvirta þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel.“
Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira