Rúmlega 20.000 hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 12:30 Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á þremur stöðum – á 1. og 2. hæð í Smáralind í Kópavogi og undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Vísir/Jóhann k. Forsetakosningar fara fram eftir viku. Tveir eru í framboði til forseta Íslands. Þeir eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson. Alls hafa rúmlega tuttugu þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar þegar þessi frétt er skrifuð. Fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu kjöri enn sem komið er, er umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið árið 2016. Þá greiddu í heildina 27 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar og þar af um 15 þúsund síðustu þrjá daga fyrir kjördag. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru í framboði.Vísir/Sigurjón Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi og í stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir ýmsa þætti valda því að margir kjósi nú utan kjörfundar. „Faraldur kórónuveirunnar hefur sjálfsagt eitthvað um þetta að segja. Einnig virðist vera að landinn ætli að vera úti á landi um kosningahelgina,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning utan kjörfunar atkvæðagreiðslu hafi eflaust áhrif, en hún fer meðal annars fram í Smáralind líkt og áður hefur komið fram. „Það er staður sem margir koma á og það virðist vera að fólki líti svo á að auðvelt sé að koma við og ljúka þessu af,“ sagði Bergþóra. Fram að föstudeginum 26. júní er hægt að kjósa utan kjörfundar frá klukkan tíu til 22. „Á laugardeginum þann 27. júní geta þeir sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins komið og kosið í Smáralind á fyrstu hæð frá klukkan 10-17,“ sagði Bergþóra. Sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. Hún brýnir þó fyrir þeim sem búa í Norðaustur kjördæmi og ætla að kjósa utan kjörfundar að koma fyrir klukkan hálf þrjú á kjördag þar sem síðasta flug norður er um klukkan 17. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið styðja alls um 92 prósent Guðna Th. Jóhannesson en um átta prósent Guðmund Franklín Jónsson. Í könnuninni var einnig spurt hversu ólíklegt eða líklegt fólk væri til að kjósa. 92 prósent svarenda telja líklegt að öruggt að þeir kjósi. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 18. júní. Í úrtakinu voru 2.500 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 50,5 prósent samkvæmt Fréttablaðinu. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Forsetakosningar fara fram eftir viku. Tveir eru í framboði til forseta Íslands. Þeir eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson. Alls hafa rúmlega tuttugu þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar þegar þessi frétt er skrifuð. Fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu kjöri enn sem komið er, er umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið árið 2016. Þá greiddu í heildina 27 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar og þar af um 15 þúsund síðustu þrjá daga fyrir kjördag. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru í framboði.Vísir/Sigurjón Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi og í stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir ýmsa þætti valda því að margir kjósi nú utan kjörfundar. „Faraldur kórónuveirunnar hefur sjálfsagt eitthvað um þetta að segja. Einnig virðist vera að landinn ætli að vera úti á landi um kosningahelgina,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning utan kjörfunar atkvæðagreiðslu hafi eflaust áhrif, en hún fer meðal annars fram í Smáralind líkt og áður hefur komið fram. „Það er staður sem margir koma á og það virðist vera að fólki líti svo á að auðvelt sé að koma við og ljúka þessu af,“ sagði Bergþóra. Fram að föstudeginum 26. júní er hægt að kjósa utan kjörfundar frá klukkan tíu til 22. „Á laugardeginum þann 27. júní geta þeir sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins komið og kosið í Smáralind á fyrstu hæð frá klukkan 10-17,“ sagði Bergþóra. Sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. Hún brýnir þó fyrir þeim sem búa í Norðaustur kjördæmi og ætla að kjósa utan kjörfundar að koma fyrir klukkan hálf þrjú á kjördag þar sem síðasta flug norður er um klukkan 17. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið styðja alls um 92 prósent Guðna Th. Jóhannesson en um átta prósent Guðmund Franklín Jónsson. Í könnuninni var einnig spurt hversu ólíklegt eða líklegt fólk væri til að kjósa. 92 prósent svarenda telja líklegt að öruggt að þeir kjósi. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 18. júní. Í úrtakinu voru 2.500 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 50,5 prósent samkvæmt Fréttablaðinu.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54