Biðla til foreldra að fara eftir fyrirmælum um sóttvarnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2020 20:30 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vísir/Egill Samkomutakmarkanir sem nú miðast við fimm hundruð manns eiga ekki við um börn og þessa stundina fer fram fjölmennt íþróttamót á Akranesi. Um 1400 börn taka þátt í mótinu og með þeim eru foreldrar en talið er að um fimm þúsund manns sé á mótinu um helgina alls staðar að af landinu. „Hér er auðvitað verið að fara að fyrirmælum yfirvalda og það er mjög mikilvægt að fólk geri það. Auðvitað eru börnin ekki vandamál, þau eru eins og við þekkjum mjög vel óhult. En ég biðla bara til foreldra að fylgja þeim tilmælum að vera í fimm hundruð manna hólfunum og ég var nú að skoða hérna í dag og þar voru allir virkilega að standa sig vel,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vellirnir hafa verið hólfaðir nokkuð niður og segist Sævar trúa því að hægt verði að halda stærri hópum frá því að koma saman. Götur bæjarins voru iðandi af lífi og börn út um allt, íklædd sínum liðstreyjum. Mótið gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna „Þetta er bara yndislegt. Að geta haldið svona mót aftur er bara dásamlegt en já, við höfum þá trú að við náum að halda fólki í hópum og mér sýnist þetta bara ganga einstaklega vel eins og þetta er búið að vera í dag.“ Hann segist taka undir það að mikilvægt sé að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda til að koma í veg fyrir að smit komi upp eftir mót helgarinnar. Nokkur smit hafa komið upp hér á landi eftir að ferðatakmörkunum var létt og flug fóru að koma til landsins erlendis frá. „Ég auðvitað tek undir það, auðvitað viljum við ekki sjá aðra bylgju hérna á Íslandi og núna er verið að stíga skref í átt þess að opna landið og ég bara biðla til foreldra að fara varlega og sinna þeim tilmælum sem allir þekkja orðið vel hérna á Íslandi.“ Hann segir mótið gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélagið. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mót, fyrir íþróttahreyfinguna að fá að taka á móti öllum þessum börnum og foreldrum og bjóða upp á Akranes, Flórídaskagann í þessu dásamlega veðri. Það er bara meiriháttar.“ Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samkomutakmarkanir sem nú miðast við fimm hundruð manns eiga ekki við um börn og þessa stundina fer fram fjölmennt íþróttamót á Akranesi. Um 1400 börn taka þátt í mótinu og með þeim eru foreldrar en talið er að um fimm þúsund manns sé á mótinu um helgina alls staðar að af landinu. „Hér er auðvitað verið að fara að fyrirmælum yfirvalda og það er mjög mikilvægt að fólk geri það. Auðvitað eru börnin ekki vandamál, þau eru eins og við þekkjum mjög vel óhult. En ég biðla bara til foreldra að fylgja þeim tilmælum að vera í fimm hundruð manna hólfunum og ég var nú að skoða hérna í dag og þar voru allir virkilega að standa sig vel,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vellirnir hafa verið hólfaðir nokkuð niður og segist Sævar trúa því að hægt verði að halda stærri hópum frá því að koma saman. Götur bæjarins voru iðandi af lífi og börn út um allt, íklædd sínum liðstreyjum. Mótið gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna „Þetta er bara yndislegt. Að geta haldið svona mót aftur er bara dásamlegt en já, við höfum þá trú að við náum að halda fólki í hópum og mér sýnist þetta bara ganga einstaklega vel eins og þetta er búið að vera í dag.“ Hann segist taka undir það að mikilvægt sé að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda til að koma í veg fyrir að smit komi upp eftir mót helgarinnar. Nokkur smit hafa komið upp hér á landi eftir að ferðatakmörkunum var létt og flug fóru að koma til landsins erlendis frá. „Ég auðvitað tek undir það, auðvitað viljum við ekki sjá aðra bylgju hérna á Íslandi og núna er verið að stíga skref í átt þess að opna landið og ég bara biðla til foreldra að fara varlega og sinna þeim tilmælum sem allir þekkja orðið vel hérna á Íslandi.“ Hann segir mótið gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélagið. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mót, fyrir íþróttahreyfinguna að fá að taka á móti öllum þessum börnum og foreldrum og bjóða upp á Akranes, Flórídaskagann í þessu dásamlega veðri. Það er bara meiriháttar.“
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent