Þórsarar biðu og biðu eftir bikarnum sem fór loksins á loft um síðustu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 17:30 Bikarinn á loft 106 dögum eftir síðasta leik. Fyrirliðinn Garðar Már Jónsson lyftir bikarnum fyrir sigur í Grill 66 deildinni. Mynd/Ármann Hinrik Þórsarar eru komnir upp í Olís deild karla í handbolta á ný eftir frábæra frammistöðu í Grill 66 deildinni í vetur og þeir fengu loksins að fagna með bikarinn um síðustu helgi. Þórsarar höfðu tryggt sig upp um deild áður en til þess kom að mótahald var fellt niður vegna Covid-19 ástandsins. Eftir fimmtán umferðir voru þeir taplausir með 28 stig og höfðu unnið þrettán af fimmtán leikjum sínum. Verðlaunaafhendingin gat þó ekki farið fram fyrr en miklu seinna. Þórsarar spiluðu síðasta leikinn sinn í Grill 66 deildinni 28. febrúar síðastliðinn þegar þeir unnu átta marka sigur á unglingaliði Vals. Bikarinn kom síðan norður á laugardaginn og fór því á loft 106 dögum eftir síðasta leik liðsins. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur hjá Þórsliðinu í vetur með 92 mörk, Ihor Kopyshynskyi skoraði 82 mörk, Garðar Már Jónsson var með 59 mörk og Valþór Atli Garðarsson skoraði 57 mörk. Þetta verður fyrsta tímabilið í fjórtán ár sem Þórsarar spila undir eigin nafni en þeir voru hluti af Akureyrarliðinu í mörg. Þór spilaði síðast í efstu deild sem Þór Akureyri veturinn 2005-06. Handboltastrákarnir í Þór sem komu liðinu aftur upp í hóp þeirra bestu.Mynd/Ármann Hinrik „Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að koma Þór aftur upp í deild þeirra bestu og gott að vera búnir að tryggja sætið þegar fjórar umferðir eru eftir,“ sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á heimasíðu Þórs, eftir að sætið í Olís deildinni var tryggt. „Ég er mjög ánægður með veturinn þegar á heildina er litið. Hópurinn hefur þroskast gríðarlega og samheldnin í liðinu eru orðin mjög mikil; hver og einn er tilbúinn að leggja sig allan fram fyrir hina. Allir eldri leikmennirnir gefa mikið af sér, hjálpa þeim yngri við að verða betri og allir hafa rödd, allir geta lagt eitthvað til málanna til þess að skapa liðsheildina. Ég er ungur þjálfari en strákar sem eru búnir að spila í efstu deild fylgja mér eins og allir hinir,“ sagði Halldór Örn. Þórsarar fagna sigri í Grill 66 deildinni um síðustu helgi þegar þeir fengu bikarinn loksins afhentan.Mynd/Ármann Hinrik Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Þórsarar eru komnir upp í Olís deild karla í handbolta á ný eftir frábæra frammistöðu í Grill 66 deildinni í vetur og þeir fengu loksins að fagna með bikarinn um síðustu helgi. Þórsarar höfðu tryggt sig upp um deild áður en til þess kom að mótahald var fellt niður vegna Covid-19 ástandsins. Eftir fimmtán umferðir voru þeir taplausir með 28 stig og höfðu unnið þrettán af fimmtán leikjum sínum. Verðlaunaafhendingin gat þó ekki farið fram fyrr en miklu seinna. Þórsarar spiluðu síðasta leikinn sinn í Grill 66 deildinni 28. febrúar síðastliðinn þegar þeir unnu átta marka sigur á unglingaliði Vals. Bikarinn kom síðan norður á laugardaginn og fór því á loft 106 dögum eftir síðasta leik liðsins. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur hjá Þórsliðinu í vetur með 92 mörk, Ihor Kopyshynskyi skoraði 82 mörk, Garðar Már Jónsson var með 59 mörk og Valþór Atli Garðarsson skoraði 57 mörk. Þetta verður fyrsta tímabilið í fjórtán ár sem Þórsarar spila undir eigin nafni en þeir voru hluti af Akureyrarliðinu í mörg. Þór spilaði síðast í efstu deild sem Þór Akureyri veturinn 2005-06. Handboltastrákarnir í Þór sem komu liðinu aftur upp í hóp þeirra bestu.Mynd/Ármann Hinrik „Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að koma Þór aftur upp í deild þeirra bestu og gott að vera búnir að tryggja sætið þegar fjórar umferðir eru eftir,“ sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á heimasíðu Þórs, eftir að sætið í Olís deildinni var tryggt. „Ég er mjög ánægður með veturinn þegar á heildina er litið. Hópurinn hefur þroskast gríðarlega og samheldnin í liðinu eru orðin mjög mikil; hver og einn er tilbúinn að leggja sig allan fram fyrir hina. Allir eldri leikmennirnir gefa mikið af sér, hjálpa þeim yngri við að verða betri og allir hafa rödd, allir geta lagt eitthvað til málanna til þess að skapa liðsheildina. Ég er ungur þjálfari en strákar sem eru búnir að spila í efstu deild fylgja mér eins og allir hinir,“ sagði Halldór Örn. Þórsarar fagna sigri í Grill 66 deildinni um síðustu helgi þegar þeir fengu bikarinn loksins afhentan.Mynd/Ármann Hinrik
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira