Þórsarar biðu og biðu eftir bikarnum sem fór loksins á loft um síðustu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 17:30 Bikarinn á loft 106 dögum eftir síðasta leik. Fyrirliðinn Garðar Már Jónsson lyftir bikarnum fyrir sigur í Grill 66 deildinni. Mynd/Ármann Hinrik Þórsarar eru komnir upp í Olís deild karla í handbolta á ný eftir frábæra frammistöðu í Grill 66 deildinni í vetur og þeir fengu loksins að fagna með bikarinn um síðustu helgi. Þórsarar höfðu tryggt sig upp um deild áður en til þess kom að mótahald var fellt niður vegna Covid-19 ástandsins. Eftir fimmtán umferðir voru þeir taplausir með 28 stig og höfðu unnið þrettán af fimmtán leikjum sínum. Verðlaunaafhendingin gat þó ekki farið fram fyrr en miklu seinna. Þórsarar spiluðu síðasta leikinn sinn í Grill 66 deildinni 28. febrúar síðastliðinn þegar þeir unnu átta marka sigur á unglingaliði Vals. Bikarinn kom síðan norður á laugardaginn og fór því á loft 106 dögum eftir síðasta leik liðsins. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur hjá Þórsliðinu í vetur með 92 mörk, Ihor Kopyshynskyi skoraði 82 mörk, Garðar Már Jónsson var með 59 mörk og Valþór Atli Garðarsson skoraði 57 mörk. Þetta verður fyrsta tímabilið í fjórtán ár sem Þórsarar spila undir eigin nafni en þeir voru hluti af Akureyrarliðinu í mörg. Þór spilaði síðast í efstu deild sem Þór Akureyri veturinn 2005-06. Handboltastrákarnir í Þór sem komu liðinu aftur upp í hóp þeirra bestu.Mynd/Ármann Hinrik „Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að koma Þór aftur upp í deild þeirra bestu og gott að vera búnir að tryggja sætið þegar fjórar umferðir eru eftir,“ sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á heimasíðu Þórs, eftir að sætið í Olís deildinni var tryggt. „Ég er mjög ánægður með veturinn þegar á heildina er litið. Hópurinn hefur þroskast gríðarlega og samheldnin í liðinu eru orðin mjög mikil; hver og einn er tilbúinn að leggja sig allan fram fyrir hina. Allir eldri leikmennirnir gefa mikið af sér, hjálpa þeim yngri við að verða betri og allir hafa rödd, allir geta lagt eitthvað til málanna til þess að skapa liðsheildina. Ég er ungur þjálfari en strákar sem eru búnir að spila í efstu deild fylgja mér eins og allir hinir,“ sagði Halldór Örn. Þórsarar fagna sigri í Grill 66 deildinni um síðustu helgi þegar þeir fengu bikarinn loksins afhentan.Mynd/Ármann Hinrik Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Þórsarar eru komnir upp í Olís deild karla í handbolta á ný eftir frábæra frammistöðu í Grill 66 deildinni í vetur og þeir fengu loksins að fagna með bikarinn um síðustu helgi. Þórsarar höfðu tryggt sig upp um deild áður en til þess kom að mótahald var fellt niður vegna Covid-19 ástandsins. Eftir fimmtán umferðir voru þeir taplausir með 28 stig og höfðu unnið þrettán af fimmtán leikjum sínum. Verðlaunaafhendingin gat þó ekki farið fram fyrr en miklu seinna. Þórsarar spiluðu síðasta leikinn sinn í Grill 66 deildinni 28. febrúar síðastliðinn þegar þeir unnu átta marka sigur á unglingaliði Vals. Bikarinn kom síðan norður á laugardaginn og fór því á loft 106 dögum eftir síðasta leik liðsins. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur hjá Þórsliðinu í vetur með 92 mörk, Ihor Kopyshynskyi skoraði 82 mörk, Garðar Már Jónsson var með 59 mörk og Valþór Atli Garðarsson skoraði 57 mörk. Þetta verður fyrsta tímabilið í fjórtán ár sem Þórsarar spila undir eigin nafni en þeir voru hluti af Akureyrarliðinu í mörg. Þór spilaði síðast í efstu deild sem Þór Akureyri veturinn 2005-06. Handboltastrákarnir í Þór sem komu liðinu aftur upp í hóp þeirra bestu.Mynd/Ármann Hinrik „Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að koma Þór aftur upp í deild þeirra bestu og gott að vera búnir að tryggja sætið þegar fjórar umferðir eru eftir,“ sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á heimasíðu Þórs, eftir að sætið í Olís deildinni var tryggt. „Ég er mjög ánægður með veturinn þegar á heildina er litið. Hópurinn hefur þroskast gríðarlega og samheldnin í liðinu eru orðin mjög mikil; hver og einn er tilbúinn að leggja sig allan fram fyrir hina. Allir eldri leikmennirnir gefa mikið af sér, hjálpa þeim yngri við að verða betri og allir hafa rödd, allir geta lagt eitthvað til málanna til þess að skapa liðsheildina. Ég er ungur þjálfari en strákar sem eru búnir að spila í efstu deild fylgja mér eins og allir hinir,“ sagði Halldór Örn. Þórsarar fagna sigri í Grill 66 deildinni um síðustu helgi þegar þeir fengu bikarinn loksins afhentan.Mynd/Ármann Hinrik
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira