Leggur skóna tímabundið á hilluna til að berjast fyrir réttlæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 17:00 Montgomery mun ekki fara á vítalínuna á næstunni þar sem hún hefur lagt skóna tímabundið á hilluna. Rich von Biberstein/Getty Images Hin 33 ára gamla Renee Montgomery mun ekki taka þátt í WNBA-deildinni í körfubolta í ár. Mun hún beita sér fyrir réttlæti í Bandaríkjunum í staðinn. Óeirðir og mótmæli undanfarnar vikur í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd eru helsta ástæða þess að Montgomery hefur ákveðið að láta að sér kveðja utan vallar frekar en innan. BBC greinir frá. Montgomery, sem leikur nú með Atlanta Dreams, hefur tvívegis orðið WNBA-meistari með Minnesota Lynx, árin 2015 og 2017. Nú hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna – tímabundið allavega – og sinna málefnum sem hún telur mikilvægari en körfubolta. The work everyone s been talking about? This is the work. And I m ready for it. When the W comes back, @itsreneem_ won t be there.https://t.co/npeSrwjbc6— The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 18, 2020 „Þetta snýst um meira en körfubolta. Hjarta mitt er annarsstaðar en á vellinum,“ sagði Lynx í viðtalinu við BBC. Eitt af hennar helstu málefnum eru kosningar í Atalanta-ríki. Hefur borið á kvörtunum vegna kosningakerfisins, þá aðallega í hverfum sem eru skipuð svörtu fólki. Montgomery vill aðstoða fólk sem vill nýta kosningarétt sinn en hefur ekki fengið tækifæri til þess. Stofnaði hún góðgerðarsamtök undir lok síðasta árs. „Ég vill láta gott af mér leiða og vonandi næ ég að koma á jákvæðum breytingum,“ sagði Montgomery um stofnun samtakanna. „Að missa öryggið sem körfuboltinn veitir mér er mjög ógnvekjandi. Ég trúi því samt að hvað sem gerist þá sé þetta rétt ákvörðun,“ sagði Montgomery að lokum. I spoke with Renee Montgomery (@itsreneem_) this morning to talk about her decision to sit out the upcoming WNBA season. Everyone has been saying that you can t fix systemic racism overnight. But I can pour gasoline on this social justice reform."https://t.co/NziSPRLYpX— Chris Kirschner (@ChrisKirschner) June 18, 2020 Bæði þjálfari og framkvæmdastjóri Atlanta Dreams styðja við bakið á leikmanninum. „Ég er mjög stolt af Montgomery og ástríðu hennar fyrir stofnuninni sinni, hennar starfi í samfélaginu og möguleikum hennar til að styðja við Black Lives Matter hreyfinguna,“ sagði Nicki Collen, þjálfari liðsins. „Við styðjum við bakið á starfi Renee utan vallar og vitum að hún getur komið á breytingum í Atlanta sem og víðar í heiminum,“ sagði Chris Sienko, framkvæmdastjóri félagsins. Körfubolti NBA Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Hin 33 ára gamla Renee Montgomery mun ekki taka þátt í WNBA-deildinni í körfubolta í ár. Mun hún beita sér fyrir réttlæti í Bandaríkjunum í staðinn. Óeirðir og mótmæli undanfarnar vikur í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd eru helsta ástæða þess að Montgomery hefur ákveðið að láta að sér kveðja utan vallar frekar en innan. BBC greinir frá. Montgomery, sem leikur nú með Atlanta Dreams, hefur tvívegis orðið WNBA-meistari með Minnesota Lynx, árin 2015 og 2017. Nú hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna – tímabundið allavega – og sinna málefnum sem hún telur mikilvægari en körfubolta. The work everyone s been talking about? This is the work. And I m ready for it. When the W comes back, @itsreneem_ won t be there.https://t.co/npeSrwjbc6— The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 18, 2020 „Þetta snýst um meira en körfubolta. Hjarta mitt er annarsstaðar en á vellinum,“ sagði Lynx í viðtalinu við BBC. Eitt af hennar helstu málefnum eru kosningar í Atalanta-ríki. Hefur borið á kvörtunum vegna kosningakerfisins, þá aðallega í hverfum sem eru skipuð svörtu fólki. Montgomery vill aðstoða fólk sem vill nýta kosningarétt sinn en hefur ekki fengið tækifæri til þess. Stofnaði hún góðgerðarsamtök undir lok síðasta árs. „Ég vill láta gott af mér leiða og vonandi næ ég að koma á jákvæðum breytingum,“ sagði Montgomery um stofnun samtakanna. „Að missa öryggið sem körfuboltinn veitir mér er mjög ógnvekjandi. Ég trúi því samt að hvað sem gerist þá sé þetta rétt ákvörðun,“ sagði Montgomery að lokum. I spoke with Renee Montgomery (@itsreneem_) this morning to talk about her decision to sit out the upcoming WNBA season. Everyone has been saying that you can t fix systemic racism overnight. But I can pour gasoline on this social justice reform."https://t.co/NziSPRLYpX— Chris Kirschner (@ChrisKirschner) June 18, 2020 Bæði þjálfari og framkvæmdastjóri Atlanta Dreams styðja við bakið á leikmanninum. „Ég er mjög stolt af Montgomery og ástríðu hennar fyrir stofnuninni sinni, hennar starfi í samfélaginu og möguleikum hennar til að styðja við Black Lives Matter hreyfinguna,“ sagði Nicki Collen, þjálfari liðsins. „Við styðjum við bakið á starfi Renee utan vallar og vitum að hún getur komið á breytingum í Atlanta sem og víðar í heiminum,“ sagði Chris Sienko, framkvæmdastjóri félagsins.
Körfubolti NBA Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum