Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júní 2020 07:30 Ólafur Ingi Skúlason í leik með Fylki. vísir/bára Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. Ólafur Ingi hefur fengið mikla gagnrýni fyrir tæklingu sína á Alex Þór Hauksson og sér í lagi úr herbúðum Stjörnumanna en hann gat ekki setið undir því lengur og tjáði sig á Twitter í gær. „Er ekki vanur að tjá mig mikið á samfèlagsmiðlum en nenni ekki að segja ekki neitt núna. Hræsnin í þessu öllu saman, ég viðurkenni það fúslega að tækling mín gegn Stjörnunni var slök ef ekki arfaslök. Ég var alltof seinn og uppskar réttilega rautt spjald fyrir,“ sagði Ólafur Ingi er hann svaraði tísti frá Jóhanni Skúla Jónssyni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með tæklingu Ólafs Inga eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið árás að hálfu Ólafs Inga. „Ég brást liðsfélögum og félagi mínu illa. Þó ég geti tæplega gert þær kröfur til Rúnars Páls þá reikna ég fastlega með því að meðalgreindir knattspyrnuáhugamenn átti sig á því að það var ekki ætlun mín að koma inn á völlinn til þess að slasa andstæðing og skilja liðsfélagana eftir manni færri. Þetta var einfaldlega illa tímasett og léleg tækling! Líklega ein af ótal mörgum sem koma til með að sjást á völlum landsins í sumar.“ Klippa: Ólafur Ingi fær rautt „Rúnar Páll fór mikinn eftir leik og fullyrti að þetta hafi verið árás af minni hálfu. Hann hefur sennilega aldrei upplifað það að einn af hans leikmönnum tímasetji tæklingu illa og uppskeri rautt spjald. Velti því fyrir mér hvort Rúnar Páll, sem er með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár, sé best fallinn til þess að taka sér hlutverk siðapostula.“ Fyrr í leiknum lentu Daníel Laxdal og Ragnar Bragi Sveinsson í hörðu samstuði sem endaði með því að Ragnar Bragi fór kinnbeinsbrotinn af velli. Ólafur Ingi segir að það hafi verið lítið talað um það atvik. „Velti líka fyrir mér hvernig framganga Daníels Laxdal horfir við honum. Daníel henti sér óheppilega í glórulaust einvígi gegn Ragnari Braga sem lá eftir tvíkinnbeinsbrotinn og verður frá í um 6 vikur. Við Fylkismenn reyndum ekki að búa til histeríu í kringum návígi Daníels og Ragnars þó það sæju allir á vellinum að Daníel ætti aldrei möguleika á að ná boltanum og að afrakstur framgöngu hans hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.“ „Það hvarflar ekki að okkur á að ásaka Daníel um árás. Við getum gagnrýnt hann fyrir háskalegann leik og að fara í einvígi til þess eins að láta finna hraustlega fyrir sér - en árás tæplega. Fótbolti er líkamleg íþrótt, menn takast hressilega á, tækla og lenda í tæklingum.“ Hann segir að lokum að hann frábiðji sér ásakanir Rúnars Páls og biður hann um að koma niður af háa hestinum og líta sér nær. „Það er ekki að fara að breytast og á meðan munum við sjá misheppnaðar tæklingar. Þá taka dómararnir í stjórnartaumana og beita sínum valdheimildum til þess að leikurinn fari fram innan ramma knattspyrnulaganna. Niðurstaða Guðmundar Ársæls og aðstoðarmanna í tengslum við mína tæklingu var rétt – þó ég frábiðji mér ásakanir Rúnars um árás. Niður af þínum háa hesti kæri Rúnar og líttu þèr nær. Rant over,“ sagði Ólafur Ingi. Allar færslurnar má lesa hér. Pepsi Max-deild karla Fylkir Stjarnan Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. Ólafur Ingi hefur fengið mikla gagnrýni fyrir tæklingu sína á Alex Þór Hauksson og sér í lagi úr herbúðum Stjörnumanna en hann gat ekki setið undir því lengur og tjáði sig á Twitter í gær. „Er ekki vanur að tjá mig mikið á samfèlagsmiðlum en nenni ekki að segja ekki neitt núna. Hræsnin í þessu öllu saman, ég viðurkenni það fúslega að tækling mín gegn Stjörnunni var slök ef ekki arfaslök. Ég var alltof seinn og uppskar réttilega rautt spjald fyrir,“ sagði Ólafur Ingi er hann svaraði tísti frá Jóhanni Skúla Jónssyni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með tæklingu Ólafs Inga eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið árás að hálfu Ólafs Inga. „Ég brást liðsfélögum og félagi mínu illa. Þó ég geti tæplega gert þær kröfur til Rúnars Páls þá reikna ég fastlega með því að meðalgreindir knattspyrnuáhugamenn átti sig á því að það var ekki ætlun mín að koma inn á völlinn til þess að slasa andstæðing og skilja liðsfélagana eftir manni færri. Þetta var einfaldlega illa tímasett og léleg tækling! Líklega ein af ótal mörgum sem koma til með að sjást á völlum landsins í sumar.“ Klippa: Ólafur Ingi fær rautt „Rúnar Páll fór mikinn eftir leik og fullyrti að þetta hafi verið árás af minni hálfu. Hann hefur sennilega aldrei upplifað það að einn af hans leikmönnum tímasetji tæklingu illa og uppskeri rautt spjald. Velti því fyrir mér hvort Rúnar Páll, sem er með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár, sé best fallinn til þess að taka sér hlutverk siðapostula.“ Fyrr í leiknum lentu Daníel Laxdal og Ragnar Bragi Sveinsson í hörðu samstuði sem endaði með því að Ragnar Bragi fór kinnbeinsbrotinn af velli. Ólafur Ingi segir að það hafi verið lítið talað um það atvik. „Velti líka fyrir mér hvernig framganga Daníels Laxdal horfir við honum. Daníel henti sér óheppilega í glórulaust einvígi gegn Ragnari Braga sem lá eftir tvíkinnbeinsbrotinn og verður frá í um 6 vikur. Við Fylkismenn reyndum ekki að búa til histeríu í kringum návígi Daníels og Ragnars þó það sæju allir á vellinum að Daníel ætti aldrei möguleika á að ná boltanum og að afrakstur framgöngu hans hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.“ „Það hvarflar ekki að okkur á að ásaka Daníel um árás. Við getum gagnrýnt hann fyrir háskalegann leik og að fara í einvígi til þess eins að láta finna hraustlega fyrir sér - en árás tæplega. Fótbolti er líkamleg íþrótt, menn takast hressilega á, tækla og lenda í tæklingum.“ Hann segir að lokum að hann frábiðji sér ásakanir Rúnars Páls og biður hann um að koma niður af háa hestinum og líta sér nær. „Það er ekki að fara að breytast og á meðan munum við sjá misheppnaðar tæklingar. Þá taka dómararnir í stjórnartaumana og beita sínum valdheimildum til þess að leikurinn fari fram innan ramma knattspyrnulaganna. Niðurstaða Guðmundar Ársæls og aðstoðarmanna í tengslum við mína tæklingu var rétt – þó ég frábiðji mér ásakanir Rúnars um árás. Niður af þínum háa hesti kæri Rúnar og líttu þèr nær. Rant over,“ sagði Ólafur Ingi. Allar færslurnar má lesa hér.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Stjarnan Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira