Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júní 2020 07:30 Ólafur Ingi Skúlason í leik með Fylki. vísir/bára Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. Ólafur Ingi hefur fengið mikla gagnrýni fyrir tæklingu sína á Alex Þór Hauksson og sér í lagi úr herbúðum Stjörnumanna en hann gat ekki setið undir því lengur og tjáði sig á Twitter í gær. „Er ekki vanur að tjá mig mikið á samfèlagsmiðlum en nenni ekki að segja ekki neitt núna. Hræsnin í þessu öllu saman, ég viðurkenni það fúslega að tækling mín gegn Stjörnunni var slök ef ekki arfaslök. Ég var alltof seinn og uppskar réttilega rautt spjald fyrir,“ sagði Ólafur Ingi er hann svaraði tísti frá Jóhanni Skúla Jónssyni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með tæklingu Ólafs Inga eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið árás að hálfu Ólafs Inga. „Ég brást liðsfélögum og félagi mínu illa. Þó ég geti tæplega gert þær kröfur til Rúnars Páls þá reikna ég fastlega með því að meðalgreindir knattspyrnuáhugamenn átti sig á því að það var ekki ætlun mín að koma inn á völlinn til þess að slasa andstæðing og skilja liðsfélagana eftir manni færri. Þetta var einfaldlega illa tímasett og léleg tækling! Líklega ein af ótal mörgum sem koma til með að sjást á völlum landsins í sumar.“ Klippa: Ólafur Ingi fær rautt „Rúnar Páll fór mikinn eftir leik og fullyrti að þetta hafi verið árás af minni hálfu. Hann hefur sennilega aldrei upplifað það að einn af hans leikmönnum tímasetji tæklingu illa og uppskeri rautt spjald. Velti því fyrir mér hvort Rúnar Páll, sem er með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár, sé best fallinn til þess að taka sér hlutverk siðapostula.“ Fyrr í leiknum lentu Daníel Laxdal og Ragnar Bragi Sveinsson í hörðu samstuði sem endaði með því að Ragnar Bragi fór kinnbeinsbrotinn af velli. Ólafur Ingi segir að það hafi verið lítið talað um það atvik. „Velti líka fyrir mér hvernig framganga Daníels Laxdal horfir við honum. Daníel henti sér óheppilega í glórulaust einvígi gegn Ragnari Braga sem lá eftir tvíkinnbeinsbrotinn og verður frá í um 6 vikur. Við Fylkismenn reyndum ekki að búa til histeríu í kringum návígi Daníels og Ragnars þó það sæju allir á vellinum að Daníel ætti aldrei möguleika á að ná boltanum og að afrakstur framgöngu hans hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.“ „Það hvarflar ekki að okkur á að ásaka Daníel um árás. Við getum gagnrýnt hann fyrir háskalegann leik og að fara í einvígi til þess eins að láta finna hraustlega fyrir sér - en árás tæplega. Fótbolti er líkamleg íþrótt, menn takast hressilega á, tækla og lenda í tæklingum.“ Hann segir að lokum að hann frábiðji sér ásakanir Rúnars Páls og biður hann um að koma niður af háa hestinum og líta sér nær. „Það er ekki að fara að breytast og á meðan munum við sjá misheppnaðar tæklingar. Þá taka dómararnir í stjórnartaumana og beita sínum valdheimildum til þess að leikurinn fari fram innan ramma knattspyrnulaganna. Niðurstaða Guðmundar Ársæls og aðstoðarmanna í tengslum við mína tæklingu var rétt – þó ég frábiðji mér ásakanir Rúnars um árás. Niður af þínum háa hesti kæri Rúnar og líttu þèr nær. Rant over,“ sagði Ólafur Ingi. Allar færslurnar má lesa hér. Pepsi Max-deild karla Fylkir Stjarnan Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. Ólafur Ingi hefur fengið mikla gagnrýni fyrir tæklingu sína á Alex Þór Hauksson og sér í lagi úr herbúðum Stjörnumanna en hann gat ekki setið undir því lengur og tjáði sig á Twitter í gær. „Er ekki vanur að tjá mig mikið á samfèlagsmiðlum en nenni ekki að segja ekki neitt núna. Hræsnin í þessu öllu saman, ég viðurkenni það fúslega að tækling mín gegn Stjörnunni var slök ef ekki arfaslök. Ég var alltof seinn og uppskar réttilega rautt spjald fyrir,“ sagði Ólafur Ingi er hann svaraði tísti frá Jóhanni Skúla Jónssyni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með tæklingu Ólafs Inga eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið árás að hálfu Ólafs Inga. „Ég brást liðsfélögum og félagi mínu illa. Þó ég geti tæplega gert þær kröfur til Rúnars Páls þá reikna ég fastlega með því að meðalgreindir knattspyrnuáhugamenn átti sig á því að það var ekki ætlun mín að koma inn á völlinn til þess að slasa andstæðing og skilja liðsfélagana eftir manni færri. Þetta var einfaldlega illa tímasett og léleg tækling! Líklega ein af ótal mörgum sem koma til með að sjást á völlum landsins í sumar.“ Klippa: Ólafur Ingi fær rautt „Rúnar Páll fór mikinn eftir leik og fullyrti að þetta hafi verið árás af minni hálfu. Hann hefur sennilega aldrei upplifað það að einn af hans leikmönnum tímasetji tæklingu illa og uppskeri rautt spjald. Velti því fyrir mér hvort Rúnar Páll, sem er með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár, sé best fallinn til þess að taka sér hlutverk siðapostula.“ Fyrr í leiknum lentu Daníel Laxdal og Ragnar Bragi Sveinsson í hörðu samstuði sem endaði með því að Ragnar Bragi fór kinnbeinsbrotinn af velli. Ólafur Ingi segir að það hafi verið lítið talað um það atvik. „Velti líka fyrir mér hvernig framganga Daníels Laxdal horfir við honum. Daníel henti sér óheppilega í glórulaust einvígi gegn Ragnari Braga sem lá eftir tvíkinnbeinsbrotinn og verður frá í um 6 vikur. Við Fylkismenn reyndum ekki að búa til histeríu í kringum návígi Daníels og Ragnars þó það sæju allir á vellinum að Daníel ætti aldrei möguleika á að ná boltanum og að afrakstur framgöngu hans hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.“ „Það hvarflar ekki að okkur á að ásaka Daníel um árás. Við getum gagnrýnt hann fyrir háskalegann leik og að fara í einvígi til þess eins að láta finna hraustlega fyrir sér - en árás tæplega. Fótbolti er líkamleg íþrótt, menn takast hressilega á, tækla og lenda í tæklingum.“ Hann segir að lokum að hann frábiðji sér ásakanir Rúnars Páls og biður hann um að koma niður af háa hestinum og líta sér nær. „Það er ekki að fara að breytast og á meðan munum við sjá misheppnaðar tæklingar. Þá taka dómararnir í stjórnartaumana og beita sínum valdheimildum til þess að leikurinn fari fram innan ramma knattspyrnulaganna. Niðurstaða Guðmundar Ársæls og aðstoðarmanna í tengslum við mína tæklingu var rétt – þó ég frábiðji mér ásakanir Rúnars um árás. Niður af þínum háa hesti kæri Rúnar og líttu þèr nær. Rant over,“ sagði Ólafur Ingi. Allar færslurnar má lesa hér.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Stjarnan Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn