Hringja sig inn veika í mótmælaskyni eftir að lögregluþjónn var ákærður fyrir morð Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 23:38 Skjáskot úr búkmyndavél Devin Brosnan og sýnir Garret Rolfe og Rayshard Brooks áður en Rolfe skaut Brooks til bana. AP/Lögreglan í Atlanta Lögregluþjónar í bandarísku borginni Atlanta í Georgíuríki hringdu sig inn veika í dag til þess að mótmæla því að lögregluþjónninn Garrett Rolfe, sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í síðustu viku, hafi verið ákærður fyrir morð. Starfandi lögreglustjóri Atlanta, Rodney Bryant, sagði í samtali við Associated Press að veikindatilkynningarnar hafi byrjað að hrannast inn í gærkvöldi eftir að ákæran var gefin út og þær hafi haldið áfram að berast í dag. Ekki er ljóst hversu margir lögregluþjónar munu ekki mæta til starfa en Bryant sagði mannaflann nægja til að halda starfsemi óbreyttri í borginni. Rodney Bryant, starfandi lögreglustjóri í Atlanta.AP/Brynn Anderson „Sumir eru reiðir, aðrir óttaslegnir. Sumir vita einfaldlega ekki hvað á að gera og öðrum finnst eins og yfirmenn hafi yfirgefið þá,“ sagði Bryant um lögreglumennina sem hafa kosið að hringja sig inn veika. „Við viljum fullvissa þá um að við munum komast í gegnum þetta.“ Ákæruvaldið gaf út ákæru á hendur Rolfe í gær sem skaut Brooks til bana eftir að hann hafði gripið rafstuðbyssu lögreglumannsins og á flóttanum hleypt af rafbyssunni í átt að Rolfe. Paul Howard, yfirsaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem gaf út ákæruna sagði að lífi Rolfe hafi ekki verið ógnað af Brooks. Þá greindi hann einnig frá því að Rolfe hafi sparkað í Brooks þar sem hann lá særður á jörðunni og neitaði honum um læknisaðstoð í tvær mínútur. Howard sagði þá að félagi Rolfe, Devin Brosnan hafi stigið á öxl Brooks þar sem hann lá særður. Brosnan hefur verið ákærður fyrir líkamsárás vegna málsins. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Lögregluþjónar í bandarísku borginni Atlanta í Georgíuríki hringdu sig inn veika í dag til þess að mótmæla því að lögregluþjónninn Garrett Rolfe, sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í síðustu viku, hafi verið ákærður fyrir morð. Starfandi lögreglustjóri Atlanta, Rodney Bryant, sagði í samtali við Associated Press að veikindatilkynningarnar hafi byrjað að hrannast inn í gærkvöldi eftir að ákæran var gefin út og þær hafi haldið áfram að berast í dag. Ekki er ljóst hversu margir lögregluþjónar munu ekki mæta til starfa en Bryant sagði mannaflann nægja til að halda starfsemi óbreyttri í borginni. Rodney Bryant, starfandi lögreglustjóri í Atlanta.AP/Brynn Anderson „Sumir eru reiðir, aðrir óttaslegnir. Sumir vita einfaldlega ekki hvað á að gera og öðrum finnst eins og yfirmenn hafi yfirgefið þá,“ sagði Bryant um lögreglumennina sem hafa kosið að hringja sig inn veika. „Við viljum fullvissa þá um að við munum komast í gegnum þetta.“ Ákæruvaldið gaf út ákæru á hendur Rolfe í gær sem skaut Brooks til bana eftir að hann hafði gripið rafstuðbyssu lögreglumannsins og á flóttanum hleypt af rafbyssunni í átt að Rolfe. Paul Howard, yfirsaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem gaf út ákæruna sagði að lífi Rolfe hafi ekki verið ógnað af Brooks. Þá greindi hann einnig frá því að Rolfe hafi sparkað í Brooks þar sem hann lá særður á jörðunni og neitaði honum um læknisaðstoð í tvær mínútur. Howard sagði þá að félagi Rolfe, Devin Brosnan hafi stigið á öxl Brooks þar sem hann lá særður. Brosnan hefur verið ákærður fyrir líkamsárás vegna málsins. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira