Stór jarðskjálfti sem fyrstu tölur gefa til kynna að hafi verið 7,4 stig að stærð skall á undan ströndum Nýja-Sjálands fyrir skömmu. Íbúar við strandlengjuna efst á Norðureyju Nýja-Sjálands voru beðnir um að koma sér hærra í landi á meðan metið var hvort hætta hafi verið á flóðbylgju.
Jarðskjálftamælar námu jarðskjálftann klukkan 00.49 að staðartíma á 33 kílómetra dýpi í hafinu um 500 kílómetra undan ströndum Nýja-Sjálands.
Í frétt Radio New Zealand segir að almannavarnir hafi strax hafið vinnu við að meta hvort hætta sé á að flóðbylgja skelli á efsta hluta Norðureyjunnar, og voru íbúar við strandlengjuna því beðnir um að halda hærra í land.
Það virðist þó vera mat almannavarna í Nýja-Sjálandi að engin hætta sé á flóðbylgju vegna jarðskjálftans sem er einn sá stærsti í grennd við Nýja Sjáland frá jarðskjálftanum mannskæða í grennd við Cristchurch árið 2011.
There is no tsunami threat to New Zealand following the M7.4 SOUTH OF THE KERMADEC ISLANDS earthquake. Based on current information, the initial assessment is that the earthquake is unlikely to have caused a tsunami that will pose a threat to New Zealand.
— National Emergency Management Agency (@NZcivildefence) June 18, 2020