Engin mistök komið upp í 9000 leikjum en gæti nú kostað Sheffield United sæti í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 08:30 Mun þetta atvik halda Sheffield frá Meistaradeildinni og Aston Villa í úrvalsdeildinni? Matthew Ashton/Getty Images Fyrsti leikur ensku úrvalsdeildarinnar eftir þriggja mánaða hlé var leikur Aston Villa og Sheffield United í gær. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og lauk honum með markalausu jafntefli. Gestirnir frá Sheffield komu þó knettinum yfir marklínuna í fyrri hálfleik en á einhvern ótrúlegan hátt missti Hawk Eye-marklínutæknin sem og dómaratríó leiksins af því þegar boltinn fór yfir línuna. Er þetta í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin virkar ekki en alls hefur hún verið notuð í 9000 leikjum. Hvað gerðist? Oliver Norwood, miðjumaður Sheffield, tók aukaspyrnu inn á vítateig Aston Villa sem Ørjan Håskjold Nyland, markvörður heimamanna, greip en lenti í kjölfarið inn í markinu eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni sem og í myndbandi hér að neðan sem Sheffield birti á Twitter-síðu sinni. Michael Oliver, dómari leiksins, benti einfaldlega á úrið sitt er leikmenn Sheffield fögnuðu því sem þeir héldu að væri fyrsta mark úrvalsdeildarinnar í yfir 100 daga. Dómarar fá skilaboð í úr sín sem gefa til kynna að boltinn hafi farið yfir marklínuna. Það var ekki fyrr en í hálfleik sem Oliver og aðstoðardómarar hans komust að því að boltinn hefði farið yfir línuna. I think he was in the Holte End when he caught it - Chris Wilder. The talking point from today s game pic.twitter.com/ICaDyhJ2dP— Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Samtök úrvalsdeildardómara á Englandi gáfu út eftir leik að samkvæmt reglugerð IFAB þá hafi ekki verið gripið til myndbandsdómgæslu, VAR, þar sem dómarar leiksins hafi ekki fengið skilaboð um að boltinn hefði farið yfir línuna þó svo að það hafi verið augljóst í endursýningum. Þá hefur Hawk Eye-fyrirtækið gefið það út að leikmenn hafi byrgt myndavélum fyrirtækisins – sem greina hvort boltinn sé allur farinn yfir marklínuna – sýn. Þetta er í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin gerir mistök og hefur fyrirtækið beðist afsökunar. Hawk-Eye statement on the goal line incident during Aston Villa v Sheffield match this evening. pic.twitter.com/I2u5lqKMqe— Hawk-Eye Innovations (@Hawkeye_view) June 17, 2020 Sá sem sér um samfélagsmiðla Sheffield United var ekki alveg að kaupa ástæður Hawk Eye og segir einfaldlega að það hafi gleymst að kveikja á kerfinu fyrir leik. It wasn t working — Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Chris Wilder, þjálfari Sheffield, var eðlilega hálf orðlaus að leik loknum enda um ótrúleg mistök að ræða. Hefði Sheffield United unnið leikinn hefði liðið farið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 46 stig, stigi meira en Manchester United og aðeins tveimur minna en Chelsea sem situr í hinu margrómaða fjórða sæti. Svo gæti farið að fimmta sæti dugi til að komast í Meistaradeild Evrópu fari svo að bann Manchester City frá leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi. Í stað þess er Sheffield í sjötta sæti með 44 stig, stigi minna en Manchester United. Þá heldur Aston Villa í vonina um að halda sæti sínu í deildinni en liðið er í 19. sæti með 26 stig, aðeins stigi frá öruggu sæti, þegar níu umferðir eru eftir. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Varnarmaðurinn David Luiz átti slæman leik er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær. 18. júní 2020 07:30 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Fyrsti leikur ensku úrvalsdeildarinnar eftir þriggja mánaða hlé var leikur Aston Villa og Sheffield United í gær. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og lauk honum með markalausu jafntefli. Gestirnir frá Sheffield komu þó knettinum yfir marklínuna í fyrri hálfleik en á einhvern ótrúlegan hátt missti Hawk Eye-marklínutæknin sem og dómaratríó leiksins af því þegar boltinn fór yfir línuna. Er þetta í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin virkar ekki en alls hefur hún verið notuð í 9000 leikjum. Hvað gerðist? Oliver Norwood, miðjumaður Sheffield, tók aukaspyrnu inn á vítateig Aston Villa sem Ørjan Håskjold Nyland, markvörður heimamanna, greip en lenti í kjölfarið inn í markinu eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni sem og í myndbandi hér að neðan sem Sheffield birti á Twitter-síðu sinni. Michael Oliver, dómari leiksins, benti einfaldlega á úrið sitt er leikmenn Sheffield fögnuðu því sem þeir héldu að væri fyrsta mark úrvalsdeildarinnar í yfir 100 daga. Dómarar fá skilaboð í úr sín sem gefa til kynna að boltinn hafi farið yfir marklínuna. Það var ekki fyrr en í hálfleik sem Oliver og aðstoðardómarar hans komust að því að boltinn hefði farið yfir línuna. I think he was in the Holte End when he caught it - Chris Wilder. The talking point from today s game pic.twitter.com/ICaDyhJ2dP— Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Samtök úrvalsdeildardómara á Englandi gáfu út eftir leik að samkvæmt reglugerð IFAB þá hafi ekki verið gripið til myndbandsdómgæslu, VAR, þar sem dómarar leiksins hafi ekki fengið skilaboð um að boltinn hefði farið yfir línuna þó svo að það hafi verið augljóst í endursýningum. Þá hefur Hawk Eye-fyrirtækið gefið það út að leikmenn hafi byrgt myndavélum fyrirtækisins – sem greina hvort boltinn sé allur farinn yfir marklínuna – sýn. Þetta er í fyrsta skipti sem Hawk Eye-tæknin gerir mistök og hefur fyrirtækið beðist afsökunar. Hawk-Eye statement on the goal line incident during Aston Villa v Sheffield match this evening. pic.twitter.com/I2u5lqKMqe— Hawk-Eye Innovations (@Hawkeye_view) June 17, 2020 Sá sem sér um samfélagsmiðla Sheffield United var ekki alveg að kaupa ástæður Hawk Eye og segir einfaldlega að það hafi gleymst að kveikja á kerfinu fyrir leik. It wasn t working — Sheffield United (@SheffieldUnited) June 17, 2020 Chris Wilder, þjálfari Sheffield, var eðlilega hálf orðlaus að leik loknum enda um ótrúleg mistök að ræða. Hefði Sheffield United unnið leikinn hefði liðið farið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 46 stig, stigi meira en Manchester United og aðeins tveimur minna en Chelsea sem situr í hinu margrómaða fjórða sæti. Svo gæti farið að fimmta sæti dugi til að komast í Meistaradeild Evrópu fari svo að bann Manchester City frá leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi. Í stað þess er Sheffield í sjötta sæti með 44 stig, stigi minna en Manchester United. Þá heldur Aston Villa í vonina um að halda sæti sínu í deildinni en liðið er í 19. sæti með 26 stig, aðeins stigi frá öruggu sæti, þegar níu umferðir eru eftir.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Varnarmaðurinn David Luiz átti slæman leik er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær. 18. júní 2020 07:30 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00
David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15
Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Varnarmaðurinn David Luiz átti slæman leik er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær. 18. júní 2020 07:30