„Heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu í æfingahóp sinn?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 15:55 Hákon Rafn Valdimarsson þótti standa sig vel í marki Gróttu en samherjar hans heilluðu menn ekki í leiknum við Breiðablik. VÍSIR/DANÍEL Breiðablik vann afar sannfærandi 3-0 sigur á nýliðum Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Getumunurinn á liðunum virtist mjög mikill. „Við erum minnugir þess að báðir nýliðarnir mættu á Kópavogsvöllinn í fyrra og unnu, bæði HK og Skaginn. Þetta var því kannski smá próf fyrir þá [Blika]. En það er bara svo rosalegur getumunur þarna,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að muninum á Breiðabliki og Gróttu. Liðin skiptust á þjálfurum í vetur þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki en Ágúst Gylfason við Gróttu. „Heldur þú að einhver leikmaður í Gróttuliðinu kæmist í 23 manna æfingahóp Breiðabliks? Fyrir utan markmanninn, hann er náttúrulega mjög efnilegur. En heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu æfingahópinn hjá sér?“ spurði Hjörvar umsjónarmann þáttarins, Gumma Ben, sem vildi ekki ganga svo langt að svara því neitandi. „Það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu en ég er sannfærður um að ef að Óskar Hrafn, sem þekkir alla leikmennina, ætti að velja 23 manna hóp úr báðum liðum þá held ég að hann tæki einhverja leikmenn úr Gróttu. Það eru líka svona karakterar sem þú hlýtur að hugsa út í,“ sagði Gummi. Að mati Hjörvars geta Gróttumenn prísað sig sæla að hafa ekki tapað leiknum stærra: „Það var rosalegur munur á þessum liðum. Ég hef heyrt menn bera þetta saman við það þegar lið úr neðri deild mætir efstudeildarliði í bikarnum. Eftir á var ég nokkuð sáttur við að þetta færi bara 3-0. Mér fannst stefna í að þetta yrði verra.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Samanburður á Breiðabliki og Gróttu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Breiðablik vann afar sannfærandi 3-0 sigur á nýliðum Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Getumunurinn á liðunum virtist mjög mikill. „Við erum minnugir þess að báðir nýliðarnir mættu á Kópavogsvöllinn í fyrra og unnu, bæði HK og Skaginn. Þetta var því kannski smá próf fyrir þá [Blika]. En það er bara svo rosalegur getumunur þarna,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að muninum á Breiðabliki og Gróttu. Liðin skiptust á þjálfurum í vetur þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki en Ágúst Gylfason við Gróttu. „Heldur þú að einhver leikmaður í Gróttuliðinu kæmist í 23 manna æfingahóp Breiðabliks? Fyrir utan markmanninn, hann er náttúrulega mjög efnilegur. En heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu æfingahópinn hjá sér?“ spurði Hjörvar umsjónarmann þáttarins, Gumma Ben, sem vildi ekki ganga svo langt að svara því neitandi. „Það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu en ég er sannfærður um að ef að Óskar Hrafn, sem þekkir alla leikmennina, ætti að velja 23 manna hóp úr báðum liðum þá held ég að hann tæki einhverja leikmenn úr Gróttu. Það eru líka svona karakterar sem þú hlýtur að hugsa út í,“ sagði Gummi. Að mati Hjörvars geta Gróttumenn prísað sig sæla að hafa ekki tapað leiknum stærra: „Það var rosalegur munur á þessum liðum. Ég hef heyrt menn bera þetta saman við það þegar lið úr neðri deild mætir efstudeildarliði í bikarnum. Eftir á var ég nokkuð sáttur við að þetta færi bara 3-0. Mér fannst stefna í að þetta yrði verra.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Samanburður á Breiðabliki og Gróttu
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti