Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn var sýknaður. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Lögreglumaðurinn var kærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi en talið var að tæplega 1.900 grömm af kannabisefnum og 1,700 ml af kannabisblönduðum vökva hafi verið í húsnæði sem hann gerði leit í þann 22. maí 2019. Þegar aðrir lögreglumenn leituðu í húsnæðinu daginn eftir fundust fíkniefnin. Lögreglumaðurinn, ásamt öðrum lögreglumanni, gerði húsleit hjá tveimur mönnum eftir að hafa fundið kannabislykt berast af heimilinu og fengu þeir samþykki húsráðanda til að fara inn á heimilið. Í atvikaskýrslu sem síðarnefndur lögreglumaður undirritaði kemur meðal annars fram að annar húsráðandi hafi upplýst að hann væri að sjóða afklippur af kannabis til að búa til olíu. Þá hafi mátt sjá lítinn stálpott inni í eldhúsinu með fremur miklu magni af kannabisafklippum að því er fram kemur í dómnum. Á vaskinum hafi tvær glærar matarskálar staðið með mauksoðnum kannabisafklippum. Inni í stofu hafi staðið hvít fata sem lögreglumaðurinn taldi minnst tíu lítra sem var hálffull af kannabislaufum sem annar húsráðanda kvaðst vera búinn að sigta frá og var að undirbúa að sjóða. Þetta kemur allt fram í atvikaskýrslu sem var ódagsett en undirrituð af öðrum lögreglumannanna, þeim sem ekki var kærður. Einnig hafi svartur ruslapoki verið á gólfinu sem ákærði lögreglumaðurinn skoðaði. Þá kemur fram að lögreglumennirnir hafi farið af vettvangi án þess að aðhafast frekar varðandi efnin og hafi ákærði tekið þá ákvörðun. Einnig hafi hann beðið lögreglumanninn sem skrifaði skýrsluna að ræða ekki þá niðurstöðu hans að leggja ekki hald á efnin við aðra lögreglumenn. Sást ekki í gólfið fyrir drasli Daginn eftir hafi lögreglumaðurinn sem ritaði skýrsluna og varðstjóri farið aftur á heimilið, fundið megna kannabislykt frá því og í framhaldi farið inn í húsið, hitt húsráðanda og lagt hald á fíkniefnin. Tekið var fram í atvikaskýrslunni að varla hafi sést í gólfið á heimilinu fyrir drasli og varla hafi verið hægt að ganga þar um gólf. Húsnæðið hafi verið mjög skítugt og sýndu myndir sem teknar voru á vettvangi síðara skiptið að svo hafi verið. Ákærði lögreglumaðurinn lýsti því fyrir dómnum að húsráðandi hafi sýnt þeim pottinn sem ákærði sagði „3-500 millilítra af gruggugu skítugu vatni.“ Húsráðandi hafi sagt að í pottinum væri afgangs kannabiskurl og mulningur sem hann hafi notað til að búa til cbd-olíu. Þá hafi hann spurt húsráðanda hvort frekari fíkniefni væri að finna á heimilinu en hann hafi sagt að eingöngu væri um fíkniefnin í pottinum að ræða. Samkvæmt niðurstöðum dómsins er ekki talin næg sönnun fyrir því að mauk eða sjáanlegar kannabisafklippur hafi verið í pottinum heldur efni í vökvaformi. Þá þykir sannað að um hafi verið að ræða samskonar vökva og lagt var hald á daginn eftir. Þá er ekki talin hafa verið færð sönnun þess að potturinn hafi verið á eldavél í húsnæðinu að kvöldi 22. maí 2019. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Sjá meira
Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Lögreglumaðurinn var kærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi en talið var að tæplega 1.900 grömm af kannabisefnum og 1,700 ml af kannabisblönduðum vökva hafi verið í húsnæði sem hann gerði leit í þann 22. maí 2019. Þegar aðrir lögreglumenn leituðu í húsnæðinu daginn eftir fundust fíkniefnin. Lögreglumaðurinn, ásamt öðrum lögreglumanni, gerði húsleit hjá tveimur mönnum eftir að hafa fundið kannabislykt berast af heimilinu og fengu þeir samþykki húsráðanda til að fara inn á heimilið. Í atvikaskýrslu sem síðarnefndur lögreglumaður undirritaði kemur meðal annars fram að annar húsráðandi hafi upplýst að hann væri að sjóða afklippur af kannabis til að búa til olíu. Þá hafi mátt sjá lítinn stálpott inni í eldhúsinu með fremur miklu magni af kannabisafklippum að því er fram kemur í dómnum. Á vaskinum hafi tvær glærar matarskálar staðið með mauksoðnum kannabisafklippum. Inni í stofu hafi staðið hvít fata sem lögreglumaðurinn taldi minnst tíu lítra sem var hálffull af kannabislaufum sem annar húsráðanda kvaðst vera búinn að sigta frá og var að undirbúa að sjóða. Þetta kemur allt fram í atvikaskýrslu sem var ódagsett en undirrituð af öðrum lögreglumannanna, þeim sem ekki var kærður. Einnig hafi svartur ruslapoki verið á gólfinu sem ákærði lögreglumaðurinn skoðaði. Þá kemur fram að lögreglumennirnir hafi farið af vettvangi án þess að aðhafast frekar varðandi efnin og hafi ákærði tekið þá ákvörðun. Einnig hafi hann beðið lögreglumanninn sem skrifaði skýrsluna að ræða ekki þá niðurstöðu hans að leggja ekki hald á efnin við aðra lögreglumenn. Sást ekki í gólfið fyrir drasli Daginn eftir hafi lögreglumaðurinn sem ritaði skýrsluna og varðstjóri farið aftur á heimilið, fundið megna kannabislykt frá því og í framhaldi farið inn í húsið, hitt húsráðanda og lagt hald á fíkniefnin. Tekið var fram í atvikaskýrslunni að varla hafi sést í gólfið á heimilinu fyrir drasli og varla hafi verið hægt að ganga þar um gólf. Húsnæðið hafi verið mjög skítugt og sýndu myndir sem teknar voru á vettvangi síðara skiptið að svo hafi verið. Ákærði lögreglumaðurinn lýsti því fyrir dómnum að húsráðandi hafi sýnt þeim pottinn sem ákærði sagði „3-500 millilítra af gruggugu skítugu vatni.“ Húsráðandi hafi sagt að í pottinum væri afgangs kannabiskurl og mulningur sem hann hafi notað til að búa til cbd-olíu. Þá hafi hann spurt húsráðanda hvort frekari fíkniefni væri að finna á heimilinu en hann hafi sagt að eingöngu væri um fíkniefnin í pottinum að ræða. Samkvæmt niðurstöðum dómsins er ekki talin næg sönnun fyrir því að mauk eða sjáanlegar kannabisafklippur hafi verið í pottinum heldur efni í vökvaformi. Þá þykir sannað að um hafi verið að ræða samskonar vökva og lagt var hald á daginn eftir. Þá er ekki talin hafa verið færð sönnun þess að potturinn hafi verið á eldavél í húsnæðinu að kvöldi 22. maí 2019.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Sjá meira